Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 48
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 28 SUND Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árang- ur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuð- borg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hóps- ins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínu- lítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafn- hildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelp urnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppend- ur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálf- arana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árang- ur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár. -óój Sundstelpurnar skrefum á undan strákunum Fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet voru sett á HM í sundi í Katar og landsliðsþjálfarinn er sáttur. ÖFLUG Hrafn- hildur Lúthers- dóttir komst inn á topp 22 í þremur sundum. BESTI ÁRANGUR HJÁ ÍSLENDINGUM Á HM 2014: 10. SÆTI Eygló Ósk Gústafsdóttir 200 metra baksund 17. SÆTI Hrafnhildur Lúthersdóttir 200 m bringusund* 19. SÆTI Hrafnhildur Lúthersdóttir 50 metra bringusund 22. SÆTI Hrafnhildur Lúthersdóttir 100 m bringusund* 23. SÆTI Eygló Ósk Gústafsdóttir 100 metra fjórsund* Eygló Ósk Gústafsdóttir 100 metra baksund 25. SÆTI Inga Elín Cryer 800 metra skriðsund* 27. SÆTI Eygló Ósk Gústafsdóttir 50 metra baksund Inga Elín Cryer 400 metra skriðsund * 30. SÆTI Kristinn Þórarinsson 200 metra fjórsund * SETTI ÍSLANDSMET Í GREININNI KÖRFUBOLTI „Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir því,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálf- ari Íslandsmeistaraliðs KR sem er á toppnum með fullt hús og hefur unnið 96,8 prósent deildar- leikjanna undir hans stjórn. KR hefur unnið alla níu deildar- leikina í vetur og vann 21 af 22 deildarleikjum sínum á síðustu leiktíð auk þess að fara alla leið og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppninni. Öll verkfærin í kringum hann Hvernig hefur Finnur farið að því að endurskrifa þjálfarasögu deild- arinnar? „Ég var heppinn að fá gríðarlega sterkan hóp upp í hend- urnar, umgjörðin er góð og það er vel haldið utan um hlutina Í KR. Öll verkfærin í kringum mig hafa verið til fyrirmyndar og sem betur fer hafa úrslitin verið eftir því,“ segir Finnur. Honum sem bæði ungum og reynslulitlum þjálfara gekk vel með að ráða við stjörnum prýtt lið KR frá fyrsta leik. „Þetta eru svo heilsteyptir menn sem maður er að þjálfa og þeir tóku mér opnum örmum. Þetta eru allt strákar sem eiga sterkar rætur í klúbbnum, hafa spilað þarna lengi eða eru uppaldir. Markmið allra eru sameiginleg og þegar allir eru tilbúnir að róa í rétta átt þá gerir það verkefnið miklu auð- veldara,“ segir Finnur. Bætt met Vals Ingimundarsonar Finnur bætti met Vals Ingimundar- sonar um fjóra leiki í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudagskvöldið en Valur vann sinn 30. þjálfara- sigur í úrvalsdeild karla í sínum 35. leik í mars 1988. Valur bætti þá met Gunnars Þorvarðarsonar frá 1985 um einn leik en þeir Friðrik Ingi Rúnarsson, sem vann 30. sig- urinn í sínum 36. leik í desember 1991, og Helgi Jónas Guðfinnsson, sem gerði hið sama í sínum 38. leik í febrúar 2012, eru hinir menn- irnir á topp fimm listanum. Finnur gat ekki frekar en aðrir séð fyrir sér svona marga sigurleiki og svo fá töp þegar hann tók við KR-liðinu í maímánuði 2013. „Síðan ég var lítill strákur og svo þegar ég hætti að spila sjálfur og ákvað að gerast þjálfari fyrir fimmtán árum, þá hefur það alltaf verið stærsti draumurinn að taka við KR. Þegar