Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 102

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 102
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 74 Hugar- heimur Humberts Humbert er jafn yfir- gengilegur og þessi texti er alveg jafn lifandi í dag og hann var árið 1955. FÆRT TIL BÓKAR ! Óvæntasti smellur jólabókaflóðs- ins er sennilega skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Ekki nóg með að hún sé tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta og hafi á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfs- fólki bókaverslana víða um land, heldur hafa kaupendur bóka nánast slegist um bókina og nú er svo komið að þriðja prentun er á hinum frægu þrotum hjá Forlaginu. Búið er að starta fjórðu prentun sem væntanleg er í verslanir eftir helgina og hafa Öræfi þá verið prentuð í 10.000 eintökum. Ekki slæmt það. Slegist um Öræfi n hans Ófeigs Upplestrarkvöld verður í Iðu Zimsen í kvöld frá klukkan 20 til 22. Þar kemur iða skálda saman og les fyrir okkur úr nýútkomnum bókum, bæði frum- sömdum og þýddum. Meðal höfunda sem lesa upp eru Oddný Eir og Ófeigur Sigurðsson. Iðandi skáld ÞÍN EIGIN ÞJÓÐSAGA VINSÆL Barnabókin Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson er vinsælasta barna- bók landsins og situr í fjórða sæti yfir vinsælustu bækur í öllum flokkum. Samtök þýðenda í Frakklandi völdu um síðustu helgi bókina Konuna við þúsund gráður eftir Hallgrím Helgason best þýddu bók ársins. Þetta er fyrsta verk þýðandans, Jean- Christophe Salaun, sem er 28 ára gamall Frakki. Best þýdda bókin Þetta er það fræg bók og rómuð að ég furða mig dálítið á því að enginn skuli hafa þýtt hana á íslensku fyrr,“ segir Árni Óskarsson þýðandi sem réðst í það stórvirki að eigin frumkvæði að þýða Lolitu eftir Vladimir Nabokov fyrir einu ári. Bókin kom fyrst út árið 1955 og hefur verið uppspretta heilmikilla umræðna allar götur síðan enda efnið afar eldfimt. „Maður hefði fyrirfram búist við því að þýðing þessarar bókar hefði forgang fram yfir margt annað,“ segir Árni. Og var ekkert hræðilega erfitt að þýða hana? „Þetta var fyrst og fremst óskap- lega gaman. Auðvitað mikil vinna, en gríðarlega skemmtilegt.“ Hefur Lolita verið í uppáhaldi hjá þér lengi? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Maður las þetta náttúru- lega fyrst mjög ungur og skildi kannski bókina ekki nógu vel þá. Uppgötvaði svo þegar maður fór að lesa hana síðar að ansi margt hafði farið fram hjá manni. Nabokov er höfundur sem lesandinn þarf dálítinn tíma til að átta sig á og læra að meta og eftir því sem ég las fleira eftir hann varð snilld hans ljós- ari.“ Dreginn á tálar Verðskuldar Lolita það fjaðrafok sem hefur verið í kringum hana í tæp sextíu ár? Er þetta hræðileg bók? „Vissulega fjallar hún um hræðilega hluti og þetta er mikill skálkur sem verið er að lýsa, en um leið er hún afskaplega fyndin og lesandinn er dálítið dreginn á tálar, lokk- aður inn í siðleysi. Sögumaðurinn meira að segja gerir dálítið grín að lesandanum, kallar hann bróður sinn og lýsir honum á einum stað mjög hlægilega, þannig að þótt efnið sé í sjálfu sér alvarlegt og þetta sé öðrum þræði tragískt verk þá er gríð- arlega mikill húmor í því líka.“ Margir lesendur hafa kvartað yfir því að persóna Humberts Humbert sé svo vel gerð að þeir hafi staðið sig að því að finna til samstöðu með manni sem hald- inn er barnagirnd. „Já, það er galdur text- ans. Það er svo fallegur texti sem kemur frá honum að hann vefur lesandanum um fingur sér, en lesandinn hrekkur þó öðru hvoru við og fer að spyrja sig hvar hann sé staddur. Alltaf annað slagið glitt- ir í fórnarlambið og raunir hennar. Hún heitir líka Dolores sem undirstrikar sárs- auka hennar og eftir því sem líður á bók- ina kynnist lesandinn betur kvöl hennar og illum örlögum.