Fréttablaðið - 08.12.2014, Side 46
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26
BAKÞANKAR
Berglindar
Pétursdóttur
5, 7, 10(P)
5
5:30, 8, 10:20
8, 10:30
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
EMPIRENEW YORK POST
TIME OUT LONDON VARIETY
biAMS
EMPIRE ROLLING STONE
MOCKINGJAY– PART 1 KL. 6 – 9 – 10.30
DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 – 8 – 10.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 3D KL. 5.30
NIGHTCRAWLER KL. 8 – 10.30
ST. VINCENT KL. 8
MOCKINGJAY – PART 1 KL. 5 – 8 – 9 – 10.45
MOCKINGJAY – PART 1 LÚXUS KL. 5 – 8 – 10.45
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.15 – 5.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 3D KL. 3.15 – 5.30
MÖRGÆSIR ENSKT TAL 3D KL. 8
DUMB AND DUMBER TO KL. 3.30 – 6 – 8 – 10.30
GONE GIRL KL. 10.15
Save the Children á Íslandi
TÓNLIST ★★★★ ★
Slash ásamt Myles Kennedy
og The Conspirators
Laugardalshöll 6. desember
Marga Íslendinga sem hlustuðu
á Guns N´Roses á níunda ára-
tugnum og í byrjun þess tíunda
dreymdi vafalítið um að sjá hana
einhvern tímann á sviði hér á
landi, eins og hún var skipuð á
þeim tíma. Þeim varð aldrei að
ósk sinni en fengu líklega það
næstbesta í Höllinni á laugardags-
kvöld.
Guns N´Roses er reyndar enn
starfandi með söngvarann Axl
Rose einan eftir í kotinu en rokk-
sveitin er ekki svipur hjá sjón.
Gítarleikarinn Slash hefur aftur
á móti ekki setið auðum höndum,
heldur gefið út slatta af plötum,
nú síðast með söngvaranum Myles
Kennedy og The Conspirators.
Á tónleikunum tóku Slash og
félagar eigin lög, lög frá sólóferli
Slash og svo gömul og góð Guns
N´Roses-lög en af lögunum 22
sem hljómuðu voru átta úr smiðju
GNR (og reyndar eitt frá Velvet
Revolver).
Aðdáendur Guns N´Roses voru
ekki sviknir því flutningurinn á
því efni var mjög góður. Flott-
ur söngur Kennedy (sem minnti
mjög á Rose) og magnaður gítar-
leikur Slash skipti þar höfuð-
máli. Lög á borð við Sweet Child
O´Mine og lokalagið Paradise City
kveiktu í salnum svo um munaði,
en önnur lög fengu misgóð við-
brögð. Sum voru þau prýðileg
en önnur undir meðallagi. Undir
langflestum þeirra hljómaði
Guns N´Roses-legur gítarleikur
Slash, formúla sem hann sér ekki
ástæðu til að breyta mikið.
Slash var duglegur við að stíga
fremst á sviðið og taka gítarsóló
í miðjum lögum á meðan Ken-
nedy dró sig í hlé. Gítarleikarinn
var í fínu formi og sýndi og sann-
aði hvað eftir annað hvers hann
er megnugur, þar á meðal í gítar-
sólói sem virtist engan endi ætla
að taka í Guns N´Roses laginu
Rocket Queen.
Gaman var að heyra strákana
eftir uppklapp flytja Immigrant
Song eftir Led Zeppelin, „sérstak-
lega fyrir ykkur“ eins og þeir til-
kynntu íslensku áhorfendunum,
áður en talið var í hið ódauðlega
Paradise City.
Þetta voru síðustu tónleikar
Slash og félaga á langri tón-
leikaferð og þakkaði kempan
íslensku áhorfendunum kær-
lega fyrir sig á sama tíma og
hann skutlaði gítarnöglum út
í salinn skömmu áður en hann
hvarf á braut, að sjálfsögðu með
svarta hattinn sinn á höfðinu.
