Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 26
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 26
Umræða um fjárhags-
stöðu Ríkisútvarpsins
(RÚV) fer hátt þessa dag-
ana. Þannig mætti ætla,
miðað við endurteknar
yfirlýsingar stjórnar og
stjórnenda stofnunar-
innar, að nýsamþykkt
fjárlög marki vatnaskil
í starfsemi RÚV. Nýver-
ið birti síðan vef- og ný-
miðla stjóri RÚV saman-
tektina „11 staðreyndir
um RÚV“ sem ætlað er að
renna stoðum undir þá afstöðu.
Útvarpsgjald
Í stuttu máli gefur samantektin
til kynna að RÚV sé hlunnfarið í
fjárlögum næsta árs, að ekki sé
svigrúm til frekari hagræðing-
ar, að tekjustoðir félagsins séu
rýrar samanborið við ríkisfjöl-
miðla í nágrannaríkjum Íslands,
að lækkun útvarpsgjalds muni
skaða rekstur RÚV og sé á
skjön við vilja almennings, og
að núverandi stjórnendur ættu
ekki að leysa úr meintum skulda-
vanda óstuddir þar sem hann
megi rekja til fortíðarákvarðana.
Þegar raunverulegar staðreynd-
ir málsins eru skoðaðar blasir
þó við að slíkar ályktanir væru á
röngum rökum reistar:
■ Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV
hækka um 3,5% milli fjárlaga
áranna 2014 og 2015. Til saman-
burðar hækka greiðslur úr ríkis-
sjóði til Landspítalans um 4,5%
– sem ætla mætti að væri mun
framar á forgangslista almenn-
ings.
■ Launakostnaður á hvert stöðu-
gildi hjá RÚV hækkaði um 13,3%
á milli rekstraráranna
2013 og 2014. Til saman-
burðar var samið um
2,8% launahækkun á
almennum vinnumark-
aði í síðustu kjarasamn-
ingum.
■ Heildarrekstrarkostn-
aður á hvert stöðugildi
hjá RÚV hefur hækkað
um 15% að raunvirði á
síðustu þremur árum.
Þessi hækkun hefur
meira en vegið upp
meinta hagræðingu vegna fækk-
unar stöðugilda á sama tímabili.
■ Útvarpsgjald á hvert heimili
á Íslandi er sambærilegt við það
sem gerist í nágrannaríkjunum.
Þannig er það hærra hérlendis
en í Bretlandi, sambærilegt við
Svíþjóð og litlu lægra en í Dan-
mörku og Noregi. Hins vegar
er Ísland eina landið í þessum
hópi þar sem útvarpsgjald er
innheimt óháð því hvort heimili
eigi viðtæki sem geta móttekið
útsendingar.
■ Enginn af ríkisfjölmiðlum
ofangreindra landa starfar á
auglýsingamarkaði í samkeppni
við einkaaðila. Árið 2014 hafði
RÚV um þriðjung tekna sinna af
auglýsingum, alls rúmlega 1,8
milljarða króna.
■ Fyrirhuguð lækkun útvarps-
gjalds kemur ekki niður á fram-
lögum ríkissjóðs til RÚV, enda
er gert ráð fyrir að samhliða
lækkuninni renni gjaldið að fullu
til stofnunarinnar, ólíkt því sem
verið hefur allra síðustu ár.
■ Lækkun útvarpsgjalds er
skattalækkun sem hefur sömu
áhrif og hækkun persónu-
afsláttar. Ef almenningur væri
spurður hvort hann kjósi hærra
útvarpsgjald eða auknar ráð-
stöfunartekjur verður að teljast
líklegra að seinni kosturinn yrði
fyrir valinu.
■ Á móti skuldum RÚV er meðal
annars stórt húsnæði og lóð.
Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem
gerir 60 m2 á hvert stöðugildi.
Til samanburðar starfa 365 miðl-
ar í 5.300 m2 húsnæði en eru með
fleiri starfsmenn en RÚV. Með
sölu á hluta af lóðum og hús-
næði er hægt að greiða megnið
af skuldum félagsins án frekari
ríkisaðstoðar.
Aðalatriðið í umræðunni um
RÚV er að skattfé sem lagt er til
rekstursins er að aukast á milli
ára. Þrátt fyrir það virðist sem
rekstraraðilum félagsins sé um
megn að reka það innan þeirra
fjárheimilda sem til staðar eru.
Stjórn og stjórnendur RÚV ættu
að líta í eigin barm og einbeita
sér að því að gera rekstur fjöl-
miðilsins sjálfbæran í stað þess
að eyða orku sinni í að reyna að
hafa áhrif á úthlutun opinberra
fjármuna. Treysti þau sér ekki
til þess ætti að eftirláta öðrum
verkið.
