Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 6
„Komumst aldrei í fréttir fyrir neitt gott“ n Nemendur í MA eru ósáttir við fjölmiðlaumfjöllun um sig M ér þykir miður sú staðreynd að við komumst aldrei í fréttir fyrir neitt gott, sama hvað við gerum, skrifar Erla Hrönn Unnsteinsdóttir, nemandi við 4. bekk í Menntaskólanum á Akur- eyri.  Greinina skrifar Erla í Akureyri Vikublað. Hún er ósátt við umfjöll- un um busun í MA og segir að nem- endur í skólanum fái aldrei umfjöll- un nema til að snupra þá og fjalla um það sem miður fer. Hún sendir því fjölmiðlum og foreldrum tóninn og segir að foreldrar verði að átta sig á sinni eigin ábyrgð. Ástæðan fyrir bréfi Erlu Hrannar er last sem nemendur fengu í blað- inu Akureyri Vikublað á dögunum, en þar kvartaði foreldri yfir því að nemendum hefði verið boðið upp á áfenga bollu í busapartíi.  „Við fór- um í þessi partý með það í huga að passa ölvun krakkanna, því jú, við vitum vel að fyrsta árið í MA er um- talað: bekkjarpartý, busapartý og eintómt djamm,“ segir hún og bend- ir á að ábyrgð nemenda sé mikil, en veltir því fyrir sér hvort foreldrar hafi íhugað sína eigin ábyrgð í þessum málum. „Þau þyrftu ekki að segja foreldr- um sínum eitthvað sem þau vildu ekki, en þeim skyldi gert ljóst að þau væru á leið í partý. Við létum krakk- ana vita að þarna yrði áfengi, en enginn yrði neyddur til þess að fá sér eitt né neitt og að það væri alveg jafn gaman að vera edrú og að drekka. Það er ekki okkar hlutverk að setja reglur fyrir þessa krakka, það er verk foreldranna, þeir setja útivistartíma, þeir setja reglur um áfengi og tóbak. Ekki við,“ segir Erla og bætir við: „Ef þú vilt ekki að barnið þitt drekki, segðu því það, treystu þínu barni til þess að hlusta á þig og hlýða. Ef það gerir það ekki, þá verður þú að eiga það við þitt barn og ekki ásaka okk- ur fyrir þitt gloppótta uppeldi. Þessi endalausu löst eru farin að verða óþolandi – lastið okkur eins og þið viljið, en lofið okkur einhvern tím- ann líka.“ n astasigrun@dv.is 6 Fréttir 22. október 2012 Mánudagur Foreldrar taki ábyrgð Erla Hrönn segir að foreldrar verði að bera ábyrgð og hætti að kenna eldri nemendum um það sem miður fer. MYND SKJÁSKOT AF VEFNUM MA.IS RÁNDÝR TANNVIÐGERÐ HJÁ EINHVERFRI STÚLKU n Kostaði yfir 200 þúsund n Kerfið tekur of lítinn þátt, segir Tannlæknafélagið T ennurnar hennar voru í slæmu ástandi en mér finnst það ekki réttlæta þennan reikning, segir Rakel Auðunsdóttir, móðir fimm ára stúlku með ódæmigerða einhverfu. Rakel fór með dóttur sína, Elísabetu Klöru, til barnatannlæknis í síðustu viku og hljóðaði reikningur- inn fyrir tannviðgerðina, sem tók um tvær klukkustundir, upp á samtals 231.340 krónur. Ofan á þá upphæð bætast við 13.900 krónur fyrir um 20 mínútna viðtal við tannlækninn. „Þar var spjallað við mig um aðgerðina, hún sat í fanginu á tannlækninum og hann límdi á hana límmiða,“ seg- ir Rakel um viðtalið. Rakel fær aðeins um 60.000 krónur endurgreiddar frá Sjúkratryggingum af upphæðinni. Upplifir tannburstun sem árás Rakel viðurkennir að tennurnar í dóttur sinni hafi verið mjög skemmd- ar en segir að vegna einhverfu hennar sé mjög erfitt að framkvæma hvers- dagslegar athafnir eins og að greiða hár, klippa neglur og bursta tenn- ur. „Hún skilur þetta ekki og upp- lifir það eins og verið sé að ráðast á sig. Hún tekur yfirleitt köst meðan á þessu stendur sem gerir þetta þeim mun erfiðara. Oft hef ég bara gefið henni tyggjó í staðinn fyrir að bursta tennurnar.“ Mæðgurnar búa í Vestmanna- eyjum þar sem tannlæknir ráð- lagði Rakel að fara með dóttur sína til Reykjavíkur til sérfræðings í barnatannlækningum þar sem ekki var hægt að gera við tennur hennar án þess að svæfa hana. Setti reikninginn á VISA-raðgreiðslur Rakel setur spurningarmerki við ýmsa kostnaðarliði reikningsins eins og þann sem kallast „tækjaflutningur á aðgerðarstað.“ „Mér finnst skrýtið að ég þurfi að borga rúmlega 12.000 krónur fyrir að tækin séu flutt á milli staða, þar sem þau voru á sömu hæð og aðgerðin fór fram. Það þurfti fara með þau einn stuttan gang og hefur sennilega tek- ið um eina mínútu. Eins með að það hafi verið settar tvær stálkrónur í 5 ára barn og þær kosti hvor um sig rúmlega 63.000 krónur. Samkvæmt gjaldskrá Tryggingastofnunar eiga þær að kosta eitthvað um 10.000 og miðast niðurgreiðsla Sjúkratrygginga við þá upphæð.“ Rakel er einstæð móðir og að- spurð hvernig hún hyggist greiða reikninginn segist hún eiga mjög al- mennilega fyrrverandi tengdamóður sem hafi boðist til að setja reikn- inginn á VISA-raðgreiðslur. „Ef hún hefði ekki gert þetta fyrir mig hefði ég aldrei getað borgað þennan reikn- ing.