Freyr Bjarnason
NIÐURSTAÐA: Skemmtilegir
rokktónleikar þar sem gömlu, góðu
Guns N´Roses-lögin stóðu upp úr.
Snilldartaktar Slash í Laugardalshöll
ROKKARAR Hjölli, Gulli Falk og Benni voru vígalegir ásjónum.
HRESS Erna, Hrefna og Stebbi voru hress á Slash.
Í SVÖRTUM FÖTUM Kristín Jóhannsdóttir, Beggi Morthens, Helga Einarsdóttir og Steinar létu sjá sig.
SLASH
Gamla góða
efnið stóð
upp úr.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/AN
D
RI M
ARIN
Ó
Kvikmynd er í bígerð um
fyrsta stefnumót bandarísku
forsetahjónanna, Barack og
Michelle Obama. Entertain-
ment Weekly staðfestir þetta
en myndin, sem mun heita
Southside With You, er fram-
leidd af kvikmyndafyrirtæk-
inu Homegrown Pictures.
Leikkonan Tika Sumpter mun
leika Michelle en nú er verið
að leita að rétta leikaranum
fyrir Barack.
Myndin fjallar um daginn
sem Michelle Robinson sam-
þykkti að fara á stefnumót með
hinum unga Obama, sem var
í starfsþjálfun hjá Michelle á
lögfræðistofunni Sidley Austin
í Chicago.
Richard Tanne skrifaði
handrit myndarinnar en hann
mun einnig leikstýra. Tökur
eiga að hefjast næsta sumar í
Chicago.
- þij
Gera mynd um
fyrsta stefnu-
mót Obama Aðventukrans sem lítur ekki eins vel út og þú hafðir ímyndað þér. Mandarínur
stútfullar af steinum. Snæfinnur snjókarl í
útvarpinu tvisvar á klukkutíma. Piparkök-
ur í morgunmat. Að reyna að hengja upp
seríur og muna hvað það er ómögu-
legt að festa þær í gluggana. Jóla-
partý á vinnustaðnum. Jólaþynnka í
vinnunni. Jólatré í sturtunni, fótur-
inn passar ekki í statífið. Jólakúl-
urnar eru brotnar, englahárið er
flækt. Hvað er í jólamatinn? Sama
og síðast? Alltaf það sama? Einn
fer í fýlu því hann langaði í
hangikjöt en núna borða allir
hamborgarhrygg. Laufa-
brauðið er mölbrotið en
það er í lagi, þitt munstur
var ljótast. Of mikið malt
í jólaölinu, jólatréð er með
lús, krakkarnir eru tjúllað-
ir og jólasveinninn gleym-
ir að gefa þeim í skóinn.
Þú gleymdir að kaupa gjöf
handa ömmu, færð niður-
gang í Kringlunni, týnir bílnum
á bílastæðinu og það eru kekkir
í sósunni.
JÓLAUNDIRBÚNINGUR og ljósa-
dýrð í desember er svo sannarlega kósí
tilhugsun, það er löngu búið að sann-
færa okkur um það. Í raun er þessi tími
þó lítið annað en kvíðakast með jóla-
sveinahúfu og við tökum öll þátt og
reynum að hafa gaman af. Heill mán-
uður af einhverju sem á að vera huggu-
legt en þeir einu sem hafa það huggulegt
eru kaupmenn sem fá sér sundsprett í
aurum í peningageymum víðs vegar um
landið.
LÁTUM þó ekki deigan síga, höldum
höfði, við erum Íslendingar og jólin eru
besti tími ársins, fjandakornið. Gleym-
um okkur nú rækilega í geðveikinni og
forðumst að hugsa um það sem bíður
okkar. Sviðið kreditkort, ofsaltað sam-
viskubit og ljótar jólagjafir á þrettánda-
báli. Seigt brak í blautum rakettuspýt-
um undir snjónum á nýársdag. Nýtt
upphaf, nýársmegrun og ekkert að
hlakka til.
NJÓTUM þess að vera sturluð. Gleði-
legan desember þjóð mín, hann er
allavega skárri en janúar.
Gleðilegt kvíðakast!