Fréttablaðið - 08.12.2014, Side 2
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Hvernig gengur að fanga
athyglina á Kvíabryggju?
„Það er auðvelt þegar maður er
hugfanginn af starfinu.“
Helga Lind Hjartardóttir er námsráðgjafi
við Fjölbrautarskóla Snæfellsbæjar og hefur
sinnt námsráðgjöf fyrir fanga á Kvíabryggju.
TÓNLIST „Þetta var bara alveg stórkostlegt því ég hafði ekki gert ráð
fyrir þessu,“ segir Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður. Lag hans
Þannig týnist tíminn var valið Óskalag þjóðarinnar í gær í símakosn-
ingu í þættinum Óskalög þjóðarinnar á RÚV.
Bjartmar var á heimaslóðum þegar honum barst fregnin. Hann var í
þann mund að stíga á svið í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum.
„Þetta var ofboðslega fallegt að því leyti að ég var staddur í sama bak-
herbergi og þar sem við stofnuðum okkar fyrstu unglingahljómsveitir
15-16 ára gamlir,“ segir Bjartmar sem kveðst afar stoltur og þakk-
látur þjóðinni.
„Mér finnst þetta fallegt af henni. Ég segi takk fyrir að þykja jafn
vænt um lagið og mér þykir vænt um þjóðina. Ég segi bara eins og
skáldið sagði forðum: „Ég þakka þjóðinni fyrir að færa mér efnivið í
ljóðin mín.“ - þij
Bjartmar var staddur á æskuslóðum þegar hann frétti af Óskalaginu:
Finnst þetta fallegt af þjóðinni
ÞAKKLÁTUR Bjartmar hneigði sig djúpt er hann var hylltur í Alþýðuhúsinu.
MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
HEILBRIGÐISMÁL Ekkert sam-
komulag náðist á fundi í kjara-
deilu lækna í húsnæði ríkissátta-
semjara í dag. Deiluaðilar höfðu
þá fundað í tæpar fimm klukku-
stundir. Fundur er boðaður
klukkan þrjú í dag.
Ný verkfallslota hófst á mið-
nætti í gærkvöld. Þá lögðu
læknar á aðgerðarsviði, rann-
sóknarsviði og kvenna- og barna-
sviði Landspítalans niður störf
auk lækna á heilsugæslustöðvum
á höfuðborgarsvæðinu og á heil-
brigðisstofnunum á landsbyggð-
inni. -sks
Funduðu í fimm klukkutíma:
Nýr fundur hjá
læknum í dag
VEÐUR Veðurstofa Íslands spáir óveðri í kvöld sem
verður verra en stormurinn sem gekk yfir landið
fyrir um viku.
„Það er suðaustanstormur og –rok annað kvöld [í
kvöld]. Þetta er eitthvað verra en suðaustanstorm-
urinn þann þrítugasta,“ segir Hrafn Guðmundsson
veðurfræðingur. „Það var svo reyndar vestanhvellur
eftir það en það er ekki svo í þessu tilfelli.“
Hrafn segir að veðrið muni ná hámarki suðaustan
til í kringum miðnætti og síðan norðaustan og austan
til um nóttina.
„Þetta er talsvert meiri veðurhæð og úrkoma í suð-
austanáttinni en það gengur nú tiltölulega fljótt yfir,“
segir Hrafn. „Síðan verður slæmt um nóttina á norð-
austur- og austurhluta landsins. Það verður þó gengið
niður fljótlega, líklega um klukkan tvö um nóttina
hérna suðvestanlands. Þannig að þetta verður mjög
slæmt veður um allt land.“
Búast má við miklum vindhviðum með storminum.
„Hviðurnar verða líklegast víða upp yfir 40 m/s við
fjöll sérstaklega. Það verður líklegast ekkert hægt að
ferðast mikið um á meðan þetta gengur yfir.“ - þij
Veðurstofan spáir slæmu veðri um allt landið í kvöld og í nótt:
Enn verri stormur en fyrir viku
ÓVEÐUR Í AÐSIGI Stormurinn fyrir viku var sá versti síðan
1991. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ALÞINGI Umdeild lög Ragnheiðar
Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, um upptöku nátt-
úrupassa verða ekki lögð fyrir
þingið á þessu ári. Það er mat Sig-
rúnar Magnúsdóttur, formanns
þingflokks Framsóknarflokksins.
Frumvarp iðnaðarráðherra
mætir mikilli andstöðu innan
þingflokks Framsóknarflokksins.
Sigrún Magnúsdóttir telur þetta
frumvarp þurfa lengri yfirlegu og
ekki þurfa að fara í gegnum þingið
fyrir áramót.
„Við erum núna að raða niður
hvaða frumvörp þurfa að fara í
gegnum þingið. Öll frumvörp sem
snerta fjárlagafrumvarpið munu
hafa forgang. Við munum reyna að
halda starfsáætlun þingsins og því
mun þetta endanlega verða ljóst á
morgun,“ segir Sigrún.
Frumvörp um náttúrupassa og
um stjórn fiskveiða hafa ekki enn
komið fyrir þingið. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins verður
beðið með þessi frumvörp þar til
þing kemur saman 20. janúar. - sa
Lagafrumvarp um náttúrupassa fast í þingflokki Framsóknarflokksins:
Ekki lagt fram fyrir áramót
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR Náttúru-
passi ekki enn til umræðu segir for-
maður þingflokks Framsóknarmanna.
