Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 110
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 82 Beðið eftir jólunum Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 127 Konráð, Lísaloppa og Róbert eru rétt að ljúka við að skreyta jólatréð og húsið. „Þetta er nú aldeilis ofskreytt tré,“ sagði Róbert. „Ég hef nú vanalega látið mér nægja smá grenigrein. Maður finnur ekkert í öllu þessu skrauti, hvar er til dæmis leikfangabangsinn?“ Það er rétt hjá Róberti, hér er erfitt að finna margt.Svo virðist vera óboðinn gestur í jóla- trénu, mús. Getur þú fundið hana? Getur þú fundið leikfangabangsann? Eða brosandi stjörnu og fjögur snjó- korn? Og hvað heldur þú að séu margar rauðar jólakúlur á jólatrénu? Og hversu margar jólabjöllur eru í húsinu? Langa vitleysa er spil fyrir tvo. Eitt spil er dregið úr stokknum, það er tromp. Því er stungið aftur í bunkann sem skipt er jafnt í tvo bunka sem spilarar hafa fyrir framan sig, á hvolfi. Sá sem ekki gaf byrjar og leggur efsta spilið úr bunkanum sínum á mitt borð- ið, upp í loft. Hinn leggur sitt efsta spil ofan á það. Þannig gengur þetta þar til tromp kemur upp. Sá sem ekki átti trompið setur þá út fimm spil ef trompið var ás, fjögur ef það var kóngur, þrjú ef það var drottn- ing, tvö ef það var gosi og eitt ef það var lægra spil. Sá sem lagði út trompið tekur þá öll spilin í kastbunkanum og stingur þeim á grúfu undir eigin bunka. Sá vinnur sem nær öllum spil- unum til sín. Fyrst er það fullt nafn og aldur Eva Alice Devaney, sjö ára. Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“ Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykja- víkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“ Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“ Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“ Hvað er uppáhaldsjóla skrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“ Hver er uppáhaldsjólasveinn- inn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum aga- lega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“ Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smá- kökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“ Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, forn- leifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“ Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýj- asta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“ Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“ Set litla húsið hans Jesú út í gluggakistu Eva Alice Devaney, sjö ára, er búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku sinni. EVA ALICE Evu langar að verða mjög margt, myndlistarkona, kennari, forn- leifafræðingur, læknir og margt fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ný og spennandi saga um kurteisa bjarnarhúninn Paddington. Prýdd myndum úr nýrri bíómynd um þennan sívinsæla bangsa. Paddington er kominn á kreik Tilvalin fyrir jólasveinana !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.