Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 20
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 ÁSTRÍÐA „Í vor þegar ég átti að fara að hætta að vinna vegna aldurs þá ákvað ég að gera eitt- hvað róttækt í mál- unum, bætti við saumavélum og datt í hug að fara að búa til dúkkuföt. Síðan hef ég bara ekki stoppað.“ Sigurrós Ríkharðsdóttir átti sér lengi draum um að eiga almenni-legar saumagræjur. Hún fékk sér bróderingarvél fyrir nokkrum árum sem hana var búið að dreyma um í nokkur ár áður en hún lét verða af því að kaupa hana. „Þegar ég fékk bróderingarvél- ina fór ég að bródera ýmislegt, merkja handklæði, sængurver og annað. Í vor þegar ég átti að fara að hætta að vinna vegna aldurs þá ákvað ég að gera eitt- hvað róttækt í málunum, bætti við saumavélum og datt í hug að fara að búa til dúkkuföt. Síðan hef ég bara ekki stoppað,“ segir Sigurrós og hlær. Hún segist hafa fengið góð viðbrögð við fötunum, að fólk sé ánægt með þau og hún glöð með að geta dundað sér í saumaskapnum. „Mamma var mikil saumakona og ég hjálpaði henni stundum. Svo hef ég saumað föt á sjálfa mig í gegnum tíðina og saumaði nánast öll föt á börnin mín þegar þau voru lítil. Annars eru dúkkufötin aðallega til komin vegna barnabarnanna, ég á þrettán stykki. Ég er bara með sauma- starfið í einu herbergi hérna heima og svo kaupi ég afgangsefni til að nota í litlu fötin. Við þetta nota ég þrjár saumavélar, ég læt bróderingarvélina gera púða fyrir mig á meðan ég sauma dúkkufötin. Ég hef fyrir kostnaði með þessu en held að ég myndi ekki hafa það af ef ég hefði ekkert að gera.“ Sigurrós segist vera óskaplega mikil dellumanneskja. „Ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað og tek tímabil þar sem ég geri mikið af einhverju. Til dæmis vann ég með gler á tímabili, á öðrum tíma var ég alltaf að þæfa og svo hef ég prjónað mikið í gegnum tíðina.“ Hún vinnur enn í hlutastarfi á sauma- stofu þar sem hún gerir björgunarnet fyrir sjómenn. „Það á þó lítið skylt við dúkkufötin,“ segir Sigurrós og hlær. ■ liljabjork@365.is TÍSKUDÚKKUR SAUMASKAPUR Sigurrós Ríkharðsdóttir saumar dúkkuföt af miklum móð. Fötin eru vönduð og líta dúkkurnar út eins og flottustu fyrirsætur í þeim. BRÓDERAÐ Sigurrós býr til bród- eraða púða, meðal annars með myndum úr Disney-kvikmyndum. SIGURRÓS gerir lítil föt á dúkkur sem eru eins og föt á fólk. MYND/GVA Það tekur ekki langan tíma að út- búa þetta góðgæti. Gott að eiga í ís- skápnum ef mann langar í eitthvað gott á aðventunni eða til að bjóða gestum. Þetta konfekt er ákaflega gott og ekki síður hollt. Uppskriftin ætti að gefa 40 mola. 400 g dökkt súkkulaði, 70% 2 dl hnetur og möndlur að eigin vali 2 dl þurrkaðir ávextir, rúsínur, apríkósur og fleira Ristið hnetur og möndlur í ofni við 180°C í um það bil tíu mínútur. Þá verða þær stökkar og bragðgóðar. Skerið súkkulaðið niður og setjið í skál. Bræðið yfir vatnsbaði. Setjið hnetur, möndlur og ávexti út í súkkulaðið þegar það er bráðnað. Notið teskeiðar og búið til jafn- stóra toppa. Setjið á bökunarpappír. Látið standa í ísskáp þar til súkkulaðið er stífnað. Geymið í ísskáp. HEIMAGERT OG HOLLT SÆLGÆTI OFBOÐSLEGA GÓÐAR Þetta er nammi sem auðvelt er að gera. Ekki sakar að þetta er hollt nammi. Save the Children á Íslandi Fæst í apótekum og heilsubúðum Góð melting styrkir ónæmiskerfið Stjórnaðu bakteríu- flórunni með OptiBac P R E N T U N .IS fonix.is Hátúni 6a 105 Reykjavík S. 552 4420 Heimilistæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.