Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 18
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVERRIR ÚLFSSON fyrrverandi bifreiðastjóri, Sóleyjarima 1, lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. des- ember. Útförin fer fram frá Grafar vogs kirkju fimmtu daginn 11. desember kl. 13.00. Svandís Hallsdóttir Hrafnhildur Sverrisdóttir Francisco Da Silva Chipa Ragnar Sverrisson Elsa Petra Björnsdóttir Ragna Sverrisdóttir Guðmundur Árnason Kolbeinn Sverrisson Þóranna Halldórsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Skúli Lárus Skúlason og barnabörn. Útför elskulegrar eiginkonu minnar, SÓLVEIGAR ÁRNADÓTTUR Gullsmára 9, Kópavogi, fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi, þriðjudaginn 9. desember kl. 11.00. Stefán Þórhallsson og fjölskylda „Ég hræðist ekki aldurinn og tek honum fagnandi. Er ekkert farinn að örvænta enn þá,“ segir leikarinn góðkunni Björn Hlynur Haraldsson spurður hvernig hækkandi aldur fari í hann. Kappinn er fertugur í dag, skyldi hann ætla að halda upp á það? „Ekki núna. Ég ætla að leyfa jól- unum að líða. Þannig hefur það nú oft verið með þennan dag. Þegar ég var yngri þá voru alltaf allir í próf- um á þessum tíma og ekkert hægt að aðhafast. Ég hef verið að spá í hvernig ég ætti að halda upp á þetta afmæli. Ein hugmyndin gekk út á að taka fjölskylduna mína með til útlanda um jólin en ekki var tekið vel í það að fara af landi brott. Það verður kannski um fimmtugs- afmælið. En ég hef dottið niður á hugmynd sem ég verð nú líklega að standa við ef ég nefni hana í blaðinu hjá þér. Ég er að hugsa um að halda tónleika, setja saman hljómsveit og taka nokkur lög fyrir vini og ætt- ingja en ég ætla að leyfa jólastress- inu að ganga yfir áður. Ég mun ekki kalla það afmæli, bara kalla á fólk og spila nokkur lög.“ Ertu liðtækur hljóðfæraleikari? „Ég er svona skítsæmilegur á nokk- ur hljóðfæri en er ekki framúrskar- andi á neitt. Ætla bara að syngja og kannski grípa í gítar og fá einhverja vini mína með mér.“ Þegar Björn Hlynur varð þrítugur kveðst hann hafa haldið upp á afmæl- ið í London. „Það var þegar við vorum að sýna Rómeó og Júlíu á West End,“ rifjar hann upp. „Mér finnst ótrúlega stutt síðan.“ Hann situr ekki aðgerðarlaus leik- arinn heldur er með mörg og krefj- andi verkefni í gangi eins og hann lýsir. „Ég er að leika í Karitas í Þjóð- leikhúsinu og svo erum við að fara í áframhaldandi tökur á kvikmyndinni minni Blóðbergi sem ég byrjaði að taka í ágúst. Við tökum nokkra daga í byrjun janúar bara um allar triss- ur hér í Reykjavík og ég er líka að klippa efnið sem komið er í myndina. Einnig er ég að undirbúa leikrit sem ég ætla að sýna með vorinu sem ég kalla Móðurharðindin. Ég er höfund- ur þess. Það er byggt á aðalleikurun- um Árna Pétri og Kjartani Guðjóns- sonum og við í Vesturporti gerum í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þetta fjallar um þá og fleiri í fjölskyld- unni, meðal annars mömmu þeirra sem er mjög skemmtilegur karakter. Við ætlum að fara með Móðurharð- indin í alla landshluta, jafnvel frum- sýna úti á landi.“ Ekki nóg með það. Björn Hlynur er líka að leika í sjónvarpsseríunni Ófærð og á að vera mættur þar klukkan sex í fyrramálið, sunnu- dag. „Það verður byrjað í Reykja- vík og svo verður farið á Siglufjörð og Seyðisfjörð, held ég, og treyst á að það verði ófærð. Ég var reyndar í annarri seríu í ár, hún er bresk en var tekin á Reyðarfirði sem átti að vera í hlutverki Svalbarða en þar var aldrei neinn snjór. Það þurfti að búa til hvert snjókorn í vél, sem sýnir að það er ekki hægt að stóla á neitt á þessu landi, ekki einu sinni snjó – þó heitir þetta Ísland.