Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 15
Ég var rekin úr níunda bekk Ég elska allt svona Björk Vilhelmsdóttir byrjaði snemma í óreglu. – DVErpur Eyvindarson fékk ekki menningarsjokk í Tyrklandi. – DV Spurningin „Já, svona pínu.“ Christina M. Goldstein 16 ára nemi „Já, ég er búin að spá í þau.“ Sigrún Soffía Halldórsdóttir 16 ára nemi „Já, svona aðeins.“ Sonja Agatha Halldórsdóttir 22 ára nemi „Nei, ekkert sérstaklega.“ Theodóra Halldórsdóttir 18 ára nemi „Nei, ég tek einn dag í einu.“ Halldór Þormar Hermannsson 28 ára starfsmaður hjá Reykjavíkurborg Ertu farin/n að huga að jóla­ gjafainnkaupum? Þjóðaratkvæði Íslendingar gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins á laugardag. Kjörsóknin var í kringum 50 prósent en atkvæðagreiðslan var aðeins ráðgefandi. Mynd Sigtryggur AriMyndin Umræða 15Mánudagur 22. október 2012 1 „Það eru engir peningar í þessu“ Ummæli Guðlaugs Þórs um laun stjórnmálamanna vekja athygli. 2 Íslendingar vilja þjóðkirkju og persónukjör Vilja að frumvarp stjórnlagaráðs verði notað til að vinna nýja stjórnarskrá. 3 Er orðin mamma Breska söngkonan Adele, 24 ára, átti dreng á föstudagskvöldið. 4 Segir þjóðina veita mjög skýra leiðsögn Þorvaldur Gylfason, sem átti sæti í stjórnlagaráði, um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. 5 Óþægilegt að sitja undir svona rógburði Guðmundur Gunnarsson, faðir tónlistarkonunnar Bjarkar, um fullyrðingar þess efnis að hún hefði verið á kafi í dópi. 6 Elskar líkama sinn Christinu Aguilera er sama hvort fólk elskar hana eða hatar. 7 Vita ekki hvað olli flugslysi Tveir létust þegar fisflugvél brotlenti á Suðurnesjum um helgina. Mest lesið á DV.is Ég gefst aldrei upp Jaroslava Davíðsson saknar Geira á Goldfinger. – DV E itt mega hægrimenn eiga: Hversu duglegir þeir eru að skrifa söguna – skapa hana í sinni mynd og endurtaka hana svo aft­ ur og aftur. Háskólakennarinn Hannes hefur til dæmis ritað og þýtt fjölda bóka, ekki eingöngu um eigin hugmynda­ fræði heldur einnig um pólitíska and­ stæðinga sína sem og um „fleyg orð“, „íslenskar tilvitnanir“ og „fyndna Ís­ lendinga“. Annar sagnaritari er fyrrverandi umhverfisráðherrann Siv sem nýlega sendi fjölmiðlum nokkrar línur í tilefni komandi starfsloka hennar á þingi. Sagðist Siv vera stoltust af vinnu sinni við fyrstu náttúruverndaráætlun landsins en minntist ekki einu orði á samfélagslega, vistfræðilega og efna­ hagslega stórslysið Kárahnjúkavirkjun. Og þó er Siv þekktust fyrir að hafa ógilt niðurstöðu Skipulagsstofnunar er lagðist alfarið gegn Kárahnjúkavirkjun vegna umhverfisáhrifa hennar. Hefði hún hætt störfum fyrir hrun hefði hún vafalaust grobbað sig af ógildingunni. En nú er hún hrædd við dóm sögunn­ ar og þá er hentugast að breyta bara sögunni – skrifa hana upp á nýtt og stroka það út sem ekki hentar. Nú stendur yfir barátta um sögu síðustu fjögurra ára – tímabils sem hefst með bæn fyrrverandi forsætis­ ráðherra, Geirs, í október 2008, og á sinn nýjasta endapunkt í fjallræðu fyrrverandi yfirlögregluþjóns, Geirs, sem messaði yfir hausamótum kórsins í musterinu nú á dögunum. Fullyrti síðarnefndur Geir að gífurleg ógn hafi stafað af örfáum einstaklingum sem reyndu að komast á þingpallana des­ emberdag nokkurn 2008 og hefðu tek­ ið yfir þingið ef ekki hefði verið fyrir hetjudáð þingvarða og lögreglunnar. Með orðum sínum hélt Geir áfram sögusköpun sem hófst strax umrædd­ an desemberdag. „Hátt í 30 manns réðust inn í Alþingishúsið á fjórða tímanum í dag,“ sagði í inngangsorð­ um fyrstu fréttar RÚV það kvöldið og svo var haldið áfram: „Einsdæmi er að ráðist sé inn í þinghúsið með þess­ um hætti.