DAMASKUS, BBC Ísraelskar her-
þotur vörpuðu sprengjum í
nágrenni Damaskus, höfuðborgar
Sýrlands, í gær samkvæmt sýr-
lenska ríkissjónvarpinu.
Sprengjurnar lentu á flugvelli
skammt frá bænum Dimas. Eng-
inn slasaðist en vistir og hergögn
skemmdust. Engin yfirlýsing
hefur borist frá Ísraelum vegna
árásarinnar.
Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem
ísraelskar sprengjur lenda innan
landamæra Sýrlands en það hefur
ítrekað gerst frá árinu 2011.
- jóe
Sprengdu flugvöll í Sýrlandi:
Ísrael sagt hafa
sent sprengjur
FASTEIGNIR St. Jósefsspítalinn í
Hafnarfirði hefur verið settur á
sölu en núverandi eigendur hús-
næðisins eru Hafnarfjarðarkaup-
staður og Ríkissjóður.
Spítalinn var formlega tekinn
í notkun árið 1926 og hefur í tví-
gang verið byggt við húsið. Spítal-
anum var lokað í upphafi árs 2012.
Tilboð í húsnæðið skulu berast
fyrir 27. janúar 2015. Bent er á að
í aðalskipulagi bæjarins er lóðin
skilgreind fyrir samfélagsþjón-
ustu. - jóe
Ríkiskaup óska tilboða:
St. Jósefsspítali
settur á sölu
SPURNING DAGSINS
www.n1.is facebook.com/enneinn
Hluti af hádeginu
Gríptu með þér
eitthvað gott
MENNTAMÁL „Við höfum hafið undir-
búning að því að stofna Nobel Aca-
demy í Los Angeles í Kaliforníu,“
segir Davíð Ingi Magnússon, annar
framkvæmdastjóra Nóbel náms-
búða.
Atli Bjarnason, stofnandi Nóbel
námsbúða, flutti í ágúst síðast liðnum
til Los Angeles og munu Davíð Ingi
og Sigvaldi Fannar Jónsson, annar
framkvæmdastjóra Nóbel náms-
búða, einnig flytjast búferlum í júní
næstkomandi.
„Við áætlum að fyrstu nám skeiðin
muni líta dagsins ljós í Los Angeles
haustið 2015. Okkar markmið er
að aðstoða milljón nemendur fyrir
lokapróf á innan við fimm árum um
allan heim,“ segir Davíð Ingi.
Ástæðan fyrir því að velja Kali-
forníu segja þeir vera þá að þar sé
að finna um fimmtíu skóla sem séu
jafnfjölmennir eða fjölmennari en
fjölmennasti háskólinn hér á landi,
Háskóli Íslands.
„Það má segja að við séum braut-
ryðjendur á þessu sviði í Banda-
ríkjunum. Þar er að finna svokall-
aða study groups en enga formlega
umgjörð,“ segir Davíð Ingi.
Nóbel-menn hafa talað við aðila
sem hafa búið úti og stofnað fyrir-
tæki til að afla sér þekkingar fyrir
brottför.
Í dag segja þeir Nóbel námsbúðir
vera með 120 námskeið í tólf fram-
haldsskólum og þremur háskólum.
„Nemendafjöldi okkar er kominn
í fjögur þúsund nemendur á ári og
erum við því, samkvæmt Hagstof-
unni, þriðja stærsta mennta stofnun
á Íslandi, á eftir Háskóla Íslands
og Háskólanum í Reykjavík,“ segir
Davíð Ingi.
Í Bandaríkjunum ætla þeir
félagar að einblína á háskóla og
framhaldsskóla.
„Námskeiðin munu fara fram þar
sem hagstæðast er að leigja stofur.
Á Íslandi höfum við til dæmis verið í
Ísaksskóla, Kvennó, MK og í háskól-
unum. Við viljum halda verðinu
niðri og markmið okkar er að allir
hafi kost á því að læra,“ útskýrir
Davíð Ingi.
Mikið er lagt upp úr því að gera
kennsluna þægilega. „MR-ingur
kennir til dæmis aldrei nemanda úr
Verzló. MR-ingur úr tilteknu nám-
skeiði kennir MR-ingi sem er í sama
námskeiði. Þetta er hugmyndafræði
sem við víkjum ekki frá. Við finn-
um námskeið sem eru fjölmenn og
erfið og í samstarfi við nemenda-
félög. Síðan finnum við nemanda
sem hefur nýlokið námskeiðinu og
staðið sig framúrskarandi vel og
hefur þá mannlegu þætti sem til
þarf. Sá fer í Nóbelskólann þar sem
hann lærir að ferðir við að kenna
flókið efni á einfaldan hátt,“ útskýr-
ir Davíð Ingi.
Þá stefna Nóbel námsbúðirnar
einnig til Skandinavíu á næstunni.
gunnarleo@frettabladid.is
Ryðja nýja braut fyrir
bandaríska nemendur
Nóbel námsbúðir, sem vakið hafa mikla lukku hér á landi undanfarin ár, eru á leið
til Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir að fyrstu námskeiðin þar í landi hefjist í haust.
TIL BANDARÍKJANNA Davíð Ingi Magnússon og Sigvaldi Fannar Jónsson, fram-
kvæmdastjórar Nóbel-námsbúða, flytja til Bandaríkjanna í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Það má segja að við
séum brautryðjendur á
þessu sviði í Bandaríkj-
unum. Þar er að finna
svokallaða study groups en
enga formlega umgjörð.
Davíð Ingi Magnússon.