Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.12.2014, Qupperneq 6
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Opið mánudag til föstudaga frá kl. 9:00 - 18:00 Lau. frá kl. 11:00 - 17:00 og sun. frá kl. 13:00 - 17:00 Vesturlandsvegur H öf ða b ak ki 500,- 1.500,- 1.900,- 300,-500,-1.500,-500,- Komið og gerið frábær jólainnkaup! 4.900,- Höfðabakki 9 Skoðaðu möguleikana og starfsmenn eigna- og atvinnuþróunar leiðbeina þér með ánægju. www.reykjavik.is/lodir Reykjavík býður tilbúnar lóðir á föstu verði í Úlfarsárdal sem er í uppbyggingu með vaxandi þjónustu, en þar mun á næstu árum rísa miðstöð skóla, menningar og íþrótta. Framtíð í Úlfarsárdal Lóðir á föstu verði NEYTENDUR Styrking krónunnar hefur ekki skilað sér í lægra verði dagvöru. Þetta segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR stéttar- félags, í grein sem birtist í næsta VR blaði. „Á tímabilinu lækkaði gengis- vísitalan um 11% (12,4% styrk- ing gengis). Matarverð eða verð á dagvöru hækkaði á sama tímabili um 1,8% og verð á innfluttri mat- og drykkjarvöru lækkaði um 0,6% samkvæmt mælingum Hagstof- unnar,“ segir Ólafía í greininni. Ólafía segist sjá fátt sem bendir til þess að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra matarverði. „Og það er í takt við það sem við neytendur sjáum í buddunni um hver mánaðamót,“ segir Ólafía. Hún spyr því þá sem halda því fram að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra verði á nauð- synjavörum hvar ávinningurinn sé. „Í umræðunni hefur því oft verið haldið fram að útgjöld til matvæla séu sambærileg hjá öllum heimilum, burtséð frá tekjum. Það er ekki allskostar rétt. VR hefur bent á að þeir sem eru á lægri launum verji hlutfalls- lega meira af sínum ráðstöfunar- tekjum í matarinnkaup en þeir sem hæstu launin hafa, eins og Útgjaldarannsókn Hagstofunnar sýnir,“ segir Ólafía í grein sinni. Hún segir að tekjuhæstu heim- ilin verji að meðaltali 10,7% ráð- stöfunartekna sinna í mat- og drykkjarvöru en þau tekjulægstu 17,6%. Hagnaður Haga, sem rekur matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, nam rúmum tveimur milljörðum króna á tímabilinu mars til ágúst síðastliðinn. Þetta má sjá í árshlutauppgjöri sem var kynnt síðla í október. Finnur Árna- son, forstjóri fyrirtækisins, sagði við það tilefni að það væri stöðug- leiki í verðlagi og tekjuvöxtur lítill. Hann sagði að styrking krón unnar kæmi glöggt fram í því uppgjöri enda væri framlegðin óbreytt. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslun- ar og þjónustu, segir í samtali við Fréttablaðið það vera alveg ljóst að gengi krónunnar hafi afgerandi áhrif á verðlagið. Hann bendir á tölur Hagstofunnar varðandi verð- lag máli sínu til stuðnings. Tólf mánaða verðbólga var eitt prósent í nóvember, en lækkunin skýrist að mestu af lækkun flugfargjalda og lægra olíuverði. jonhakon@frettabladid.is Segir innistæðu fyrir lægra matarverði Formaður VR segir að sterkara gengi krónunnar skili sér ekki í lægra vöruverði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir á að verðlag í landinu hafi lækkað á árinu. Framkvæmdastjóri Haga segir verðlag hafa verið stöðugt. VILL MEIRI LÆKKUN MATARVERÐS Ólafía B. Rafnsdóttir segir þróun matarverðs ekki hafa fylgt styrkingu krónunnar. GENGI KRÓNUNNAR OG ÞRÓUN MATARVERÐS 105 100 95 90 85 80 janúar 2012 - september 2014 ja n. 2 01 3 ja n. 2 01 4 fe b. 2 01 3 fe b. 2 01 4 m ar . 