“ Í gegnum dómsmálið sjálft var harðlínu þessari fylgt eftir líkt og í blindni. En auðvitað var það ekki í blindni. Svo einbeittur var dómsvilji hægrisins, jafnt stjórnmálamanna sem álitsgjafa og fjölmiðla, að eftir því sem stað­ reyndir málsins urðu skýrari og of­ sóknareðli ákærunnar afhjúpaðist í síauknum mæli, jókst sögufölsunin. Birtist það á hvað áhugaverðastan hátt í einum manni – þingmanninum Einari Kr. sem bar vitni við aðalmeð­ ferð málsins. Þar var hann fámáll en játaði þó aðspurður að hann hafi ekki verið óttasleginn. Um leið og vitna­ leiðslunni lauk dreif Einar sig hins vegar heim og ritaði á bloggsíðu sína tvær litlar sögur um tilraun til árásar á Alþingi og mannfjölda í vígamóð. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefðu lögreglumenn og þingverðir ekki afstýrt því að Alþingi yrði hertekið. Og ekki lækkaði skýlaus sýknudóm­ ur Héraðsdóms Reykjavíkur rostann. Síðan þá hafa hægrimenn og aðrir talsmenn valdsins haldið þeirri mýtu lifandi að ráðist hafi verið á þinghúsið í desember 2008. Þar standa fremstir í flokki ritstjórinn Davíð og bloggarinn Björn en ekki síður starfsmannastjór­ inn Karl, skrifstofustjórinn Helgi og þingforsetinn Ásta. Og nú hefur fyrr­ verandi yfirlögregluþjónn veitt orð­ um þeirra réttlætingu: Dómararnir létu undan þrýstingi samfélagsins og sýknuðu árásarliðið. Sekir menn ganga lausir. Þessi fullyrðing Geirs vekur upp tvær áhugaverðar hugleiðingar. Í fyrsta lagi hvort dómstólar láti almennt und­ an þrýstingi frá samfélaginu – og sé Geir svona áhugasamur um það get­ ur hann haldið áfram og velt fyrir sér dómnum í máli nafna hans sem bað guð að blessa Ísland. Í öðru lagi hvort Geir gangist þar með ekki við því að við níu og aðrir andstæðingar málsins hafi unnið áróðursstríðið. Enginn manneskja með sjálfs­ virðingu vill í dag láta bendla sig við ákærurnar og meint réttmæti þeirra enda jafngildir slíkt stuðningi við Sjálf­ stæðisflokkinn. Í tímaritinu Frelsið árið 1984 sagði ofangreindur Hannes: „Það, sem máli skiptir, er, upp í hvaða ritum blaða­ maðurinn getur flett, þegar hann er að skrifa greinar í flýti, hvaða bækur kennarinn getur kennt og hvaða skýr­ slur stjórnmálamenn og embættis­ menn fá í hendurnar. Það, sem máli skiptir, er í sem fæstum orðum, af hvaða hugmyndum menn mótast, þegar til langs tíma er litið.“ Vafalaust getum við endalaust deilt um þessi orð hans. En fyrst þetta er stefnan – að skrifa söguna til að móta í átt að ákveðinni hugmyndafræði – þá er eins gott að við sem ekki göngumst við þeim hugmyndum; við sem erum andsnúin slíkum hugmyndum; við sem höfum beitt hugum okkar og líkömum gegn þessum hugmyndum og gerðum það meðal annars veturinn 2008–2009, skrifum okkar sögur af jafn miklum krafti og ofangreindir annála­ ritarar. Að skrifa söguna „Og ekki lækkaði ský­ laus sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur rostann Aðsent Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.