Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 46
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26 BAKÞANKAR Berglindar Pétursdóttur 5, 7, 10(P) 5 5:30, 8, 10:20 8, 10:30 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK EMPIRENEW YORK POST TIME OUT LONDON VARIETY biAMS EMPIRE ROLLING STONE MOCKINGJAY– PART 1 KL. 6 – 9 – 10.30 DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 – 8 – 10.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 3D KL. 5.30 NIGHTCRAWLER KL. 8 – 10.30 ST. VINCENT KL. 8 MOCKINGJAY – PART 1 KL. 5 – 8 – 9 – 10.45 MOCKINGJAY – PART 1 LÚXUS KL. 5 – 8 – 10.45 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.15 – 5.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 3D KL. 3.15 – 5.30 MÖRGÆSIR ENSKT TAL 3D KL. 8 DUMB AND DUMBER TO KL. 3.30 – 6 – 8 – 10.30 GONE GIRL KL. 10.15 Save the Children á Íslandi TÓNLIST ★★★★ ★ Slash ásamt Myles Kennedy og The Conspirators Laugardalshöll 6. desember Marga Íslendinga sem hlustuðu á Guns N´Roses á níunda ára- tugnum og í byrjun þess tíunda dreymdi vafalítið um að sjá hana einhvern tímann á sviði hér á landi, eins og hún var skipuð á þeim tíma. Þeim varð aldrei að ósk sinni en fengu líklega það næstbesta í Höllinni á laugardags- kvöld. Guns N´Roses er reyndar enn starfandi með söngvarann Axl Rose einan eftir í kotinu en rokk- sveitin er ekki svipur hjá sjón. Gítarleikarinn Slash hefur aftur á móti ekki setið auðum höndum, heldur gefið út slatta af plötum, nú síðast með söngvaranum Myles Kennedy og The Conspirators. Á tónleikunum tóku Slash og félagar eigin lög, lög frá sólóferli Slash og svo gömul og góð Guns N´Roses-lög en af lögunum 22 sem hljómuðu voru átta úr smiðju GNR (og reyndar eitt frá Velvet Revolver). Aðdáendur Guns N´Roses voru ekki sviknir því flutningurinn á því efni var mjög góður. Flott- ur söngur Kennedy (sem minnti mjög á Rose) og magnaður gítar- leikur Slash skipti þar höfuð- máli. Lög á borð við Sweet Child O´Mine og lokalagið Paradise City kveiktu í salnum svo um munaði, en önnur lög fengu misgóð við- brögð. Sum voru þau prýðileg en önnur undir meðallagi. Undir langflestum þeirra hljómaði Guns N´Roses-legur gítarleikur Slash, formúla sem hann sér ekki ástæðu til að breyta mikið. Slash var duglegur við að stíga fremst á sviðið og taka gítarsóló í miðjum lögum á meðan Ken- nedy dró sig í hlé. Gítarleikarinn var í fínu formi og sýndi og sann- aði hvað eftir annað hvers hann er megnugur, þar á meðal í gítar- sólói sem virtist engan endi ætla að taka í Guns N´Roses laginu Rocket Queen. Gaman var að heyra strákana eftir uppklapp flytja Immigrant Song eftir Led Zeppelin, „sérstak- lega fyrir ykkur“ eins og þeir til- kynntu íslensku áhorfendunum, áður en talið var í hið ódauðlega Paradise City. Þetta voru síðustu tónleikar Slash og félaga á langri tón- leikaferð og þakkaði kempan íslensku áhorfendunum kær- lega fyrir sig á sama tíma og hann skutlaði gítarnöglum út í salinn skömmu áður en hann hvarf á braut, að sjálfsögðu með svarta hattinn sinn á höfðinu. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Skemmtilegir rokktónleikar þar sem gömlu, góðu Guns N´Roses-lögin stóðu upp úr. Snilldartaktar Slash í Laugardalshöll ROKKARAR Hjölli, Gulli Falk og Benni voru vígalegir ásjónum. HRESS Erna, Hrefna og Stebbi voru hress á Slash. Í SVÖRTUM FÖTUM Kristín Jóhannsdóttir, Beggi Morthens, Helga Einarsdóttir og Steinar létu sjá sig. SLASH Gamla góða efnið stóð upp úr. FRÉTTABLAÐ IÐ /AN D RI M ARIN Ó Kvikmynd er í bígerð um fyrsta stefnumót bandarísku forsetahjónanna, Barack og Michelle Obama. Entertain- ment Weekly staðfestir þetta en myndin, sem mun heita Southside With You, er fram- leidd af kvikmyndafyrirtæk- inu Homegrown Pictures. Leikkonan Tika Sumpter mun leika Michelle en nú er verið að leita að rétta leikaranum fyrir Barack. Myndin fjallar um daginn sem Michelle Robinson sam- þykkti að fara á stefnumót með hinum unga Obama, sem var í starfsþjálfun hjá Michelle á lögfræðistofunni Sidley Austin í Chicago. Richard Tanne skrifaði handrit myndarinnar en hann mun einnig leikstýra. Tökur eiga að hefjast næsta sumar í Chicago. - þij Gera mynd um fyrsta stefnu- mót Obama Aðventukrans sem lítur ekki eins vel út og þú hafðir ímyndað þér. Mandarínur stútfullar af steinum. Snæfinnur snjókarl í útvarpinu tvisvar á klukkutíma. Piparkök- ur í morgunmat. Að reyna að hengja upp seríur og muna hvað það er ómögu- legt að festa þær í gluggana. Jóla- partý á vinnustaðnum. Jólaþynnka í vinnunni. Jólatré í sturtunni, fótur- inn passar ekki í statífið. Jólakúl- urnar eru brotnar, englahárið er flækt. Hvað er í jólamatinn? Sama og síðast? Alltaf það sama? Einn fer í fýlu því hann langaði í hangikjöt en núna borða allir hamborgarhrygg. Laufa- brauðið er mölbrotið en það er í lagi, þitt munstur var ljótast. Of mikið malt í jólaölinu, jólatréð er með lús, krakkarnir eru tjúllað- ir og jólasveinninn gleym- ir að gefa þeim í skóinn. Þú gleymdir að kaupa gjöf handa ömmu, færð niður- gang í Kringlunni, týnir bílnum á bílastæðinu og það eru kekkir í sósunni. JÓLAUNDIRBÚNINGUR og ljósa- dýrð í desember er svo sannarlega kósí tilhugsun, það er löngu búið að sann- færa okkur um það. Í raun er þessi tími þó lítið annað en kvíðakast með jóla- sveinahúfu og við tökum öll þátt og reynum að hafa gaman af. Heill mán- uður af einhverju sem á að vera huggu- legt en þeir einu sem hafa það huggulegt eru kaupmenn sem fá sér sundsprett í aurum í peningageymum víðs vegar um landið. LÁTUM þó ekki deigan síga, höldum höfði, við erum Íslendingar og jólin eru besti tími ársins, fjandakornið. Gleym- um okkur nú rækilega í geðveikinni og forðumst að hugsa um það sem bíður okkar. Sviðið kreditkort, ofsaltað sam- viskubit og ljótar jólagjafir á þrettánda- báli. Seigt brak í blautum rakettuspýt- um undir snjónum á nýársdag. Nýtt upphaf, nýársmegrun og ekkert að hlakka til. NJÓTUM þess að vera sturluð. Gleði- legan desember þjóð mín, hann er allavega skárri en janúar. Gleðilegt kvíðakast!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.