Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 12
Afdrif GAddAfi-fjölskyldunnAr Nýr yfirmaður frekar en hærri laun n Meirihluta Bandaríkjamanna á vinnumarkaði líður illa í vinnunni S extíu og fimm prósent Bandaríkjamanna á vinnu- markaði myndu frekar velja að yfirmaður þeirra væri rekinn úr starfi en að fá launahækkun hjá fyrirtækinu. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem bandaríski vinnusálfræðingurinn Michelle Mc Quaid lét framkvæma fyrir skemmstu og Forbes grein- ir frá. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist meirihluti Bandaríkjamanna á vinnumarkaði vera óhamingjusamur í starfi – 36 prósent samkvæmt könnuninni. Oftar en ekki er yfirmanninum kennt um það sem miður fer og það leiða niðurstöður könnunar- innar svo sannarlega í ljós. Þannig sögðust 70 prósent aðspurðra verða hamingjusamari og 55 pró- sent farsælli í starfi ef sambandið við yfirmanninn væri betra. Tæp- lega þriðjungur aðspurðra sagði yfirmann sinn ekki kunna að meta störf þeirra á meðan fimmtán pró- sent aðspurðra sögðust hrein- lega vera einmana og líða illa í vinnunni. 42 prósent aðspurðra sögðu yfirmann sinn ekki leggja sérstaklega hart að sér og 20 pró- sent að yfirmaður þeirra væri óheiðarlegur. Michelle McQuaid er einna þekktust fyrir bókina Fimm ástæð- ur til að segja yfirmanni þínum að fara til fjandans. Hún segir í viðtali við Forbes að það sé rökrétt álykt- un hjá fólki að kjósa frekar nýjan yfirmann en fá launahækkun. Ný tækifæri kæmu með nýjum yfir- manni og fólk hugsi þá um lang- tímaávinning og meiri velgengni til lengri tíma litið sem gæti leitt af sér talsvert hærri laun. Þúsund manns úr öllum starfs- stéttum tóku þátt í könnuninni. n 12 Erlent 22. október 2012 Mánudagur Eiginkonan: Safiya Gaddafi Safiya Gaddafi, eða Safiya Farkas eins og hún heitir í dag, átti sjö börn með Gaddafi en forsetinn fyrrver- andi átti átta börn svo vitað sé. Hún hefur dvalið í Alsír síðastliðið ár eftir að hafa verið veitt hæli af „mann- úðarástæðum“. Hún yfirgaf höfuð- borg Líbíu, Trípólí, ásamt dóttur sinni, Ayeshu, og eina syni Gadda- fis af fyrra hjónabandi, þann 29. ágúst 2011 þegar uppreisnarmenn náðu völdum í höfuðborginni. Talið er að hún haldi til í stóru glæsihúsi í bænum Staoueli sem er skammt frá Algeirsborg. Hún er undir eftirliti yfir valda í Alsír og má ekki und- ir neinum kringumstæðum tjá sig opin berlega um málefni Líbíu. Sonur: Muhammad Gaddafi Ef hlutirnir hefðu ekki farið á versta veg fyrir Gaddafi-fjölskylduna hefði Muhammad Gaddafi að öll- um líkindum eytt síðsumrinu á Ólympíuleikunum í London sem yfirmaður Ólympíunefndar Líbíu. Þess í stað hefur þessi elsti sonur Muammars Gaddafi eytt síðastliðnu ári í Alsír eftir að hafa flúið Líbíu eft- ir að uppreisnarmenn náðu völdum í Trípólí. Muhammad er sonur fyrstu eiginkonu Muammars Gaddafi, Fathiu. Á valdatíma föður síns var hann stjórnarformaður ríkisfyrir- tækis Líbíu sem sá um farsímakerfi og fjarskipti í landinu. Hann var ekki ákærður af Alþjóðasakamáladóm- stólnum og er ekki talinn hafi tekið þátt í að berja niður uppreisnina. Sonur: Saif al-Islam Gaddafi Saif al-Islam var lengi talinn óum- deildur arftaki föður síns á stóli forseta. Hann var tekinn höndum nokkrum mánuðum eftir dauða föð- ur síns og hefur síðan verið í haldi í fjallabænum Zintan í norðvestur- hluta landsins. Saif er með há- skólapróf frá The London School of Economics. Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá honum. Al- þjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hend- ur honum fyrir glæpi gegn mann- kyninu en á sama tíma vilja yfir- völd í Líbíu rétta yfir honum í Líbíu. Svo virðist sem yfirvöld í Líbíu hafi unnið þá baráttu en engin dagsetn- ing liggur fyrir um hvenær réttað verður yfir honum. Sonur: Saadi Gaddafi Saadi Gaddafi gegndi stöðu forseta líbíska knattspyrnusambandsins og var yfirmaður sérsveitar líbíska hersins. Honum hefur verið veitt pólitískt hæli í Níger og dvelur hann í höfuðborginni Niamey við góðar aðstæður. Saadi átti ágætan feril sem knattspyrnumaður, en hann sló fyrst í gegn í heimalandi sínu. Hann var síðan seldur til Ítalíu og var um tíma samningsbundinn Perugia, Udi- nese og Sampdoria. Ferill hans tók hins vegar snöggan endi þegar hann féll á lyfjaprófi. Saadi hefur oft verið nefndur svarti sauðurinn í Gaddafi- fjölskyldunni og vakti gjálífi hans oftar en ekki athygli. Yfirvöld í Líbíu hafa krafist þess að yfirvöld í Níger framselji hann en þeirri beiðni hefur verið hafnað. Segir dómsmálaráð- herra