tækifærið kom þá óraði mann ekki fyrir þessari byrjun. Ég er gríðarlega þakk- látur fyrir tækifærið og þessi tími er búinn að vera ótrúlegur. Von- andi erum við samt rétt að byrja og þetta aðeins upphafið að ein- hverju meira svona,“ segir Finnur sem fær góðan vinnufrið í Frosta- skjólinu. Eigin frami og frægð í öðru sæti „Þegar vel gengur þá er erfitt að kvarta eða setja út á hlutina. Í svona liði verða allir að vera til- búnir að gefa eitthvað frá sér. Strákar sem gætu verið í stærri hlutverkum annars staðar eru að sætta sig við minni hlutverk hjá okkur. Við erum allir í þessu til að vinna og setjum allir liðið í fyrsta sætið. Okkar eigin frami og frægð eru í öðru sæti og það á jafnvel við mig og alla strákana í liðinu. Liðið kemur númer eitt og allt annað er í sætinu fyrir neðan,“ segir Finnur. 30 sigrar í 31 leik á rúmum fjórtán mánuðum. En hvað með þennan eina tapleik? „Ég man vel eftir honum, hann var á móti Grindavík í fyrsta leiknum á árinu. Við komum flatir inn eftir jólin, vorum ekki klárir og töpuðum fyrir góðu Grindavíkur- liði. Við höfum alltaf sagt það að við erum ekki hræddir við það að tapa. Það kemur að því að við töpum og maður lærir helling af töpunum,“ segir Finnur. KR- ingar láta heldur ekki umræðuna um yfirburðarlið og að mótið sé búið trufla einbeitingu sína. „Við erum ekki að stressa okkur of mikið yfir því sem öðrum finnst. Við vitum hvað við ætlum að gera og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera til að láta það gerast. Við erum með báða fætur á jörðinni og það skiptir ekki öllu hvort það verði enginn tapleikur eða þrír tapleikir. Við stefnum á stóru titlana og erum tilbúnir að gera það sem þarf til að ná þeim,“ sagði Finnur. ooj@frettabladid.is Draumabyrjun í draumastarfi Finnur Freyr Stefánsson vann á fi mmtudagskvöldið sinn þrítugasta sigur sem þjálfari í úrvalsdeild karla en því náði hann í aðeins 31 leik eða á undan öllum öðrum þjálfurum í sögu deildarinnar. FYRSTIR Í 30 SIGRA Í ÚRVALSDEILD KARLA: 31 LEIKUR (30 SIGRAR OG 1 TAP) Finnur Freyr Stefánsson Desember 2014 35 LEIKIR (30 SIGRAR OG 5 TÖP) Valur Ingimundarson Mars 1988 36 LEIKIR (30 SIGRAR OG 6 TÖP) Gunnar Þorvarðarson Janúar 1985 Friðrik Ingi Rúnarsson Desember 1991 38 LEIKIR (30 SIGRAR OG 8 TÖP) Helgi Jónas Guðfinnsson Febrúar 2012 39 LEIKIR (30 SIGRAR OG 9 TÖP) Einar Árni Jóhannsson Febrúar 2006 40 LEIKIR (30 SIGRAR OG 10 TÖP) Sigurður Ingimundarson, Tim Dwyer, Friðrik Ragnarsson og Laszlo Nemeth. KÖRFUBOLTI Þetta er stór dagur fyrir íslenskan körfubolta því í dag kemur í ljós í Disneyland í París hvar og með hverjum íslenska körfuboltalandsliðið mun spila á sínu fyrsta stórmóti. Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, verður einn af þeim sem fylgist spenntur með klukkan 16.00 í dag þegar dregið verður í riðla á Evrópumótinu. „Ég held ég hafi náð að teikna upp riðil þar sem við lendum í riðli með Þýskalandi, Serbíu, Grikklandi, Spáni og einhverju einu öðru. Við getum lent í svakalegum riðli en þetta er eitthvað sem við stýrum ekki og við tökum bara því sem kemur upp úr pottunum,“ segir Finnur. Keppnin fer fram dagana 5.