Fréttablaðið - 08.12.2014, Side 54

Fréttablaðið - 08.12.2014, Side 54
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 34 „Ég er mikil dýramanneskja og skil dýr mun betur en fólk,“ segir Anna Ingimarsdóttir ljósmynda- nemi sem myndar gæludýr í stað fólks. „Þetta byrjaði með fyrsta árs sýningunni í skólanum, þar tók ég portrettmyndir af köttum og skrif- aði karakterlýsingu við þá,“ segir Anna, sem hefur nú látið prenta myndirnar á púða og samstæðuspil. Hún útskrifast úr Ljósmynda- skólanum í janúar og ætlar að sér- hæfa sig í gæludýraljósmyndun eftir útskrift. „Ég vel alltaf erfiðu leiðina, þarf alltaf að finna upp hjólið. Þess vegna vel ég frekar að taka myndir af gæludýrum en fólki,“ segir hún. Á púðunum eru myndir af gæludýrum sem sátu fyrir í verkefninu og rataði mynd úr sýningunni á forsíðu skóla- blaðsins. „Það var mynd af henni Birtu, sem er sphynx-köttur, en hún drapst í mars. Eigandi hennar skrifaði bók um hana sem fjallaði um einelti og var Birta aðalpers- óna bókarinnar.“ Eftir útskrift vonast Anna til að geta myndað gæludýr eftir sér- pöntunum. „Það er draumurinn,“ segir hún. - asi Vill frekar mynda dýr en fólk Anna Ingimarsdóttir vill einbeita sér að dýramyndatökum eft ir útskrift . DÝRAVINUR Anna með púðana. Sphynx-kötturinn Birta er á púða í fangi Önnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. „Fyrir okkur voru Emmy-verð- launin og MTV Awards risastór. Við gátum með engu móti áttað okkur á hversu risastórir viðburðir Holly- wood Film Awards og American Music Awards voru,“ segir Magni Þorsteinsson. Hann og Hugrún Árnadóttir, eig- endur og hönnuðir tískulínunnar Kron by Kronkron, fengu annað tækifæri til þess að kynna vörur sínar fyrir þverskurðinum í kvik- mynda- og tónlistarbransanum. Í lok ágúst voru þau á MTV- og Emmy-verðlaunahátíðunum í Los Angeles. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Þegar við vorum komin út sáum við hvaða hringiðu við vorum dottin í. Þarna vorum við kynnt fyrir leikurum, leikstjórum, handritshöfundum, viðskiptafólki og þar sem þetta er mjög skipulagt gafst okkur tími til að spjalla í rólegheitum við hvern og einn. Í kjölfarið var okkur boðið að koma aftur og taka þátt í Holly- wood Film Awards og svo American Music Awards,“ segir Magni. Meðal þeirra sem þau hittu voru Hollywood-stjörnurnar Angelina Jolie, Johnny Depp, Reese Wither- spoon, Jared Leto og Julianne Moore. Einnig hljómsveitin One Direction, söngkonurnar Lorde, Ferg ie og Diana Ross, auk fyrirsæt- unnar Heidi Klum og Kardashian- systurinnar Kendall Jenner. „Kron by Kron kron féll vel í kramið hjá stjörnunum og eru ýmsir boltar komnir af stað í Hollywood. Mikið af áhrifafólki er farið að klæðast fötunum og skónum okkar. Þetta er fólk allt frá eig endum Guggen heim-safnsins, til stór- stjarna á borð við Angelu Bass ett og Sharon Stone, auk nokkurra á list- anum hér fyrir ofan,“ segir Magni. Vegna stífra reglna og samninga geta þau ekki gefið út hverjir muni klæðast fötunum. „Nú eru öll blöð vöktuð og bíðum við spennt eftir að geta sagt frá. Þetta er án efa stærsta tækifærið sem við höfum fengið á erlendum markaði. Svona tækifæri kemur í kjölfar gríðar- legrar vinnu og óbilandi trúar á okkur. Við vorum svo heppin að Hönnunar sjóður Auroru hefur líka óbilandi trú á okkur og var tilbúinn að styðja við bakið á okkur og erum við endalaust þakklát fyrir þeirra hjálp,“ bætir Magni við. Næst á dagskrá hjá þeim eru Golden Globe-verðlaunin í janúar. „Þau úti segja að þau séu enn þá risa-risastærri [en hinar hátíðirnar] þannig að við bíðum við bara spennt eftir því hvert þetta ævintýri tekur okkur.“ adda@frettabladid.is Leggja Hollywood undir sig með stíl Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. „Það héldu allir að það hefði blætt inn á hausinn á mér þegar ég sagðist vera að fara á uppi- standsnámskeið,“ segir Anna Þóra Gunnarsdóttir, 52 ára þriggja barna móðir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu. Hún skellti sér á uppistands- námskeið hjá Þorsteini Guð- mundssyni og sló í gegn á lokakvöldinu sem var á fimmtu- dagskvöld. „Flestar konur á mínum aldri fara á námskeið í postulínsmálun eða að gera búta- saumsteppi. Ég hef bara engan áhuga á því,“ segir Anna og hlær. Hún segir námskeiðið hafa verið alveg frábært og finnst mjög sorglegt að því sé lokið. Aðspurð hvort hún mæli með því að konur á hennar aldri fari á uppistandsnámskeið neitar hún því. „Nei, ég mæli ekkert sér- staklega með þessu fyrir eldri konur, ekki frekar en þegar mælt var með því að ég færi á nám- skeið að læra að hekla eldhús- gardínur. Ef þú sérð hins vegar spaugilegu hliðarnar á lífinu þá mæli ég með þessu. Við eigum ekki að vera svona niðurnjörv- aðar og staðlaðar. Maður má alveg fara í gylltar gallabuxur, fara upp á svið og segja brand- ara þótt maður sé 52 ára.“ - asi 52 ára móðir sló í gegn í uppistandinu Anna Þóra Gunnarsdóttir, þriggja barna móðir, sagði staðalímyndum stríði á hendur og tók þátt í námskeiði. HEFUR ENGAN ÁHUGA Á BÚTASAUMI Anna Þóra Björnsdóttir valdi uppi- standið fram yfir bútasaumsnámskeið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Á meðal þeirra sem þau hittu voru Hollywood-stjörn- urnar Angelina Jolie, Johnny Depp, Reese With erspoon, Jared Leto og Julianne Moore. Maður má alveg fara í gylltar gallabuxur, fara upp á svið og segja brand- ara þótt maður sé 52 ára. Grísk jógúrt með hlynsírópi og ferskum jarðarberjum, bláberjum og hindberjum mömmu-style. Annars elska ég að gera góðan brunch um helgar! Þuríður Kristín Þorleifsdóttir, plötusnúður og nemi í vöruhönnun. MORGUNMATURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.