Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 16
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 16 Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Árið sem er að líða er mikið afmælisár. Við minnumst upphafs þriggja stríða. Frá ófriði Dana og Prússa árið 1864 eru liðin 150 ár. Heil öld er síðan heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914, og frá upp- hafi seinni heimsstyrjaldar- innar eru liðin 75 ár. Sjón- varpið sýnir nú danskan sjónvarpsþátt, sem fjallar um þessi afdrifaríku átök 1864. Þar er dregið fram hvernig fávísir, þröngsýnir og vit- grannir stjórnmálamenn kyntu undir blindum ofmetnaði, dönskum þjóðernisyfirburðum og megnri vanþóknun gagnvart útlendingum, ekki hvað síst nágrönnunum í suðri. Svo staurblindir voru þeir af þjóð- rembuofsa að frekar létu þeir slátra lunganum úr dönskum ungmennum á vígvellinum en viðurkenna dapur- legar staðreyndir. Málamiðlanir jafngiltu svikum. Kenjar og duttl- ungar réðu ferð. Þeir töpuðu því stórt. Afstaða annarra evrópskra stjórnmálamanna sunnar í álfunni hálfri öld síðar einkenndist af sama hugaræði ofmetnaðar og eigin þjóð- legra yfirburða. Við klárum þetta á hálfu ári sögðu vímuvilltir Þjóð- verjar 1914. Slátrunin, grimmdin og glæpaverkin voru eftir því. Hrika- legar afleiðingar fyrra heimsstríðs- ins mótuðu sögu álfunnar út öld- ina. Tuttugu og fimm árum seinna hófst enn einn hildarleikurinn upp- runninn úr ofstopafullri þjóðernis- hyggju, af áður óþekktum ofsa. Nú var ekki bara ráðist á fyrirlitlega útlendinga, heldur gengið á milli bols og höfuðs á samborgurum, sem ekki höfðu réttan þjóðlegan uppruna, jafnvel langt fram í ættir. Atburðarás, endalok og afleiðingar þessara þjóðamorða þekkjum við of vel. Mannlegar hörmungar eru framdar af vitskertum leiðtogum. Bölvun þjóðrembunnar Ein meginkveikjan að þess- um stríðum var sú sama, þótt blæbrigðin væru ólík. Öll áttu þau það sameig- inlegt að kvikna og nær- ast af þjóðernishyggju, en hún byggir á þeirri tilfinn- ingu að einhver ákveðinn hópur fólks sé útvalinn, sérstakur og æðri öðrum. Það er því örstutt skref á milli þess að ofmeta eigin þjóð og málstað hennar og að fyrir- líta aðrar þjóðir. Blindur þjóðremb- ingur og ranghugmyndir um völd, stöðu og getu, leiddu og leiða enn heilar þjóðir á villigötur, jafnvel í glötun. Engar samfélagskenning- ar eða „ismar“ eru eins varasamar til pólitísks brúks, því þjóðernis- hyggjan grundvallast á tilfinningu, ekki rökhyggju. Auðvelt er að vinna henni fylgi. Einstaklingum, hópum eða þjóðum finnst þau vera sterk- ari og öruggari, ef þeim er sagt að þau skari fram úr öðrum. Erf- itt getur því reynst að halda þjóð- hyggjunni í skefjum, því auðvelt er að spila á þessar tilfinningar. Á tímum umróts, breytinga á lífs- kjörum og óvissu er skírskotun til þjóðlegs ágætis og yfirburða vel þegin. Þess vegna komust og kom- ast þjóðrembumenn svo auðveld- lega til valda. Því betur voru og eru líka til í öllum löndum stjórnmála- menn sem ekki leika á pólitískt til- finningalíf fólks með þessum hætti. Aðdráttarafl þjóðernishyggjunnar og kjörþokki hennar er enn mikill. Einbeiting að eigin verðleikum gerir þjóðir þröngsýnar, sem einangrar og er ávísun á áhrifaleysi. Hugar- heimur tilbúinna yfirburða verkar illa á aðrar þjóðir. Íslenska útgáfan Allt frá dögum sjálfstæðisbarátt- unnar hefur þjóðernishyggja verið sterk hérlendis. Framan af var hún aflvaki þjóðvakningar og orku- gjafi. Á síðustu tímum hefur hún hins vegar þróast yfir í ágenga þjóðrembu sem byrgt hefur sýn. Í stað hófsemi kom oflæti. Úr hóg- værð varð hroki. Við lentum í gjörningaveðri þjóðernisskrums- ins. Hér voru kveiktir eldar þjóð- legra afburða og arfborins ágætis. Því miður lifir enn í þeim glæðum. Íslenskir stjórnmálamenn ólu og ala enn á sérstæði og yfirburðum þjóð- arinnar, þótt minnimáttarkenndin