-20. september á næsta ári í fjórum löndum; Frakklandi, Króatíu, Lettlandi og Þýskalandi. Ísland er í sjötta styrkleikaflokki og getur því ekki lent í riðli með Hollandi, Rúss- landi eða Eistlandi sem eru í sama styrkleikaflokki þar sem aðeins eitt lið úr hverjum flokki fer í hvern riðil. Það eina sem er því ljóst fyrir fram, fyrir utan að leika ekki gegn þessum liðum, er að Ísland mun ekki leika í Lettlandi. „Við vitum bara að við förum þangað til að berjast til síðasta blóðdropa og gera okkar besta,“ segir Finnur. Hann fylgist með drættinum ásamt landsmönnun- um Loga Gunnarssyni, Helga Magnússyni og Pavel Ermolinskji. „Spánn er liðið sem mig langar að mæta,“ segir Finnur léttur en bætir svo við: „Það verður gaman að koma á EM. Við ætlum að láta til okkar taka og vera öskubuskuævintýrið á EM á næsta ári,“ segir Finnur. - óój Í hvaða ævintýri lendir íslenska körfuboltalandsliðið í dag? FYRIRLIÐINN Hlynur Bærings- son fylgist örugglega vel með frá Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson fékk á laugardaginn sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Ajax í einn mánuð en þetta var stutt gaman hjá framherjanum. Kolbeinn leikur ekki meira á árinu eftir að hafa meiðst illa á ökkla þegar hann varð fyrir ljótri tæklingu aðeins fjórum mínút- um eftir að hann kom Ajax í 1-0. Kolbeinn endaði einnig síðasta ár (2013) á slæmum ökklameiðslum sem hann varð fyrir í umspils- leiknum við Króata. „Þetta var mikil synd því hann var nýbúinn að skora flott mark og var búinn að leggja mikið á sig,“ sagði þjálfarinn Frank De Boer. „Ég varð fyrir svona meiðslum í síðasta landsleiknum mínum. Þetta eru ekki verstu meiðsli sem þú verður fyrir en ættu að halda honum frá í tvær til þrjár vikur,“ sagði De Boer. De Boer sagist þó ekki vera búinn að velja á milli Kolbeins og Arkadiusz Milik. „Þeir eru báðir í góðum gír en þessi meiðsli eru óheppileg fyrir Kolbein. Sem sem betur fer höfum við Milik,“ sagði De Boer. Milik kom inn á fyrir Kolbein, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 5-0 sigri. - óój Sami leiðinlegi endirinn og í fyrra VONT Kolbeinn Sigþórsson sést hér borinn af velli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sextán liða úrslit Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta fóru nær öll fram um helgina en þrettán lið hafa nú tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Síðustu þrjú liðin bætast í hópinn í kvöld (Valur- Snæfell og Stjarnan-ÍR í karlaflokki) og á föstudaginn (Valur-FSU/ Hrunamenn í kvennaflokki). Karlalið Fjölnis var á föstudaginn fyrsta liðið til að komast í átta liða úrslit, Keflavík bættist í hópinn með sigri á Þór Þorlákshöfn í Dominos-deildarslag á laugardagskvöldið og í gær tryggðu Tindastóll, Skallagrímur, Hamar og KR sér sæti í átta liða úrslitum. Skallagrímur sló Njarðvík óvænt út í Borgarnesi og Tindastóll vann Grindavík á Króknum. Keflavík og Njarðvík sátu hjá hjá konunum en Grindavík, Breiðablik, KR og Haukar komust öll áfram á laugardaginn og Snæfell tryggði sér sitt sæti í gær. Skallagrímur sló út Njarðvík 30-1 2013-14 21 SIGURLEIKIR - 1 TAP 2014-15 9 SIGURLEIKIR - O TÖP 96,8 PRÓSENTA SIGUR HLUTFALL Finnur Freyr hefur náð einstökum árangri með KR-liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið náði fullu húsi í sínum riðli í forkeppni HM 2015 en það var ljóst eftir sex marka sigur út í Makedóníu um helgina, 28-22. Íslensku stelpurnar unnu bæði Ítalíu og Makedóníu í tví- gang (með samtals 31 mörkum) og tryggðu sér með því sæti í umspili um sæti á HM í Dan- mörku 2015 en það kemur í ljós eftir EM hverjir mótherjarnir verða. EM í Króatíu og Ungverja- landi hófst í gær. Íslenska liðið lék án Karenar Knútsdóttur (34 mörk í fyrstu þremur leikjunum) en lentu samt ekki í miklum vandræðum í Skopje. Arna Sif Pálsdóttir var besti leikmaður liðsins, marka- hæst með sex mörk og mjög öflug í vörninni. Nýliðinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði eitt mark í sínum fyrsta landsleik. - óój Fullt hús hjá stelpunum BEST Arna Sif Pálsdóttir lék vel í sigr inum í Makedóníu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.