Afruglaðar staðreyndir um RÚV
Hátt í fimmtungur elds-
voða á heimilum sem til-
kynntir eru til VÍS verður
í desember. Flestir þeirra
yfir hátíðisdagana sjálfa
þegar annir á heimilinu
eru mestar. Oftast kvikn-
ar í út frá eldamennsku
eða kertum og sýnir könn-
un Eldvarnabandalagsins
að eldvarnarteppi er notað
í 33% tilfella til að slökkva
litla elda á heimilum.
Mikilvægt er að huga
að öryggi, staðsetningu og undir-
stöðu kerta og útbúa skreytingar
þannig að sem minnst hætta sé á
að kvikni í þeim þó að gleymist að
slökkva. Alltof algengt er að sjá
kubbakertum raðað þétt saman
sem eykur eldhættu til muna. Bil
á milli kerta á ekki að vera minna
en 10 sm. Gæta þarf þess að kerti
séu ekki í trekk og ekkert eldfimt
sé nærri þeim. Kerti sem búið er
að setja eitthvað utan um, svo sem
skraut, servéttur, pappír eða húð
eins og gyllingu, geta verið sér-
staklega varhugaverð.
Þegar kviknar í á eldavél stafar
það oftast af því að eldamennskan
gleymist. Eitthvað er skilið eftir
á eldavélinni eða þá að olían hitn-
ar of mikið og kviknar í henni.
Öruggast er að yfirgefa ekki eld-
húsið meðan verið er að elda,
geyma aldrei neitt ofan á hellun-
um og nota öryggislæsingar þegar
eldavélin er ekki í notkun.
Seríur eru á flestum heimilum
yfir hátíðina, bæði úti og inni.
Varasamt er að nota lélegar serí-
ur. Ef slokknar á perum í seríum
eykst straumur til annarra og þær
geta hitnað. Ef hægt er að skipta
um perur þarf að gera það strax
og gæta þess að nýju per-
urnar séu af réttum styrk-
leika. Gott er að slökkva á
seríum utandyra ef óveð-
ur er í kortum. Það eykur
líftíma þeirra og kemur
í veg fyrir að þær slái út
rafmagni hússins ef þær
bila í veðrinu.
Grunnstoðir í lagi
Þegar stinga þarf mörgu í sam-
band í einu freistast margir til að
hlaða of miklu í fjöltengi. Hvorki
er ráðlegt að tengja þau saman
né fylla þau af mjög orkufrekum
tækjum. Kviknað hefur í af þeim
sökum.
Nauðsynlegt er að vera viðbúin
því að eldur geti kviknað á heim-
ilinu með því að hafa grunnstoð-
irnar þrjár í eldvarnabúnaði til
staðar og í lagi:
■ Einn reykskynjari á hverri hæð
og í herbergjum þar sem raftæki
eru. Skipta þarf einu sinni á ári
um rafhlöðu í reykskynjurum
sem hafa 9 vatta rafhlöðu. Einnig
þarf að gæta að því að líftími reyk-
skynjarans sjálfs er 10 ár. Þá þarf
að skipta honum út.
■ Eldvarnarteppi á sýnilegum og
aðgengilegum stað í eldhúsi en þó
ekki of nærri eldavél.
■ Yfirfarið slökkvitæki á aðgengi-
legum stað við útgöngu.
Njótum aðventunnar og jóla-
hátíðarinnar. Höfum öryggið að
leiðarljósi og kynnum okkur eld-
varnir heimilisins nánar á vis.is
eða í Handbók heimilisins um eld-
varnir frá Eldvarnarbandalaginu.
Brunar í desember
➜ Njótum aðvent-
unnar og jólahátíðar-
innar.
RÚV
Frosti Ólafsson
framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs
Íslands
➜ Aðalatriðið í umræðunni
um RÚV er að skattfé sem
lagt er til rekstursins er að
aukast á milli ára. Þrátt fyrir
það virðist sem rekstrar-
aðilum félagsins sé um
megn að reka það innan
þeirra fjárheimilda sem til
staðar eru.
ELDVARNIR
Sigrún A.
Þorsteinsdóttir
sérfræðingur í for-
vörnum hjá VÍS
m
ar
kh
ön
nu
n e
hf
KR
Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum
Gildistími 20 - 21. des. 2014
www.netto.is
Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Höfn · Grindavík
Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Akureyri
DREPFYNDIÐ FRÆÐIRIT UM LYSTISEMDIR BJÓRSINS. VALINKUNNIR BJÓRSÉRFRÆÐINGAR
SKEMMTA LESANDANUM OG VEKJA UPP FRÓÐLEIKSÞORSTANN.