Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 50
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 30 25% AFSLÁTTUR AF SKÍÐA- OG BRETTA- PÖKKUM* MIKIÐ ÚRVAL AF GLERAUGUM OG HJÁLMUM CÉBÉ HURRICANE Skíðagleraugu. Herra- og dömustærðir. 10.990 INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. 14.990 CÉBÉ DUSK Skíðahjálmur. Litir: Svartur, hvítur. Fullorðinsstærðir. BARNA-SKÍÐAPAKKI TECNO PRO barnaskíði 14.990. TEC T 40 bindingar 11.990 TECNO T 40 skíðaskór 11.990. HERRA-SKÍÐAPAKKI TECNO PRO skíði og bindingar 84.990. SALOMON skíðaskór 32.990. DÖMU-SKÍÐAPAKKI TECNO PRO skíði og bindingar 54.990. SALOMON skíðaskór 32.990. 88.485 Fullt verð: 117.980 HERRA- SKÍÐAPAKKI 65.985 Fullt verð: 87.980 DÖMU- SKÍÐAPAKKI 29.228 Fullt verð: 38.970 BARNA- SKÍÐAPAKKI TILVALIN JÓLAGJÖF Ö ll ve rð e ru b ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r og /e ða m yn da br en gl . * 25 % a fs lá tt ur gi ld ir e f k ey pt e ru s kí ði /b re tt i, bi nd in ga r og s kó r. Ti lb oð in g ild a til 2 4. d es . 2 01 4. ÍÞRÓTTIR Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Reykjavík fyrstu sex daga júnímánaðar á næsta ári. Lukkutröll leikanna var afhjúpað í vikunni en Fréttablaðið ræddi við Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, af því tilefni. Hann segir að þetta sé einn stærsti íþróttaviðburður í sögu íslensku þjóðarinnar, sérstaklega hvað fjölda þeirra sem koma beint eða óbeint að leikunum varðar. „Við gerum ráð fyrir að fá alls 30 þúsund áhorfendur á viðburðina þessa sex daga sem mótið stend- ur yfir,“ segir Lárus en von er á 800 keppendum hingað til lands og 400 manna fylgdarliði þar að auki. Gert er ráð fyrir að íslenskir kepp- endur verði um 180 talsins. „Það er auðvitað gríðarlega mikill fjöldi fyrir ekki stærri þjóð enda teljum við að Smáþjóðaleik- arnir séu gríðarlega mikilvægur viðburður fyrir íslenskt íþrótta- líf,“ segir Lárus sem bar sérstakt lof á Reykjavíkurborg fyrir þær endurbætur á bæði húsnæði og tækjakosti sem gerðar hafa verið vegna leikanna. „Leikarnir leiða til þess að mannvirki verða lagfærð og tækja- búnaður endurnýjaður svo allt saman standist alþjóðlegar kröfur. Það eitt og sér skiptir miklu máli fyrir íþróttafólkið okkar.“ Meira mál fyrir okkur en Breta Þetta er í annað sinn sem Smá- þjóðaleikar eru haldnir hér á landi en það var árið 1997 í fyrra skiptið. Leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár síðan 1985 og þátttökuþjóðir voru þá átta – allt Evrópuþjóðir sem eiga sjálf- stæða Ólympíu nefnd og íbúafjölda undir einni milljón. Svartfjalla- land bættist svo í þennan hóp árið 2009 og Kýpverjar hafa haldið aðild sinni þó svo að íbúafjöldinn í landinu sé nú kominn yfir milljón. „Það má segja að þetta séu okkar Ólympíuleikar. Ef við lítum á þá út frá stærðargráðunni þá er það meira mál fyrir okkur að halda Smáþjóðaleika en Breta að halda Ólympíuleika,“ bendir Lárus á. „Við eigum von á að það verði mikið um að vera en við stefnum að því að virkja skóla landsins og jafnvel félagasamtök til að tryggja að stemningin verði góð, svo þetta verði leikar allrar þjóðarinnar.“ Góður stuðningur ríkisins Lárus segir að kostnaður við að halda mótið sé 5-600 milljónir króna, fyrir utan þær endur bætur sem hafa verið gerðar á húsnæði og tækjabúnaði. Hann segist ánægður með framlag ríkisstjórn- arinnar í fjármögnun mótsins. „Við fengum 25 milljónir á fjár- lögum fyrir árið 2015 og fáum 75 milljónir á næsta ári. Vonandi 25 milljónir á árinu þar á eftir. Það er ágætur stuðningur sem við erum ánægð með. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin verið jákvæð gagn- vart íþróttahreyfingunni þó svo að það sé auðvitað hart í ári eins og menn þekkja. En menn hafa sýnt töluverðan vilja til að koma til móts við okkur.“ Þurfa 1.200 sjálfboðaliða Þess má geta að ÍSÍ hefur óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar geri það á heimasíðu leikanna, iceland2015. is. Nú þegar hafa 400 manns skráð sig til þátttöku en Lárus segir að alls sé þörf fyrir 1.200 sjálfboða- liða. Alls eiga tíu sérsambönd ÍSÍ keppendur á leikunum en gert er ráð fyrir því að tíu þúsund gisti- nætur verði keyptar í Reykjavík vegna leikanna, 28 þúsund máltíðir framreiddar og alls 700 verðlauna- peningum útdeilt. eirikur@frettabladid.is Verða leikar þjóðarinnar Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, reiknar með því að Smáþjóðaleikarnir sem fara fram í Reykjavík í vor verði meðal stærstu íþróttaviðburða í sögu þjóðarinnar. „Smáþjóðaleikarnir eru okkar Ólympíuleikar,“ segir hann. RISASTÓRT VERKEFNI Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÓNEFNT LUKKUTRÖLL LEIKANNA Grunnskólabörn landsins taka þátt í nafna- samkeppni fyrir lukkutröllið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Man. City minnkaði for- skot Chelsea á toppi ensku deild- arinnar í þrjú stig um helgina. Yaya Touré tryggði Englands- meisturum City 1-0 sigur á Ever- ton og Newcastle varð fyrsta liðið til að vinna Chelsea á leiktíðinni. Chelsea var taplaust í 14 deildar- leikjum þegar kom að heimsókn- inni á St. James ś Park. West Ham komst upp í þriðja sætið með 3-1 sigri á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea. Gylfi átti stóran þátt í marki velska liðsins sem komst í 1-0. Man, United tekur á móti South- ampton í kvöld en bæði lið geta komist upp í þriðja sætið með sigri. Þar mætast hollensku stjórarnir Louis van Gaal og Ronald Koeman sem er ekki vel til vina. - óój Fyrsta tapið SÚRT Chelsea-menn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÚRSLITIN Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI: NEWCASTLE - CHELSEA 2-1 1-0 Papiss Cissé (57.), 2-0 Papiss Cissé (78.), 2-1 Didier Drogba (83.). HULL - WEST BROM 0-0 LIVERPOOL - SUNDERLAND 0-0 QPR - BURNLEY 2-0 STOKE - ARSENAL 3-2 1-0 Crouch (1.), 2-0 Bojan (35.), 3-0 Walters (45.), 3-1 Cazorla, víti (68.), 3-2 Aaron Ramsey (70.) TOTTENHAM - CRYSTAL PALACE 0-0 MANCHESTER CITY - EVERTON 1-0 1-0 Yaya Touré, víti (24.) WEST HAM - SWANSEA 3-1 0-1 Wilfried Bony (19.), 1-1 Andy Carroll (41.), 2-1 Andy Carroll (66.), 3-1 Diafra Sakho (87.). ASTON VILLA - LEICESTER 2-1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.