2 01 3 m ar . 2 01 4 ap r. 20 13 ap r. 20 14 m aí . 2 01 3 m aí . 2 01 4 jú n. 2 01 3 jú n. 2 01 4 jú l. 20 13 jú l. 20 14 ág ú. 2 01 3 ág ú. 2 01 4 se p. 2 01 3 se p. 2 01 4 ok t. 20 13 nó v. 20 13 de s 20 13 Innfluttar mat - og drykkjarvörur Mat - og drykkjarvörur EU Gengi Dagvara DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði á fimmtudag félagið Matthews Holding S.A., Pálma Haraldsson, oft kenndan við Fons, og Jóhann- es Kristinsson af kröfu þrotabús Fons um endurgreiðslu á arð- greiðslu upp á 4,2 milljarða króna frá árinu 2007. Þrotabúið krafðist endur- greiðslunnar á þeim grundvelli að annmarkar hefðu verið á framkvæmd úthlutunar arðsins, þar sem fjárhagsstaða félags- ins hefði ekki boðið upp á slíka greiðslu. Hæstiréttur taldi sýnt fram á að nægur hagnaður hefði verið af rekstri félagsins árið 2006 og ekki hefði verið leitt í ljós að svo miklum arði hefði verið úthlut- að úr félaginu að andstætt hefði verið góðum rekstrarvenjum með tilliti til fjárhagsstöðu samstæð- unnar. Þannig þurfa þeir Pálmi og Jóhannes ekki að endurgreiða þrotabúinu þessa fjárhæð. Fons var tekið til gjaldþrota- skipta í apríl árið 2009 en lýstar kröfur í þrotabúið námu samtals 39,8 milljörðum króna. - fbj Pálmi Haraldsson og fleiri voru sýknaðir af endurgreiðslukröfu þrotabús Fons: Sleppa við 4,2 milljarða greiðslu 4,2 MILLJARÐAR Hæstiréttur taldi að nægur hagnaður hefði verið í rekstri Fons til að greiða út 4,2 milljarða í arð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL NÁTTÚRA Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni á fimmtudag. Meðal erinda þeirra var að afla nákvæmra gagna um rúmmál hraunbreiðunnar. Þeir reikningar verða tilbúnir nú eftir helgi, en vikugömul mæling sýndi að rúmmál hraunsins er metið um einn rúmkílómetri. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn á Bárðar- bungu í gær til að koma á sam- bandi við gps-mælitækið í öskj- unni. Eitt helsta sérkenni gossins sem hófst þann 31. ágúst er mikið og óvenju stöðugt hraunflæði. Kvikan sem upp kemur er fremur frum- stætt basalt með efnafræðileg einkenni eldstöðvakerfis Bárðar- bungu. Hraunbreiðan er nú 76 fer- kílómetrar. Flæði hrauns í septem- ber var nærri 200 rúmmetrum á sekúndu en meðaltal fyrir nóvem- ber er talið vera undir 100 rúm- metrum á sekúndu. Nýja hraunið er það stærsta sem runnið hefur hér á landi frá Skaftáreldum (1783- 1784) og sennilega þriðja stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni á sama tímabili. Þótt dregið hafi úr gosinu þá er jarðskjálftavirkni og hraunflæði þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa á Íslandi í yfir hundrað ár. Ef þróunin verð- ur með sama hætti og verið hefur mun bæði sig Bárðarbungu og eld- gosið í Holuhrauni halda áfram í að minnsta kosti nokkra mán- uði, er mat vísindamannaráðs almannavarna. - shá Eldgosið í Holuhrauni mun halda áfram í nokkra mánuði hið minnsta er mat vísindamanna: Flugu á Bárðarbungu til að gera við mæli STÓRGOS Eldgosið mun halda áfram langt inn á nýtt ár, ef að líkum lætur. MYND/MARTIN RIISHUUS 1. Hver er nýráðinn Þjóðleikhússtjóri? 2. Hvaða leikmaður Stjörnunnar skoraði 17 mörk í leik gegn Val í Olís- deild karla? 3. Hvað kallast rafdúett Ólafs Arnalds og Janusar Rasmussen? SVÖR: 1. Ari Matthíasson. 2. Egill Magnússon. 3. Kiasmos. Save the Children á Íslandi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.