“ Kerfið tekur lítinn þátt í kostnaði Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir upp- hæðina vissulega háa en aðgerðin sem um ræðir hafi augljóslega verið mjög viðamikil. „Það er greinilega mikil aðgerð sem þarna er fram- kvæmd og þú kemst hreinlega ekki í meiri gjörgæslu í tannlækningum en þeim sem þetta barn er að lenda í. Hún er með mjög sérhæfða meðferð í gangi, það þarf að hafa það í huga. En þetta eru auðvitað mjög háar töl- ur, en það sem er eiginlega aðalmálið í þessu er hversu lítið í rauninni kerf- ið er að taka þátt í þessu með móð- urinni.“ Þarf að auka forvarnir Sigurður segir nauðsynlegt að kerfið veiti meira aðhald tannheilsu barna og bætir við að Sjúkratryggingar þyrftu að niðurgreiða meira tann- læknaþjónustu hjá börnum með fötl- un. Hann segir það vel þekkt að tann- heilsa einhverfra barna sé oft verri en annarra og meira þurfi að leggja upp úr forvörnum varðandi tannheilsu barna til þess að koma megi í veg fyrir aðstæður sem þessar. „Það sem mér finnst eiginlega al- veg ferlegt í þessu er að þarna ertu með barn sem virkilega þarf aðstoð, ekki bara á þeim tímapunkti sem hún fer í þessa aðgerð, heldur er móðir- in greinilega komin svolítið út í horn með þetta allt saman. Auðvitað þarf kerfið að vera þannig að börn væru undir miklu meira eftirliti áður en svona hlutir gerast. Ef það væri meira aðhald frá kerfinu og það væri betur haldið utan um þessi börn þá væru foreldrar og forráðamenn ekki að lenda í svona aðstæðum.“ n Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Aðalmálið í þessu er hversu lítið í rauninni kerfið er að taka þátt í þessu með móðurinni Mæðgurnar Rakel Auðunsdóttir ásamt dóttur sinni, Elísabetu Klöru, sem fór í ansi dýra tannviðgerð á dögunum. Geir í mál við ríkið Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefur ákveðið að kæra niðurstöðu landsdóms til Mannréttindadómstóls Evrópu. Líkt og kunnugt er var Geir fund- inn sekur í landsdómi fyrir brot gegn ákvæðum íslensku stjórnar- skrárinnar, nánar tiltekið um að hafa ekki sett mikilvæg stjórnar- málefni með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða tek- ið þau upp á þeim vettvangi. Lög- menn Geirs hafa sent dómstóln- um ítarlegt kæruskjal og segja að í landsdómsmálinu hafi íslenska ríkið brotið ákvæði mannréttinda- sáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og regluna um enga refsingu án laga. „Mannréttindadómstóllinn er mjög ásetinn dómstóll og geri ég mér ekki grein fyrir því hverjar líkur eru á því að hann fallist á að taka þetta mál til meðferðar, fyrst ég vann það í öllu efnislegu tilliti. Sömuleiðis er óvíst hve langan tíma málsmeðferðin gæti tekið. En í ljósi hinnar miklu sérstöðu þessa máls í íslenskri réttarsögu og þess fordæmis sem pólitísk réttarhöld af þessu tagi gætu gefið annars staðar í Evrópu, sérstaklega í ljósi fjármálakreppunnar sem þar geis- ar, tel ég að mér sé skylt að láta á málið reyna fyrir æðsta dómstóli á sviði mannréttinda í Evrópu,“ segir Geir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á sunnudag. Forseti á faraldsfæti: Fundaði með Finnlandsforseta Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði með nýjum for- seta Finnlands, Sauli Niinistö, í Helsinki á sunnudag. Á fundin- um var rætt um eflingu samstarfs á norðurslóðum, heimsókn for- seta Finnlands til Íslands á næsta ári og traust tengsl og vináttu norrænu lýðveldanna, Íslands og Finnlands. „Á undanförnum árum hefur þróun mála á Norðurslóðum skapað Finnlandi og Íslandi fjöl- þætt ný verkefni og mikilvægt er að styrkja samráð og samræður hinna fjölmörgu aðila sem koma að málefnum Norðurslóða, bæði stjórnvalda, vísindastofnana, al- mannasamtaka sem og íbúa hinna dreifðu byggða. Norðurskauts- ráðið hefur styrkst jafnt og þétt og er nú grundvöllur viðræðna um formlega samninga ríkjanna á Norðurslóðum. Nauðsynlegt er hins vegar að samræma afstöðu til vaxandi áhuga ríkja í öðrum heimshlutum á þátttöku í þróun Norðurslóða,“ segir í tilkynningu sem skrifstofa forseta Íslands sendi frá sér á sunnudag. Þar kemur fram að forsetarnir hafi rætt hugmyndir um víðtækan samráðsvettvang sem opinn yrði öllum sem áhuga hefðu á málefn- um norðurslóða og yrði haldinn til skiptis í ríkjum svæðisins. Forseti Finnlands þakkaði boð forseta um að heimsækja Ísland á næsta ári enda væru fjölmörg ný viðfangsefni á dagskrá landanna og mikilvægt að styrkja áfram tengsl Íslands og Finnlands, bæði á norrænum vettvangi og með til- liti til norðurslóða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.