Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 36
FÓLK|HEIMILI
Hver jól hanna ég eitthvað nýtt, svo sem jólakort eða merkimiða. Í ár lang-
aði mig að gera eitthvað annað
og hannaði og myndskreytti
dagatal fyrir árið 2015,“ segir
Linda Ólafsdóttir, myndskreytir
og myndlistarmaður, um nýtt
dagatal sem hún sendi frá sér
nú fyrir jólin.
Linda starfar sem mynd-
skreytir og hefur myndskreytt
bæði barnabækur og námsbæk-
ur auk þess að hanna mynstur
en hennar helstu verkfæri eru
blýantur og pensill.
Dagatalið prýða skemmtileg-
ar fuglamyndir. Hver mánuður
er myndskreyttur með fugli og
einhverju sem tengist árstíð-
inni eða mánuðinum. Dagatalið
kemur með silfraðri klemmu
sem hægt er að hengja það upp
á. Það er prentað á pappír sem
er nógu þykkur til að síðurnar
geti staðið í hillu eða á borði
einar og sér.
„Til þess að auka notagildi
dagatalsins, er hægt að klippa
myndirnar burt frá dögunum
þegar mánuðirnir eru búnir og
nota þær fyrir kort eða setja í
ramma,“ segir Linda.
Nánar má forvitnast um verk
Lindu á www.lindaillustration.
blogspot.com.
FUGLAR FYRIR HVERN MÁNUÐ
HEIMILI Linda Ólafsdóttir hefur sent frá sér dagatal. Fuglar prýða hvern mánuð en Linda notast við blýant og pensil við vinnu sína.
ÁRIÐ ER 2015 Dagatalinu fylgir klemma til að hengja
það upp. Einnig getur hver mánuður staðið á hillu.
SKEMMTILEGT Blýantur og pensill eru helstu verkfæri Lindu
en hún hefur myndskreytt bæði barnabækur og námsbækur.
ÁRSTÍÐIR Fuglarnir og umhverfið tengjast þeim mánuði eða
árstíð sem um ræðir.
FJÖLBREYTT VERKEFNI „Í ár langaði mig að gera eitthvað
annað og hannaði og myndskreytti dagatal fyrir árið 2015.“
MYNDIR/LINDA ÓLAFSDÓTTIR
ht.is
Engin venjuleg upplifun
Við kynnum
Philips Ambilight
9000 sjónvörpin