Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 26

Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 26
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 26 Umræða um fjárhags- stöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dag- ana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunar- innar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýver- ið birti síðan vef- og ný- miðla stjóri RÚV saman- tektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu. Útvarpsgjald Í stuttu máli gefur samantektin til kynna að RÚV sé hlunnfarið í fjárlögum næsta árs, að ekki sé svigrúm til frekari hagræðing- ar, að tekjustoðir félagsins séu rýrar samanborið við ríkisfjöl- miðla í nágrannaríkjum Íslands, að lækkun útvarpsgjalds muni skaða rekstur RÚV og sé á skjön við vilja almennings, og að núverandi stjórnendur ættu ekki að leysa úr meintum skulda- vanda óstuddir þar sem hann megi rekja til fortíðarákvarðana. Þegar raunverulegar staðreynd- ir málsins eru skoðaðar blasir þó við að slíkar ályktanir væru á röngum rökum reistar: ■ Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV hækka um 3,5% milli fjárlaga áranna 2014 og 2015. Til saman- burðar hækka greiðslur úr ríkis- sjóði til Landspítalans um 4,5% – sem ætla mætti að væri mun framar á forgangslista almenn- ings. ■ Launakostnaður á hvert stöðu- gildi hjá RÚV hækkaði um 13,3% á milli rekstraráranna 2013 og 2014. Til saman- burðar var samið um 2,8% launahækkun á almennum vinnumark- aði í síðustu kjarasamn- ingum. ■ Heildarrekstrarkostn- aður á hvert stöðugildi hjá RÚV hefur hækkað um 15% að raunvirði á síðustu þremur árum. Þessi hækkun hefur meira en vegið upp meinta hagræðingu vegna fækk- unar stöðugilda á sama tímabili. ■ Útvarpsgjald á hvert heimili á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þannig er það hærra hérlendis en í Bretlandi, sambærilegt við Svíþjóð og litlu lægra en í Dan- mörku og Noregi. Hins vegar er Ísland eina landið í þessum hópi þar sem útvarpsgjald er innheimt óháð því hvort heimili eigi viðtæki sem geta móttekið útsendingar. ■ Enginn af ríkisfjölmiðlum ofangreindra landa starfar á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkaaðila. Árið 2014 hafði RÚV um þriðjung tekna sinna af auglýsingum, alls rúmlega 1,8 milljarða króna. ■ Fyrirhuguð lækkun útvarps- gjalds kemur ekki niður á fram- lögum ríkissjóðs til RÚV, enda er gert ráð fyrir að samhliða lækkuninni renni gjaldið að fullu til stofnunarinnar, ólíkt því sem verið hefur allra síðustu ár. ■ Lækkun útvarpsgjalds er skattalækkun sem hefur sömu áhrif og hækkun persónu- afsláttar. Ef almenningur væri spurður hvort hann kjósi hærra útvarpsgjald eða auknar ráð- stöfunartekjur verður að teljast líklegra að seinni kosturinn yrði fyrir valinu. ■ Á móti skuldum RÚV er meðal annars stórt húsnæði og lóð. Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem gerir 60 m2 á hvert stöðugildi. Til samanburðar starfa 365 miðl- ar í 5.300 m2 húsnæði en eru með fleiri starfsmenn en RÚV. Með sölu á hluta af lóðum og hús- næði er hægt að greiða megnið af skuldum félagsins án frekari ríkisaðstoðar. Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstraraðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. Stjórn og stjórnendur RÚV ættu að líta í eigin barm og einbeita sér að því að gera rekstur fjöl- miðilsins sjálfbæran í stað þess að eyða orku sinni í að reyna að hafa áhrif á úthlutun opinberra fjármuna. Treysti þau sér ekki til þess ætti að eftirláta öðrum verkið. Afruglaðar staðreyndir um RÚV Hátt í fimmtungur elds- voða á heimilum sem til- kynntir eru til VÍS verður í desember. Flestir þeirra yfir hátíðisdagana sjálfa þegar annir á heimilinu eru mestar. Oftast kvikn- ar í út frá eldamennsku eða kertum og sýnir könn- un Eldvarnabandalagsins að eldvarnarteppi er notað í 33% tilfella til að slökkva litla elda á heimilum. Mikilvægt er að huga að öryggi, staðsetningu og undir- stöðu kerta og útbúa skreytingar þannig að sem minnst hætta sé á að kvikni í þeim þó að gleymist að slökkva. Alltof algengt er að sjá kubbakertum raðað þétt saman sem eykur eldhættu til muna. Bil á milli kerta á ekki að vera minna en 10 sm. Gæta þarf þess að kerti séu ekki í trekk og ekkert eldfimt sé nærri þeim. Kerti sem búið er að setja eitthvað utan um, svo sem skraut, servéttur, pappír eða húð eins og gyllingu, geta verið sér- staklega varhugaverð. Þegar kviknar í á eldavél stafar það oftast af því að eldamennskan gleymist. Eitthvað er skilið eftir á eldavélinni eða þá að olían hitn- ar of mikið og kviknar í henni. Öruggast er að yfirgefa ekki eld- húsið meðan verið er að elda, geyma aldrei neitt ofan á hellun- um og nota öryggislæsingar þegar eldavélin er ekki í notkun. Seríur eru á flestum heimilum yfir hátíðina, bæði úti og inni. Varasamt er að nota lélegar serí- ur. Ef slokknar á perum í seríum eykst straumur til annarra og þær geta hitnað. Ef hægt er að skipta um perur þarf að gera það strax og gæta þess að nýju per- urnar séu af réttum styrk- leika. Gott er að slökkva á seríum utandyra ef óveð- ur er í kortum. Það eykur líftíma þeirra og kemur í veg fyrir að þær slái út rafmagni hússins ef þær bila í veðrinu. Grunnstoðir í lagi Þegar stinga þarf mörgu í sam- band í einu freistast margir til að hlaða of miklu í fjöltengi. Hvorki er ráðlegt að tengja þau saman né fylla þau af mjög orkufrekum tækjum. Kviknað hefur í af þeim sökum. Nauðsynlegt er að vera viðbúin því að eldur geti kviknað á heim- ilinu með því að hafa grunnstoð- irnar þrjár í eldvarnabúnaði til staðar og í lagi: ■ Einn reykskynjari á hverri hæð og í herbergjum þar sem raftæki eru. Skipta þarf einu sinni á ári um rafhlöðu í reykskynjurum sem hafa 9 vatta rafhlöðu. Einnig þarf að gæta að því að líftími reyk- skynjarans sjálfs er 10 ár. Þá þarf að skipta honum út. ■ Eldvarnarteppi á sýnilegum og aðgengilegum stað í eldhúsi en þó ekki of nærri eldavél. ■ Yfirfarið slökkvitæki á aðgengi- legum stað við útgöngu. Njótum aðventunnar og jóla- hátíðarinnar. Höfum öryggið að leiðarljósi og kynnum okkur eld- varnir heimilisins nánar á vis.is eða í Handbók heimilisins um eld- varnir frá Eldvarnarbandalaginu. Brunar í desember ➜ Njótum aðvent- unnar og jólahátíðar- innar. RÚV Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands ➜ Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstrar- aðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. ELDVARNIR Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í for- vörnum hjá VÍS m ar kh ön nu n e hf KR Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Gildistími 20 - 21. des. 2014 www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Höfn · Grindavík Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Akureyri DREPFYNDIÐ FRÆÐIRIT UM LYSTISEMDIR BJÓRSINS. VALINKUNNIR BJÓRSÉRFRÆÐINGAR SKEMMTA LESANDANUM OG VEKJA UPP FRÓÐLEIKSÞORSTANN.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.