Fréttablaðið - 08.12.2014, Page 19
Góð slökun Nuddpúðann má nota á háls, bak, hendur og fætur. MyNd/Pjetur
upplýsinGar www.logy.is, logy@logy.is og í síma 588 2580 og 661 2580. Sent er frítt á höfuðborgarsvæðinu en
einnig er sent í póstkröfu. Púðann má einnig kaupa í Sýrusson hönnunarhúsi Síðumúla 33 fram til jóla.
Þeir sem prófa Miniwell Twist nuddpúðann verða dolfallnir enda eru bestu meðmælin sem við fáum
þau að fagmenn á borð við sjúkraþjálfara
og nuddara nota púðann í meðferðum
hjá sér,“ segir Margrét Sæberg nuddari,
sem rekur fyrirtækið Logy ásamt manni
sínum Guðmundi Hallbergssyni. Mar-
grét var við nám í iðjuþjálfun í Danmörku
þegar hún kynntist púðanum sem notaður
var við endurhæfingu. „Við ákváðum að
flytja þessa þýsku gæðavöru til Íslands en
strangar reglur eru hjá framleiðandanum
þýska, Casada, um að aðeins einn um-
boðsaðili sjái um sölu á púðanum í hverju
landi,“ lýsir Margrét en með því að selja
púðann til fagaðila og viðskiptavina milli-
liðalaust ná þau hjónin að bjóða hann á
frábæru verði. „Það er gaman að segja frá
því að við bjóðum púðann á besta verði
í heiminum. Fólk hefur jafnvel ætlað að
kaupa hann í Þýskalandi en uppgötvað að
það fær púðann enn ódýrari hjá okkur,“
segir hún glaðlega.
Margrét og Guðmundur hafa unnið
ötullega að því að kynna púðann á Íslandi
frá árinu 2008. „Við höfum tekið þátt í
fjölda sýninga, verið á bæjarhátíðum og
á ganginum í Kringlunni. Þá komum við
einnig í fyrirtæki sem óska eftir því,“ segir
Margrét. Margir hafa keypt púðann fyrir
kaffistofur starfsmanna. „En bestur er
hann heima í sófanum, já eða í jólapakk-
ann hvort sem er til ástvina eða duglegra
starfmanna.“
Margrét segir eiginleika nuddpúðans
fjölþætta og að hann nýtist við að nudda
ýmis svæði líkamans, allt frá hálsi og baki
til handa og fóta. „Nuddpúðinn hentar
öllum. Bæði einstaklingum með vefjagigt,
þeim sem þjást af mígreni og íþróttafólki.“
Margrét ítrekar að fyrirtæki geti pantað
kynningu á nuddpúðanum. Margrét mun
kynna púðann í World Class í Laugum 9.
og 10. desember frá klukkan 14 til 18, 11.
desember frá 14 til 16 og í World Class
Egilshöll 16. desember frá 15 til 18.
Miniwell TwisT
l Hiti
l Nuddar í báðar áttir
l Hægt að nota í bíl
l Slekkur á sér eftir 15 mínútur
l Nuddar háls, bak, fætur og hendur
l Ólar sem auðvelda færslu á púðanum
l Góð reynsla hjá fólki með gigt
l Mýkir upp auma vöðva eftir hlaup og æf-
ingar.
Miniwell TwisT
loGy kynnir Nuddpúðinn Miniwell Twist frá þýska gæðafyrirtækinu Casada
hentar öllum, allt frá gigtveikum til íþróttafólks. Sjúkraþjálfarar nota púðann
við endurhæfingu. Nuddpúðinn er á tilboði til jóla.
GoTT verð „Hag-
stæðasta verðið á
púðanum er hjá okkur
á Íslandi. Það er ekki
alltaf dýrast að versla á
klakanum góða,“ segir
Margrét og óskar lands-
mönnum gleðilegra og
afslappaðra jóla.
MyNd/Pjetur
jólaTilboð
Púðinn er á jólatil-
boði á 25 þúsund
krónur en venju-
legt verð er 32
þúsund.
laMb oG borð
Fyrirtækið bD, barcelona design,
hefur í mörg ár framleitt húsgögn eftir
hugmyndum salvador Dalí. nú hefur bD
framleitt borð í líki lambs. aðeins tuttugu
slík eru til og eitt svart.
www.weber.is
Tilvalið í jólapakka grillarans