blasi við í áráttu okkar við að þykj- ast alls staðar vera „á heimsvísu“. Oflæti, hroki og ofmetnaður urðu þjóðarlestir sem alræmdir voru í út- löndum. Við urðum, eins og Danir 1864, blindir á getu okkar, veikleika og vanmátt. Enn þykjumst við full- færir einir, enda er pólitískur ein- stæðingsskapur okkar áberandi. Í þessu andrúmslofti oflætis og rugl- aðrar dómgreindar gerðu íslenskir útrásarvíkingar strandhögg, rændu fjárhirslur evrópskra banka, stofn- ana og sparnaði einstaklinga. Árás- ir á fjármálakerfi eru nútíma stríð. Hér fór þetta svipað og hjá Dönum 1864. Sjálfsmörkin urðu dýrkeypt- ust. Litlar þjóðir geta vissulega valdið miklum usla ef brotaviljinn er einbeittur eða sem síst er betra, ef hyggjuleysið er algjört. Þjóðernisöfgar, fávísi og stríð Undirrituð hefur um ára- bil verið starfandi barna- iðjuþjálfi hjá Æfingarstöð Styrktarfélagsins. Í iðju- þjálfun koma börn frá 2–18 ára. Flest eru á aldrinum 4–11 ára þegar þau koma í þjálfun. Stór hluti þessara barna á við vanda að etja með fín- og grófhreyfing- ar. Mörg þeirra eru með ofvirknigreiningar og/eða athyglisbrest. Fleiri strák- ar en stelpur koma í þjálfun sem segir ekki alla söguna, því marg- ar stelpur eiga við vanda að etja en þær gleymast stundum því minna ber á þeim en strákunum. Það að eiga í vanda með fín- og gróf- hreyfingar kemur oft fram í náms- erfiðleikum sem gjarnan leiðir til lítils sjálfstrausts sem dregur úr jákvæðri sjálfsmynd sem hefur síðan áhrif á hegðun. Það getur síðan leitt til þess að börn lenda í félagslegum erfiðleikum, þ.e.a.s. að þau eigi erfitt með að eignast vini og þrífast illa í hópnum. Iðjuþjálfar vinna því bæði með börn í einstak- lingstímum og í hópþjálfun og fer síðari hópurinn vaxandi. Í ljósi niðurstaðna úr PISA- könnuninni er afar ánægjulegt að börnum líði betur í skóla en áður en dapurt er að drengir geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla- nám. Hér þarf að bregðast við. Iðju- þjálfar leggja ýmis próf fyrir börn þegar þau byrja í þjálfun. Eitt þess- ara prófa metur skynjun barna. Sum þessara barna eru með skyn- úrvinnsluvanda sem getur þýtt að þau þola illa hávaða, snertingu, eru lofthrædd og fleira. Þessir þættir geta gert það að verkum að börnin eiga erfitt með að einbeita sér sem kemur niður á námsárangri. Þegar iðjuþjálfar hafa prófað börnin koma þeir með ráðleggingar til foreldra, leikskólafólks og kennara. Oftar en ekki þarf að draga úr áreitum í kringum barnið en auka þau á öðrum sviðum. Mörg af þeim börnum sem iðjuþjálfar vinna með þola illa mjög opin rými, þau vinna best þar sem minnst áreiti er, þ.e.a.s. lítill umgangur og rólegheit. Stundum hjálpar þeim að einbeita sér að hafa rólega tónlist í eyrunum eða hafa heyrnartól til að útiloka umhverfishljóð. Þá hjálpar mörgum börnum að hafa sjónrænt skipulag, þannig að þau hafi fyrir framan sig myndræna töflu um hvað eigi að fara að vinna hverju sinni. Það auðveldar þeim að hafa yfirlit yfir daginn og sjá hvað þau eiga að gera næst. Þá er gott að hafa ekkert á borðinu nema það sem þau þurfa að vinna með hverju sinni. Betra er að hafa verkefnin styttri en lengri. Börnin upplifa að þau geti lokið verkefninu sem hefur góð áhrif á sjálfstraustið og trú þeirra á eigin getu. Auðvelt að innleiða Alla þessa þætti er auðvelt að inn- leiða heima og í skólanum. Mæta börnunum þar sem þau eru og auka við þau hægt og rólega. Tökum sem dæmi barn sem á erfitt með að púsla. Gott er að finna skemmti- legt púsl sem er ekki of erfitt og kenna barninu púslið, með því að púsla það nokkrum sinnum, alveg þangað til barnið kann það. Það eykur sjálfstraust barnsins og gerir það að verkum að barnið sækir í að púsla annað púsl. Mörg börn eiga erfitt með að sitja lengi kyrr í skólastofu. Fínt er að taka regluleg hreyfihlé, þar sem barn- ið fær að standa upp