“ Það er kannski skiljanlegt að þetta efni hafi fælt fólk frá fyrir sextíu árum en er þetta sjokkerandi efni fyrir nútímales- anda? „Já, þetta er sjokkerandi og eldfimt efni. Ég held að áhrifamáttur þessarar bókar sé alveg jafn mikill í dag. Hugar- heimur Humberts Humbert er jafn yfir- gengilegur og þessi texti er alveg jafn lif- andi í dag og hann var árið 1955.“ Draumatexti Svo við snúum okkur aftur að þýðing- unni, þú talar um að í textanum sé ekki allt sem sýnist, var ekkert erfitt að koma því til skila í þýðingu? „Jú, það er náttúrulega alltaf erfitt að koma öllu til skila, þarna er til dæmis mikið um orðaleiki sem eru illþýðanlegir og mikið af tilvísunum innan textans og vísunum í önnur bókmenntaverk. En það er ákaflega gaman að glíma við svona vel stílaðan texta og reyna að skila honum óbrengluðum.“ Árni hefur starfað sem þýðandi síðan 1996 og þýtt mörg öndvegisrit. Er Lolita mesta ögrun sem hann hefur tekist á við? „Já. Allt hitt var eiginlega bara undir- búningur fyrir þetta verkefni. Þetta er draumatexti fyrir þýðanda að spreyta sig á. Ég er mjög ánægður með hvað þessi þýðing hefur fengið góðar viðtökur. Það er greinilegt að hún fellur í góðan jarð- veg og þá er tilganginum náð.“ Þarna í anddyrinu sat hún, innilukt í þykkbólstruðum blóð- rauðum hægindastól, niðursokkin í æsilegt kvikmyndablað. Einhver náungi á mínum aldri í tvídjakkafötum (hótelið hafði um nóttina fengið á sig tilgerðarlegt yfirbragð óðals- seturs) góndi á Lolitu mína með útkulnaðan vindil og þvælt dagblað fyrir framan sig. Hún var í hinum einkennandi hvítu sokkum sínum og tvílitu reimuðu skóm og skærlita bómullarkjólnum með ferkantaða hálsmálinu; flekkur af daufu lampaskini laðaði fram gylltan hýjunginn á heitum brúnum útlimum hennar. Þarna sat hún, með fótleggina kæruleysislega krosslagða hátt uppi, renndi fölleitum augum yfir línurnar og deplaði þeim öðru hverju. Eigin- kona Bills hafði tilbeðið hann úr fjarlægð löngu áður en þau kynntust– raunar hafði hún verið launhrifin af þessum fræga unga leikara þegar hann fékk sér rjómaís á kaffistofu Schwabs. Ekkert hefði getað verið barnalegra en stutt og uppbrett nef hennar, freknótt andlitið eða purpurarauði bletturinn á berum hálsinum þar sem ævintýravampíra hafði gert sér glaðan dag, eða ósjálfráð hreyfing tungunnar þegar hún kannaði vott af rósrauðu útbroti kringum þykkar varirnar; ekkert gat verið skaðlausara en að lesa um Jill, atorkumikið smástirni sem bjó til sín eigin föt og nam alvöru bókmenntir; ekkert gat verið saklausara en skiptingin í þessu gljábrúna hári með þessum silkiglampa á gagnauganu; ekkert gat verið einfeldningslegra … En því- líkri sárgrætilegri öfund hefði þessi lostafulli náungi, hver sem hann var– vel á minnst, hann minnti svolítið á sviss- neska frænda minn Gustave, einnig mikinn aðdáanda le découvert– fundið fyrir ef hann hefði vitað að hver taug í mér var ennþá smurð og ómaði af snertingunni við líkama hennar– líkama ódauðlegs púka í dulargervi meybarns. ➜ Textabrot úr Lolitu Lolita enn jafn áhrifamikil Lolita eftir Vladimir Nabokov, ein umdeildasta bók allra tíma, er komin út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Efnið er eldfimt, söguhetjan Humbert Humbert er gagntekinn af barnungri stúlku, er sem sagt barnaníðingur sem segir söguna út frá eigin viðmiðunum. Árni segir söguna jafnsjokkerandi í dag og fyrir sextíu árum og textann lokka lesandann inn í siðleysi. ÁRNI ÓSKARS- SON „Þetta er draumatexti fyrir þýðanda að spreyta sig á.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.