Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Side 15
Þetta er
svívirðilegt
Bara alls
ekki neitt
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona spáir ekkert í frægðina. – DV
Spurningin
„Sönn íslensk sakamál, gömlu
þættirnir.“
Kolbeinn Hamíðsson
18 ára nemi
„Ég get eiginlega ekki gert upp
á milli hvort það sé Pressa eða
Sönn íslensk sakamál, nýju
þættirnir.“
Addi Introbeats
30 ára tónlistarmaður
„Með afa.“
Agla Egils
23 ára starfsmaður á Prikinu
„Andri á flandri.“
Hlíf Ásgrímsdóttir
56 ára myndlistarkona
„Kiljan.“
Brynja Steinþórsdóttir
16 ára nemi
Hverjir eru þínir
uppáhalds
íslensku sjón-
varpsþættir?
1 Samband þeirra sagt „fá-ránlegt“ Efasemdir um samband
leikkonunnar Mary Kate Olsen og
Olivier Sarkozy.
2 Sjómannskona komin með nóg af kröfum LÍÚ Guðrún Lilja
Hólmfríðardóttir er ekki sátt við að
laun eiginmanns síns verði lækkuð.
3 „Öllu fé sem hún hélt hún ætti er haldið föstu af karlinum“
Pálmi Haraldsson neitar að láta Höllu
Halldórsdóttur fá jólagjafirnar.
4 Vildi deyja í fangelsinu Ármann Reynisson upplifði mikla
vanlíðan í fangelsinu á Kvíabryggju.
5 Árni Páll hafði betur gegn Katrínu Prófkjörsslagur Samfylk-
ingar í Suðvesturkjördæmi.
6 „Hatar Facebook konur eða bara femínista?“ Trista Hendren
fjallar um mál Hildar Lilliendahl sem
var bönnuð á Facebook á dögunum.
7 Þakka Reese fyrir friðinn Megan Fox og Reese Witherspoon
fæddu sama dag.
Mest lesið á DV.is
Fagur er Engihjallinn
S
varthöfði gladdist mjög í vik-
unni þegar hann sá að Iceland
Foods- keðjan ætlar sér að
kaupa tæplega 40 prósenta
hlut í Iceland-verslun Jóhannesar
Jónssonar á Íslandi. Þetta er auð-
vitað frábær fjárfesting hjá Malcolm
Walker, forstjóra Iceland í Bretlandi,
og skiljanleg út frá viðskiptalegum
forsendum. Tengsl Jóhannesar í
Iceland og sonar hans, Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, skipta auðvitað
engu þar um. Iceland stefnir á
heimsyfirráð á Íslandi í sölu á inn-
fluttum frosnum matvælum af bestu
gerð.
Hvaða breska matvælakeðja vill
ekki eiga nærri 40 prósenta hlut í
hverfisverslun í Engihjalla í Reykja-
vík á Íslandi, á jaðri iðnaðarhverf-
isins í þessu mannmarga sveitarfé-
lagi sem Kópavogurinn er? Ef út í
það er farið er gervöll Reykjavík og
allt Ísland raunar líka auðvitað ekki
eins og hundskyns útnári í augum
alheimsins. Hingað ættu allar stór-
ar verslanakeðjur að vilja koma og
selja frosinn og forsoðinn mat ofan í
þessar þrjú hundruð þúsund hræð-
ur sem hér norpa í fásinninu. Í því
felast tækifæri; við erum jafn mörg
og allir íbúar Edinborgar í Skotlandi.
Auðvitað er þetta fjárfesting sem
fleiri stórar breskar matvælakeðjur
hefðu átt að bera víurnar í. Tesco,
Sainsbury’s, Marks og Spencer,
Morrisons, Lidl og Aldi misstu
þarna af stórkostlegu viðskiptatæki-
færi. Þær eru óheppnar en Iceland
Foods er heppið. Hver vill svo ekki
vinna með þeim Iceland-feðgum
eftir velgengni liðinna ára. Glitnir,
FL Group, Hamleys, Baugur, Landic
Property eru allt dæmi um fyrir-
tæki sem sá yngri hefur stýrt á liðn-
um árum. Sagan af velgengni þeirra
hefur flogið víða.
Engu máli skiptir auðvitað að
Malcolm Walker sagði í viðtali við
Stöð 2 fyrr á árinu að opnun Iceland
á Íslandi væri „greiði“ við fjölskyldu
Baugsfeðga, nú Iceland-feðga. „Við
flytjum út vörur til ýmissa landa, til
dæmis Spánar. Hann bað um að fá
nafnið lánað og flytja vörur okk-
ar hingað og við samþykktum það.
Við gerum allt sem við getum til
að styðja fjölskylduna.“ Malcolm
Walker sagðist í ágúst ekki ætla að
verða hluthafi í Iceland á Íslandi en
ótrúleg velgengni kjörbúðarinnar í
Kópavoginum hefur breytt þessari
skoðun hans þar sem ótvírætt við-
skiptatækifæri er að finna í búðinni.
Þess vegna kaupir Iceland í Bret-
landi nú hlut.
Viðskiptin hafa örugglega
ekkert með það að gera að Iceland-
feðgarnir þurfa á aðstoð Walkers
og Iceland í Bretlandi að halda.
Þau byggja örugglega bara á því að
Walker ætlar sér að græða vel í fá-
menninu og að hann hafi trú á búð-
inni á Íslandi – landinu sem er eins
fjölmennt og bresk smáborg. Walker
á Jóni Ásgeiri í Iceland allt að þakka
eftir að hann leyfði honum að koma
aftur til starfa hjá versluninni í skjóli
Baugs árið 2005. Síðan þá hefur
Walker stýrt Iceland. „Við gerum
allt sem við getum til að styðja fjöl-
skylduna.“
Engihjallinn er svo sannarlega
fagur.
Á æfingu Það viðraði ágætlega á föstudag þegar Landhelgisgæslan var við æfingar úti fyrir Miðbakka í Reykjavík. Í bakgrunni sést snjóhvít Esjan skarta sínu fegursta.
Mynd Sigtryggur ariMyndin
Svarthöfði
Umræða 15Mánudagur 12. nóvember 2012
Ég ætlaði að
drekkja mér
Viðskiptajöfurinn Ármann Reynisson fékk nóg. – DVNanna Bryndís Hilmarsdóttir gat ekki mætt í útgáfuhóf Kristínar Tómasdóttur. – DV Ágúst Kristmannsson segir mennta- og menningarmálaráðuneytið segja son hans ófatlaðan. – DV
„Hvaða breska
matvæla-
keðja vill ekki eiga
nærri 40 prósenta
hlut í hverfisverslun
í Engihjalla …?