Níger að í Líbíu bíði hans ekk- ert annað en dauðadómur. Dóttir: Aisha Gaddafi Aisha Gaddafi er eina stúlkan sem Muammar Gaddafi eignaðist en henni var veitt hæli í Alsír ásamt móður sinni og bróður. Þremur dögum eftir komu hennar til Al- sír var tilkynnt að hún hefði eign- ast heilbrigða stúlku sem var nefnd Safiya eftir ömmu sinni. Þrátt fyrir að vera undir ströngu eftirliti og kröfu um að tjá sig ekki um málefni Líbíu flutti hún stutt ávarp á sýr- lenskri sjónvarpsstöð þar sem hún hvatti íbúa í Líbíu til að berjast gegn nýrri ríkisstjórn. Hún hefur einnig ráðið ísraelskan lögfræðing, Nick Kaufman, til að krefjast þess að Al- þjóðasakamáladómstóllinn rann- saki morðið á föður hennar. Fjöl- miðlar í Líbíu greindu frá því fyrir skemmstu að hún hefði stutt alsírska landsliðið í knattspyrnu þegar það mætti landsliði Líbíu í kappleik. Ættleidd dóttir: Hanaa Gaddafi Muammar Gaddafi hélt því lengi fram að ættleidd dóttir hans, Hanaa, hefði dáið í árás banda- ríska hersins árið 1986 þegar hún var einungis 18 mánaða. Eft- ir byltinguna í Líbíu komu nýjar upplýsingar fram í dagsljósið sem sýndu að Hanaa hefði ekki dáið í árásinni. Þrátt fyrir það er ekki vit- að hvar hún heldur sig. Eftir byltinguna kom fram í dagsljósið myndband sem sýn- ir Hanaa leika sér við föður sinn og bræður nokkrum árum eft- ir sprenginguna sem átti að hafa dregið hana til dauða. Þá fundust læknaskýrslur stúlkunnar í einni af lúxusvillum Gaddafis. Fjölmiðl- ar í Líbíu hafa greint frá því að Hanaa hafi lokið læknanámi og starfað í nokkur ár á sjúkrahúsi í Trípólí. n Eitt ár liðið frá dauða Muammars Gaddafi n Litið á hver afdrif nánustu aðstandenda og bandamanna Gaddafis voru Á laugardag var liðið eitt ár frá því að Muammar Gaddafi, forseti Líbíu, var drepinn í borginni Sirte í kjölfar upp- reisnar í landinu. Gaddafi hafði verið þjóðhöfðingi landsins samfleytt frá árinu 1969. Þrír syn- ir Gaddafis voru drepnir í uppreisn- inni, þar á meðal Mutassim, sonur Gaddafis, sem gegndi herforingja- stöðu í líbíska hernum. Hann féll sama dag og faðir hans. BBC leit á dögunum yfir það sem drifið hefur á daga annarra náinna fjölskyldumeð- lima forsetans. Óhætt er að segja að sumir þeirra séu í ágætum málum í dag á meðan aðrir hafa séð betri daga. n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Erfiðir yfirmenn Meirihluti fólks vill frekar fá nýjan yfirmann en launahækkun. O.J. Simpson biður um frelsi Bandaríski ruðningskappinn og leikarinn fyrrverandi, O.J. Simp- son, hefur lagt fram beiðni hjá dómara í Las Vegas um að honum verði sleppt úr fangelsi. Simpson var dæmdur í fangelsi árið 2008 fyrir þátt sinn í vopnuðu ráni og mannráni og samkvæmt dómnum átti hann von á að þurfa að sitja á bak við lás og slá í allt að 33 ár. Beiðni Simpson kemur í kjöl- far þess að dómari féllst á að mál- ið gegn honum yrði tekið upp að nýju fyrir dómstólum. Ástæðan er sú að núverandi lögmaður Simpson, Patricia Palm, telur að lögmaðurinn sem fór með vörn Simpson á sínum tíma hefði átt „persónulegra og fjárhagslegra hagsmuna“ að gæta í málinu sem komu í veg fyrir að Simpson fengi sanngjarna málsmeðferð. Fórnaði sér fyrir börnin Þriggja barna móðir í Wales, Kar- ina Menzies, fórnaði lífi sínu til að bjarga þremur börnum sín- um þegar ökumaður ók inn í hóp fólks í borginni Cardiff á föstu- dag. Menzies, sem var 32 ára, lést þegar ökumaður bifreiðarinnar ók á hana og slasaði ellefu aðra. Að sögn lögreglu er talið að ökumað- urinn, sem er 31 árs, hafi ekið vís- vitandi á fólkið. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og í umfjöllun Tele- graph er haft eftir vitnum að Menzies hafi kastað börnum sín- um í burtu áður en bifreiðinni var ekið á hana. „Hún öskraði bara og henti þeim í burtu til að vernda þau. Hún bjargaði lífi þeirra,“ var haft eftir einum vegfaranda. Látinn í rúm- inu í sextán ár Franska lögreglan fann á laugar- dag beinagrind karlmanns í rúmi á heimili hans í borginni Lille. Maðurinn virðist hafa látist fyrir um sextán árum og legið í rúm- inu allan þennan tíma án þess að nokkur hafi tekið eftir því eða til- kynnt um andlát hans. Maðurinn átti enga ættingja, bjó einn og lést í íbúð í húsi sem hann átti sjálfur. Þegar lögreglu bar að garði var mikið magn af pósti sem lá við úti- dyrahurðina og þótti ótrúlegt að póstburðarmaðurinn hefði ekki látið neinn vita. Elsta bréfið í hrúg- unni var dagsett árið 1996 og því ljóst að maðurinn hafði verið látinn í rúmlega einn og hálfan áratug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.