Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Qupperneq 12
12 Erlent 12. nóvember 2012 Mánudagur
Talnaspekingar tryggðu Obama sigurinn
n Bjuggu til risastóran gagnabanka til að læra hvað virkar á kjósendur
K
osningabarátta Barack
Obama fyrir forsetakosn-
ingarnar sem fram fóru í
vikunni hófst í raun fyr-
ir tveimur árum þegar kosninga-
skrifstofa hans fór að safna ítar-
legum gögnum um kjósendur og
mismunandi hópa á meðal þeirra.
Kosninga baráttan var að stærstum
hluta skipulögð með tilliti til töl-
fræðiupplýsinga sem keyrðar voru
saman úr umfangsmiklum gagna-
grunnum sem kosningaskrifstofan
hafði aflað. Teymið sem vann með
gögnin og tölurnar var fimm sinn-
um stærra en sambærilegt teymi
sem aðstoðaði forsetann við að ná
kjöri árið 2008.
Bandaríska tímaritið Time birti
ítarlega grein um gagnateymið
sem, samkvæmt blaðinu, fór lang-
leiðina með að tryggja Obama sig-
ur í kosningunum. Greinin byggir á
samtölum við nokkra af þeim sem
tóku þátt í kosningabaráttunni en
þeir töluðu við tímaritið með því
skilyrði að nöfn þeirra yrðu ekki
nefnd og að umfjöllunin yrði ekki
birt fyrr en búið væri að úrskurða
sigurvegara.
„Við áttuðum okkur á því mjög
snemma að vandamálið við kosn-
ingabaráttu demókrata væri að
upplýsingarnar sem voru til staðar
voru á svo mörgum mismunandi
stöðum,“ segir einn af viðmæl-
endum tímaritsins. „Engin sam-
skipti voru á milli aðila sem voru
með gögnin.“ Þetta varð til þess að
fyrstu átján mánuðir kosningabar-
áttunnar fóru í að keyra saman öll
þau gögn sem Demókrataflokk-
urinn átti um kjósendur. Úr þessu
gagnasetti var hægt að fá lista yfir
kjósendur með upplýsingum um
hvað væru líklegustu leiðirnar til
að virkja viðkomandi kjósendur,
ýmist til að gefa peninga í barátt-
una eða kjósa.
Gögnin sem liðsmenn Obama
réðu yfir voru líka notuð til að búa
til mjög ítarlegar spár fyrir kosn-
ingaúrslit í einstaka ríkjum og jafn-
vel sýslum. Upplýsingarnar sem
kosningaskrifstofan sjálf hafði gáfu
í mörgum tilfellum ítarlegri og
nákvæmari mynd en skoðanakann-
anir sem gerðar voru í aðdraganda
kosninganna. Sem dæmi var upp-
lýsingum um 29 þúsund kjósend-
ur í Ohio safnað saman á einum
mánuði til að fá sem réttasta mynd
af stöðu Obama í ríkinu sem var
fyrir kosningarnar talið lykilríki til
að ná sigri í kjörinu.
adalsteinn@dv.is
Dæmd til að
elda kvöldverð
Valerie Rodgers, 46 ára konu frá
Canton í Ohio í Bandaríkjunum,
hefur verið gert að elda þakkar-
gjörðarmáltíð, kalkún með öllu
tilheyrandi, sem hluta af refs-
ingu fyrir árás á lögregluþjón.
Málið þykir hið undarlegasta
en dómarinn í málinu dæmdi
hana til að elda máltíðina handa
þremur lögregluþjónum sem
slasast hafa við störf og eru
óvinnufærir. Dómarinn í mál-
inu, Frank Forchione, dæmdi
hana einnig í eins árs skilorðs-
bundið fangelsi og ef hún neit-
ar að elda máltíðina fer hún í
fangelsi. Rodgers var dæmd fyr-
ir að aka niður lögregluþjóninn
Eric Martzolf sem var að stýra
umferð meðan á Canton-mara-
þoninu stóð. Hann beindi þeim
tilmælum til Rodgers að stöðva
bifreið sína en hún hlýddi ekki
skipunum Martzolf og ók hann
niður. Hún játaði „árás“ á lög-
regluþjóninn og að hafa ekki
hlýtt skipunum hans. Þakkar-
gjörðarhátíðin verður þann 22.
nóvember næstkomandi.
Hætta aðstoð
við Indverja
Bresk yfirvöld munu hætta allri
fjárhagsaðstoð við Indland árið
2015. Þetta tilkynnti Justine
Greening, ráðherra þróunar-
mála í Bretlandi, á föstudag.
Talsverður uppgangur hefur
verið í indversku efnahags-
lífi á undanförnum árum og er
ákvörðunin tekin í ljósi stöðu
Indlands í dag. Fjárstuðningur-
inn verður minnkaður í skrefum
en með þessari ákvörðun munu
allt að 200 milljónir punda spar-
ast.
Bretar munu þó ekki hætta
allri aðstoð við Indverja því
löndin munu áfram eiga sam-
starf um tæknimál og viðskipti.
Obama á
leið til Búrma
Barack Obama, sem í síðustu viku
var endurkjörinn í embætti for-
seta Bandaríkjanna, heldur til
Búrma í næstu viku. Hann verð-
ur þar með fyrsti forseti Banda-
ríkjanna til að heimsækja landið
en þar mun hann meðal annars
hitta Thein Sein, forseta lands-
ins, og Aung San Suu Kyi, leiðtoga
stjórnar andstöðunnar.
Obama mun halda í þriggja
daga ferð, sem mun standa frá
17.–20. nóvember, og heimsækja
Taíland og Kambódíu auk Búrma.
n Undarlegar deilur í Þýskalandi vegna vellauðugs Þjóðverja með Alzheimers
Þ
ýskur milljarðamæringur
sem hvarf sporlaust fyrir
tveimur árum fannst ný-
lega á lífi. Maðurinn var
kominn með nýja eigin-
konu og stjúpson sem núna segjast
vera réttmætir erfingjar mannsins.
Fannst í Austurríki
George Luxi hvarf frá heimili sínu
í Deggendorf í Bæjaralandi þann
15. desember 2010. Dætur hans,
Eveline 61 árs og Gabrielle 55 ára,
voru gjörsamlega niðurbrotnar eft-
ir að faðir þeirra hvarf. Fjölmennt
lögreglulið leitaði hans en hvergi
fannst George. Þegar hann svo
loksins fannst þá hafa einu sam-
skiptin sem dæturnar hafa haft við
föður sinn farið fram í gegnum nýja
eiginkonu hans, Christu, og son
hennar, Joseph. Nýja fjölskyldan
segir að George sé hamingjusamur
í Austurríki hjá þeim. Þau segja
hann vera svo hamingju saman að
hann vilji færa öll sín auðævi yfir
til þeirra og veita þeim aðgang að
bankareikningum sínum.
Segja honum hafa verið rænt
Dætur George hafa stefnt Christu
og Joseph fyrir dómi í Þýskalandi
vegna svika og segja föður sínum
vera haldið gegn eigin vilja á heim-
ili mæðginanna. Dæturnar saka
mæðginin um að hafa rænt föður
þeirra, sem þær segja að sé með
Alzheimerssjúkdóminn, og að þau
hafi heilaþvegið hann til þess að
gefa þeim peningana sína.
Þær vilja fá föður sinn aftur til
Þýskalands þar sem hann geti feng-
ið þá umönnun sem hann þarf á að
halda. George er fyrrverandi heild-
sali sem græddi talsvert á því að
flytja inn og selja ávexti. George er
sagður eiga nokkrar milljónir evra
inni á bankareikningum sínum og
auk þess á hann sjö lúxuseignir í
Þýskalandi.
Hætti að svara bréfum
George mun hafa kynnst Christu
stuttu eftir dauða eiginkonu eigin-
konu sinnar. Dóttir hans, Eveline,
segir að faðir sinn hafi byrjað að
missa minnið árið 2005. Þá hafi
hann byrjað að gleyma einföldustu
hlutum um dóttur sína; eins og hvar
hún ynni og hvað hún væri gömul.
Á þessum tíma hafði hann einnig
byrjað samband sitt við Christu.
Eveline segir að á sama tíma hafi
samband föður hennar við dætur
sínar minnkað þar til það á endan-
um fjaraði út. Hann hætti að svara
símtölum og bréfum frá þeim og
mætti ekki í jarðarför systur sinn-
ar sem haldin var í september 2009.
Undarleg bréf
Síðan kom bréf sem var undirritað
af föður þeirra þar sem hann baðst
afsökunar á því að það hefði verið
svo erfitt að ná í hann en það væri
vegna þess að hann hefði verið
upptekinn í göngum og á ferða-
lögum. „Ef ég hef tíma, þá skrifa ég
aftur,“ stóð í bréfinu. Nokkur bréf
komu í viðbót. Í einu bréfinu sagð-
ist hann ekki geta eytt jólunum
með dætrum sínum. Þrátt fyrir að
skriftin á bréfunum hafi verið hans
þá segja dæturnar að orðanotkunin
í bréfunum hafi ekki verið hans
og það hafi litið út eins og einhver
annar hafi sagt honum hvað hann
ætti að skrifa, svo ólíkt hans orða-
forða væri þetta.
Dæturnar bíða nú eftir úrskurði
þýskra dómstóla og vonast til þess
að fá föður sinn sendan aftur til
Þýskalands. n
Hvarf en fannst
aftur eftir tvö ár
Hvarf en fannst aftur
Dætur George segja föður
sinn hafa verið rændan.
Hann sé með Alzheimers
og kona að nafni Christa og
sonur hennar Joseph séu
að nota sér hann til þess að
komast yfir auðævi hans.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Sigurvegarinn Barack Obama fagnaði
sigri í kosningunum. Hann réð yfir einhverj-
um ítarlegustu gögnum um kjósendur sem
til eru. Mynd ReUteRS