“ gun@frettabladid.is Ekkert farinn að örvænta Þótt Björn Hlynur Haraldsson leikari fagni því í hjarta sínu að verða fertugur má hann ekki vera að því að halda upp á það í dag. Hann treystir á að tími gefi st til smá giggs eft ir jól. „Þetta eru árlegir tónleikar í litlu kirkjunni okkar hér í Mosfellsdal, þar ætla ég að syngja með blásara- sextett. Við erum þar nú átjándu aðventuna í röð,“ Þetta segir söng- konan Sigrún Hjálmtýsdóttir, jafn- vel betur þekkt sem Diddú, um tón- leika í Mosfellskirkju á morgun, 9. des ember klukkan 20. Hópurinn samanstendur af tveim- ur klarínettleikurum, tveimur fagottleikurum, tveimur hornleik- urum og að sjálfsögðu Diddú. „Dag- skráin er fjölbreytileg og hátíðleg,“ lofar hún. „Þar verða meðal annars norræn jólalög, ítalskar barokkaríur, gamall íslenskur sálmur, verk eftir Mozart og fleiri lög sem fólk vill heyra á aðventunni!“ Diddú segir tvo úr hópnum útsetja öll lögin og gæti þar ýmissa aðgengi- legra söngva sem alla jafna heyrist ekki. „Annar útsetjaranna dvaldi í Vínarborg síðastliðið ár við grúsk á söfnum borgarinnar og nærliggjandi landa og fann ýmislegt sem verð- ur flutt á tónleikunum,“ segir hún og getur þess að miðar séu seldir á skrifstofu Mosfellsbæjar og við inn- ganginn. -gun Lög sem fólk vill heyra á aðventunni Hátíðlegir aðventutónleikar verða haldnir í kirkjunni á Mosfelli í Mosfellsdal annað kvöld. MERKISATBURÐIR 1953 Dwight D. Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, heldur annálaða ræðu um ágæti kjarnorkunnar. 1966 Gríska ferjan Heraklion sekkur í Eyjahaf. Um 200 manns láta lífið. 1971 Undirritað er samkomulag um stjórnmálasamband á milli Íslands og Kína. Ári síðar opna Kínverjar sendiráð í Reykjavík. 1974 Grískir kjósendur hafna því að taka aftur upp konungs- veldi. 1987 Stofnuð eru samtökin Ný dögun um sorg og sorgarvið- brögð. 1991 Leiðtogar Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu stofna Samveldi sjálfstæðra ríkja. 1991 Rúmenar samþykkja nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæða- greiðslu. 2006 Leikjatölvan Wii kemur út í Evrópu. DWIGHT D. EISENHOWER Hinn vinsæli tónlistarmaður og friðarsinni John Lennon féll í val- inn þennan dag árið 1980. Það var geðsjúkur aðdáandi, Mark David Chapman að nafni, sem skaut hann fjórum skotum í bakið fyrir utan Dakota-bygginguna í New York, þar sem Lennon og Yoko Ono kona hans bjuggu. Þau voru að koma úr hljóðveri þar sem þau höfðu varið nokkrum klukku- tímum í upptökur á nýju lagi Ono. Lennon hafði gefið Chapman eiginhandaráritun sama dag. Eftir árásina lagði Chapman frá sér byssuna og settist á gang- stéttina þar sem lögregla handtók hann. Lennon var fluttur á Roosevelt-sjúkrahúsið, en sökum mikils blóðmissis lést hann á leiðinni þangað. Strax og fréttinni af láti hans var útvarpað safnaðist fólk saman fyrir utan heimili hans, baðst fyrir, söng lög hans og kveikti á kertum. ÞETTA GERÐIST 8. DESEMBER 1980 John Lennon var skotinn til bana LEIKARINN „Ég er að hugsa um að halda tónleika, setja saman hljómsveit og taka nokkur lög fyrir vini og ættingja en ég ætla að leyfa jóla- stressinu að ganga yfir áður.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JOHN LENNON Ég er svona skítsæmilegur á nokkur hljóðfæri en er ekki fram- úrskarandi á neitt. Ætla bara að syngja og kannski grípa í gítar og fá ein- hverja vini mína með mér. Í MOSFELLSKIRKJU Hópurinn ætlar meðal annars að flytja norræn jólalög, ítalskar barokkaríur og verk eftir Mozart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.