Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 8
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis matjurtagarð, hænu, geit, brunn, m enntun e ða aðrar n auðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima o g erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA • 1 0 2 9 8 5 HAFNARFJÖRÐUR Ferðamönnum í Hafnarfirði hefur fjölgað mikið. Nærri 67 þúsund erlendir ferða- menn höfðu viðkomu í Hafnar- firði sumarið 2014, 46 prósentum fleiri en sumarið 2011. Þetta sýnir könnun sem fyrir- tækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerði í sumar fyrir Hafnarfjarðarbæ. Um 15 prósent erlendra ferðamanna sem komu til Íslands sumarið 2014 höfðu einhverja viðdvöl í Hafnar- firði. -kbg Fleiri gestir í Hafnarfirði: Ferðamönnum fjölgaði hratt HÚSNÆÐISMÁL Örorkulífeyris- þegar geta ekki nýtt sér úrræði ríkisstjórnarinnar um að nota hluta tekna sinna skattfrjálst inn á höfuðstól fasteignaveðlána sinna. Það úrræði ríkisstjórnarinnar að veita landsmönnum heimild til að færa séreignasparnað sinn inn á höfuðstól fasteignalána nýt- ist aðeins þeim sem eru á vinnu- markaði. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, telur að ekki ríki jafnræði milli þeirra sem vilja greiða í séreignasparn- að, hvort sem þeir eru örorku- bótum eða ekki. Hann telur að lögin hafi ekki verið hugsuð nógu langt til þess að gæta jafnræðis á meðal allra aðila. „Að mínu mati á ekki að banna örorkulífeyrisþegum að greiða að hámarki 4 prósent tekna sinna í séreignasparnað vilji þeir það. Við erum heldur ekki að fara fram á mótframlag, heldur aðeins að við getum nýtt okkur þetta úrræði,“ segir Bergur Þorri. Aðgerðir núverandi ríkis- stjórnar til skuldaniðurfellingar verðtryggðra húsnæðisskulda eru tvíþættar. Annars vegar er niðurfærslan sjálf og einnig heimild til að nota séreignasparnað sinn inn á hús- næðislán. Heimilt er upp að vissu hámarki að ráðstafa greiddum viðbótarlífeyrissparnaði til að greiða inn á höfuðstól veðlána sem tekin voru vegna kaupa á íbúðar- húsnæði til eigin nota. Heimildin nær bæði til eigin framlags laun- þega og framlags launagreiðanda. Greiðslur í séreignasjóði eiga alfarið að fara í gegnum launa- greiðanda og ekki er hægt að greiða sjálfur í séreignasjóð og færa til frádráttar frá tekju- stofni. Tryggingastofnun greiðir út lífeyrisgreiðslur og samkvæmt lögum eru greiðslur Trygginga- stofnunar ekki laun. Því er ekki hægt að greiða í séreignasjóði af örorkugreiðslum. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun áttu 8.823 örorkulífeyrisþegar fasteign í desember árið 2013. Því er hér um nokkurn fjölda einstaklinga að ræða sem nær ekki að nýta sér þetta úrræði ríkisstjórnarinnar. sveinn@frettabladid.is Leiðréttingin bara að hluta til örorkuþega Örorkulífeyrisþegum finnst þeir hafa gleymst. Geta ekki nýtt sér úrræði um að nota hluta tekna sinna inn á lán skattfrjálst líkt og þeir sem eru á vinnumarkaði. FORMENN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu frum- varp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Að mínu mati á ekki að banna örorkulíf- eyrisþegum að greiða að hámarki 4 prósent tekna sinna í séreignasparnað, vilji þeir það. Við erum heldur ekki að fara fram á mótframlag, heldur aðeins að við getum nýtt okkur þetta úrræði. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar. FILIPPSEYJAR Fellibylurinn Hagupit gekk yfir austurhluta Filippseyja í gær með töluverðu tjóni. Almannavarnir í landinu höfðu gefið út viðvaranir fyrir helgi en þá mældist fellibylurinn í styrk- leikaflokki fimm sem jafnframt er mesti styrkur samkvæmt Saffir- Simpson skalanum. Er hann kom að landi hafði vindhraði minnkað niður í rúma 50 metra á sekúndu og taldist hann þá í þriðja flokki. Um 900 þúsund manns höfðu yfirgefið heimili sín í kjölfar við- varananna en aðeins er ár síðan fellibylurinn Hayian gekk yfir eyjarnar með gífurlegu mann- falli og eyðileggingu. Talið er að vindhraði muni halda áfram að minnka en mikil rigning veldur yfirvöldum hugarangri. Gert er ráð fyrir að sólarhrings úrkoma verði í kringum 400 millilítra og eru margir hræddir um að skriður muni falla í kjölfar vætunnar. Fjögur dauðsföll hið minnsta hafa verið rakin til Hagupit og fjöldinn allur hefst nú við í hjálp- arstöðvum. Erfiðlega gengur að koma hjálpargögnum til bág- staddra en samgöngur, bæði á landi og í lofti, liggja niðri. Her- menn vinna nú að því að hreinsa vegi og flugvelli til að hjálpar- starf geti hafist. Hagupit mun halda áfram för sinni vestur yfir eyjarnar og ganga yfir að tveimur dögum liðnum. Talið er að hann fari yfir höfuð borgina Maníla í dag og verði í nágrenni hennar fram á kvöld. - jóe Fellibylurinn Hagupit heldur áfram för sinni yfir Filippseyjar en tæp milljón hefur yfirgefið heimili sín: Yfirvöld búast við flóðum og skriðuföllum EYÐILEGGING Hagupit skyldi eftir sig slóð eyðileggingar en þessi maður missti til að mynda húsið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.