Fréttablaðið - 08.12.2014, Page 8
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt
bágstadda fjölskyldu um til dæmis matjurtagarð,
hænu, geit, brunn, m enntun e ða aðrar n auðsynjar.
Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima o g
erlendis.
GEFÐU GJÖF SEM GEFUR
www.gjofsemgefur.is
P
IP
A
R
\T
B
W
A
• S
ÍA
• 1
0
2
9
8
5
HAFNARFJÖRÐUR Ferðamönnum í
Hafnarfirði hefur fjölgað mikið.
Nærri 67 þúsund erlendir ferða-
menn höfðu viðkomu í Hafnar-
firði sumarið 2014, 46 prósentum
fleiri en sumarið 2011.
Þetta sýnir könnun sem fyrir-
tækið Rannsóknir og ráðgjöf
ferðaþjónustunnar gerði í sumar
fyrir Hafnarfjarðarbæ. Um 15
prósent erlendra ferðamanna sem
komu til Íslands sumarið 2014
höfðu einhverja viðdvöl í Hafnar-
firði. -kbg
Fleiri gestir í Hafnarfirði:
Ferðamönnum
fjölgaði hratt
HÚSNÆÐISMÁL Örorkulífeyris-
þegar geta ekki nýtt sér úrræði
ríkisstjórnarinnar um að nota
hluta tekna sinna skattfrjálst inn
á höfuðstól fasteignaveðlána sinna.
Það úrræði ríkisstjórnarinnar
að veita landsmönnum heimild
til að færa séreignasparnað sinn
inn á höfuðstól fasteignalána nýt-
ist aðeins þeim sem eru á vinnu-
markaði.
Bergur Þorri Benjamínsson,
varaformaður Sjálfsbjargar, telur
að ekki ríki jafnræði milli þeirra
sem vilja greiða í séreignasparn-
að, hvort sem þeir eru örorku-
bótum eða ekki. Hann telur að
lögin hafi ekki verið hugsuð nógu
langt til þess að gæta jafnræðis á
meðal allra aðila.
„Að mínu mati á ekki að banna
örorkulífeyrisþegum að greiða að
hámarki 4 prósent tekna sinna í
séreignasparnað vilji þeir það. Við
erum heldur ekki að fara fram á
mótframlag, heldur aðeins að við
getum nýtt okkur þetta úrræði,“
segir Bergur Þorri.
Aðgerðir núverandi ríkis-
stjórnar til skuldaniðurfellingar
verðtryggðra húsnæðisskulda eru
tvíþættar.
Annars vegar er niðurfærslan
sjálf og einnig heimild til að nota
séreignasparnað sinn inn á hús-
næðislán. Heimilt er upp að vissu
hámarki að ráðstafa greiddum
viðbótarlífeyrissparnaði til að
greiða inn á höfuðstól veðlána sem
tekin voru vegna kaupa á íbúðar-
húsnæði til eigin nota. Heimildin
nær bæði til eigin framlags laun-
þega og framlags launagreiðanda.
Greiðslur í séreignasjóði eiga
alfarið að fara í gegnum launa-
greiðanda og ekki er hægt að
greiða sjálfur í séreignasjóð og
færa til frádráttar frá tekju-
stofni. Tryggingastofnun greiðir
út lífeyrisgreiðslur og samkvæmt
lögum eru greiðslur Trygginga-
stofnunar ekki laun. Því er ekki
hægt að greiða í séreignasjóði af
örorkugreiðslum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun áttu 8.823
örorkulífeyrisþegar fasteign í
desember árið 2013. Því er hér
um nokkurn fjölda einstaklinga
að ræða sem nær ekki að nýta sér
þetta úrræði ríkisstjórnarinnar.
sveinn@frettabladid.is
Leiðréttingin
bara að hluta
til örorkuþega
Örorkulífeyrisþegum finnst þeir hafa gleymst. Geta
ekki nýtt sér úrræði um að nota hluta tekna sinna inn á
lán skattfrjálst líkt og þeir sem eru á vinnumarkaði.
FORMENN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu frum-
varp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Að
mínu mati á
ekki að
banna
örorkulíf-
eyrisþegum
að greiða að
hámarki 4
prósent tekna sinna í
séreignasparnað, vilji þeir
það. Við erum heldur ekki
að fara fram á mótframlag,
heldur aðeins að við getum
nýtt okkur þetta úrræði.
Bergur Þorri Benjamínsson,
varaformaður Sjálfsbjargar.
FILIPPSEYJAR Fellibylurinn Hagupit
gekk yfir austurhluta Filippseyja í
gær með töluverðu tjóni.
Almannavarnir í landinu höfðu
gefið út viðvaranir fyrir helgi en
þá mældist fellibylurinn í styrk-
leikaflokki fimm sem jafnframt er
mesti styrkur samkvæmt Saffir-
Simpson skalanum. Er hann kom
að landi hafði vindhraði minnkað
niður í rúma 50 metra á sekúndu
og taldist hann þá í þriðja flokki.
Um 900 þúsund manns höfðu
yfirgefið heimili sín í kjölfar við-
varananna en aðeins er ár síðan
fellibylurinn Hayian gekk yfir
eyjarnar með gífurlegu mann-
falli og eyðileggingu. Talið er að
vindhraði muni halda áfram að
minnka en mikil rigning veldur
yfirvöldum hugarangri. Gert er
ráð fyrir að sólarhrings úrkoma
verði í kringum 400 millilítra
og eru margir hræddir um að
skriður muni falla í kjölfar
vætunnar.
Fjögur dauðsföll hið minnsta
hafa verið rakin til Hagupit og
fjöldinn allur hefst nú við í hjálp-
arstöðvum. Erfiðlega gengur
að koma hjálpargögnum til bág-
staddra en samgöngur, bæði á
landi og í lofti, liggja niðri. Her-
menn vinna nú að því að hreinsa
vegi og flugvelli til að hjálpar-
starf geti hafist.
Hagupit mun halda áfram för
sinni vestur yfir eyjarnar og ganga
yfir að tveimur dögum liðnum. Talið
er að hann fari yfir höfuð borgina
Maníla í dag og verði í nágrenni
hennar fram á kvöld. - jóe
Fellibylurinn Hagupit heldur áfram för sinni yfir Filippseyjar en tæp milljón hefur yfirgefið heimili sín:
Yfirvöld búast við flóðum og skriðuföllum
EYÐILEGGING Hagupit skyldi eftir
sig slóð eyðileggingar en þessi maður
missti til að mynda húsið sitt.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP