Fréttablaðið - 08.12.2014, Page 12

Fréttablaðið - 08.12.2014, Page 12
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! Jólagjöfin fæst í Ellingsen Hlýjar jólagjafir COLUMBIA POWDERLITE BARNA Margir litir. Stærðir XXS–XL 12.990 KR. DIDRIKSONS MELKER ÚLPA Blá, græn og svört. Stærðir S–3XL 29.990 KR. COLUMBIA GO TO HOODED JACKET Hvít, svört, fjólublá og bleik. Stærðir XS–XL 29.990 KR. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 4 1 5 9 ÓEIRÐIR Í GRIKKLANDI Óeirðir brutust út í sex borgum Grikklands um helgina. Sex ár voru frá því að unglingurinn Alexis Grigoropoulus var skotinn til bana af lög- reglumönnum en í kjölfarið logaði Grikkland. Minningarathafnir um Grigoropoulos leystust fljótt upp í áflog milli óeirðalögreglu og anarkista. Kveikt var í bílum, bönkum og dómkirkju Aþenu. Tæplega 300 manns voru handteknir í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP JAPANAR Í JÓLASVEINAHLAUPI Víðs vegar um heiminn eru haldin svokölluð jóla- sveinahlaup. Þar kemur fólk saman, klætt sem jólasveinar, og skokkar stuttar vega- lengdir saman. Siðurinn hefur skotið rótum í fjölda bandarískra borga og mörgum litlum bæjum í Evrópu. Tilgangurinn með hlaupinu er að safna fé fyrir bágstödd börn. Í höfuð- borg Japan komu um 400 manns saman og hlupu 2,5 kílómetra til styrktar góðu málefni. DANSAÐ Í RÍÓ Fjöldi fólks kom saman á aðallestarstöð Rio de Janeiro til að halda upp á dag sömbunnar, 2. desember. Hátíðarhöld tengd deginum fóru fram um helgina. Fáeinum lestum var breytt í tónleikastaði sem síðan fluttu gesti á enn fleiri tónleika. Samba er rótgróin í menningu brasilísku þjóðarinnar en fyrstu heimildir um dansinn eru frá 17. öld. HEFÐUM HALDIÐ VIÐ Sú hefð hefur skapast að Nóbelsverðlaunahafar hvers árs hittist í Stokkhólmi og riti nafn sitt á stóla. Stólarnir eru síðan geymdir á Nóbel- safninu þar í borg. Hér sést Shuji Nakamura merkja sinn stól en hann hlaut verðlaun í eðlisfræði ásamt Isamu Akasaki og Hiroshi Amano fyrir að búa til bláar ljósdíóður. MÓTMÆLI Á HAÍTÍ Fjöldi manns krafðist afsagnar Michel Martelly, forseta Haítí, og Laurent Lamothe forsætisráðherra. Mótmælin, sem fóru fram á laugardag, voru friðsamleg í fyrstu en áður en yfir lauk höfðu rúður verið brotnar og kveikt í því sem hendi var næst. Krafa mótmælenda er að boðað verði til kosninga og lýðræði aukist á kostnað spillingar. ÁSTAND HEIMSINS 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.