og teygja sig eða gefa barninu hlutverk í tím- anum, ná í eitthvað, útbýta blöð- um og fleira. Síðan sest barnið aftur og vinnur í stutta lotu. Gott ráð er að hætta áður en barnið er orðið þreytt og pirrað. Þegar barn kemur í iðju þjálfun gerast ekki kraftaverk, iðju- þjálfar breyta ekki barni en þeir geta vakið áhuga barnsins á einu og öðru sem gerir það að verkum að barnið nær auknum tökum á ólíkum viðfangsefnum eins og að teikna, klippa, púsla. Til að auka enn frekar gæði þjálfunar er sam- vinna milli foreldra, barna, leik- skólafólks og kennara nauðsyn- leg. Foreldrar gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna, þeir eru oftar en ekki þeirra helstu fyrirmyndir. Foreldrar verða að sinna heima- vinnu barna sinna. Eiga gæða- stundir með börnum, lesa, lita með þeim, fara út að ganga, hjóla, fara í sund, fara á skíði og skauta … og sleppa símanum á meðan. Þá tel ég það vera mikinn feng fyrir leikskóla, skóla og bæjar- félög að ráða iðjuþjálfa til sín. Þá vinnur iðjuþjálfinn með börnin í sínu umhverfi og er í náinni sam- vinnu við foreldra, kennara og leikskólafólk. Höfum í huga að það þarf heilt þorp til að koma barni til manns. Stöndum saman að velferð barna þessa lands. Iðjuþjálfun barna Nýleg rannsókn sem birt er á vef Evrópska nýmálaset- ursins í Graz og gerð var á meðal evrópskra ungmenna staðfestir að þeir sem lagt hafa stund á nám í tveim- ur eða fleiri tungumálum og dvalið við nám og/eða störf utan heimalandsins eru mun frekar boðaðir í atvinnuviðtöl. Bent er á að athugul ígrundun framandi aðstæðna og umhverfis sé meginviðfangsefni þess sem að heiman dvelur og staðfest að sú færni í menn- ingarlæsi sem fæst við þessar aðstæður leggi lóð á vogarskálar samskipta- og félags- færni. Þessi þjálfun stuðlar því að farsælli tengslamyndun í hnatt- rænum samtíma. „Vits er þörf þeim er víða ratar,“ segir áletrun sem blasir við þeim sem um Háskóla- torg Háskóla Íslands fara og til að koma umræddu viti á framfæri þarf tján- ingarmiðil, ósjaldan annað tungumál en íslensku í til- felli Íslendinga. Því er nefnilega þannig háttað að utan 200 sjómílna land- helginnar dugar íslenskan skammt og þótt enska nýtist okkur í nágrannalöndunum taka önnur tungumál við þegar lengra er haldið. Stór- huga ungmenni sem horfa í alvöru til framtíðar ættu því ekki að láta blekkjast af ofuráherslu á einföldun umheimsins og klisjunni um að sæmileg ensku- kunnátta sé allt sem þarf. Án þekk- ingar á fleiri tungumálum en ensku, færni í menningarlæsi og hæfni í samskiptum verður starfsvett- vangurinn að öllum líkindum tak- markaður við litla Ísland. Hæfni og færni í ensku skiptir auðvitað máli í þessu sambandi, en víðast hvar á Vesturlöndum er enskukunnátta álitin jafn sjálfsögð og grunnskóla- próf. Það eru viðbótartungumálin sem skipta mestu máli. Eiginlegir heimsborgarar þurfa að geta látið ljós sitt skína fyrir tilstilli fleiri tungumála en enskunnar einnar – eða í formi þýðinga ef því er að skipta. Tungumálanám og -kennsla er grunnforsenda þess að athafna-, viðskipta-, vísinda-, menningar- og menntalíf blómstri – ekki bara hér á landi heldur um heim allan. Símenntun á sviði tungumála og menningarlæsis er forsenda frek- ari framfara og það er aldrei of seint að hefjast handa! Tungumál eru lyklar að heimum ➜ Alla þessa þætti er auðvelt að innleiða heima og í skólanum. Mæta börnunum þar sem þau eru og auka við þau hægt og rólega. ➜ Litlar þjóðir geta vissu- lega valdið miklum usla ef brotaviljinn er einbeittur … MENNTUN Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor og deildarforseti, Deild erlendra tungu- mála, bókmennta og málvísinda Háskóla Íslands HEILBRIGÐISMÁL Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir iðjuþjálfi ÞJÓÐERNIS- STEFNA Þröstur Ólafsson hagfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.