Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Qupperneq 17
Neytendur 17Mánudagur 12. nóvember 2012 Perur hækkuðu í verði um 84 prósent á milli ára n Matvælaverð hækkar í öllum vöruflokkum M atvælaverð hefur hækkað töluvert á síðustu tólf mánuðum samkvæmt verð- lagseftirliti Alþýðusam- bands Íslands. Samkvæmt mælingu sem gerð var 27. október síðastliðinn hækkaði verð í öllum vöruflokkum frá sambærilegri mælingu sem gerð var í október árið 2011. Sem dæmi má taka að Fjörmjólk hefur hækkað um sjö til tíu prósent, Krakkalýsi hefur hækkað um átta til fimmtán prósent og Myllu Eyrar- brauð um þrjú til átta prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ASÍ. Í tilkynningunni er sérstaklega minnst á perur en verð á þeim hækkaði um áttatíu og fjögur prósent í Nettó. Nokkur dæmi eru til staðar þar sem vörur lækkuðu í verði á milli mælinga ASÍ. Til að mynda lækkaði verð á íslenskum rófum um allt að tuttugu og sjö prósent. Það gildir þó ekki um allar verslanir því verð á ís- lenskum rófum hækkaði um þrjátíu og fjögur prósent hjá Hagkaupum. Verð á frystivöru sem er með í mæl- ingunum lækkaði í verslunum Hag- kaupa og Bónuss á tímabilinu. Í verðkönnunum Alþýðusam- bandsins er aðeins lagt mat á verð vörunnar en ekki gæði hennar eða þjónustu í viðkomandi verslunum. Mælingarnar miðast við það verð sem er í gildi hverju sinni sem mæl- ing er gerð og geta tilboðsverð sem eru í gildi hverju sinni haft áhrif á verðbreytingu einstakra vara. Verð- lagseftirlitið kannar vöruverð í versl- unum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Hagkaupa og Nóa- túns. Ár á milli mælinga Hækkunin sem kemur fram í mælingum verðlagseftirlits ASÍ á sér stað á rúmlega tólf mánaða tímabili. Mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon n Ekki gefa tryggingafélögunum peningana þína n Athugaðu hvað önnur félög hafa að bjóða n Einn sparaði sér 130 þúsund krónur Fáðu tilboð og sparaðu tugi þúsunda rauninni skipt um félag á hverju ári til að nýta sér þann afslátt. Þetta skal varast: Félögin eru með sambærilega skil- mála en þó ekki í öllu. Til dæmis getur verið munur á sjálfsábyrgðum og þetta þarf að athuga þegar skipt er um félag. „Tökum sem dæmi að félag bjóði þér ódýrari kaskótryggingu sem þú ert alsæll með, alveg þar til þú lendir í tjóni. Það getur verið mikill munur á því og þetta verður þú að skoða þegar þú færð tilboð um ódýrari tryggingu.“ Hafa skal í huga að félögin eru nær undantekningarlaust farin að biðja um tjónasögu og sé hún ekki góð borgar sig kannski ekki að hoppa á milli félaga. „Félögin mega ekki neita þér um lögbundnar tryggingar, svo sem ábyrgðartryggingar bifreiða og brunatryggingar. Þau geta hins vegar sett á þig 300 prósenta álag ef þú ert með slæma tjónasögu. Það er því ekki rétt að þú verðir með hreint borð, hvað tjón varðar, þegar þú skiptir um félag.“ Margir vanafastir Hákon bendir á að í um það bil 60 prósent tilvika endi fólk hjá sama félagi. Fólki líki oft vel og það geti hjálpað, ef þú lendir í tjóni sem er á gráu svæði, ef þú hefur verið lengi hjá sama félagi og verið góður við- skiptavinur. Margir séu vanafastir en það eru einnig mörg dæmi um að fólk haldi tryggð við ákveðið fé- lag því það tengist því á einhvern hátt. Þetta á sérstaklega við úti á landi. „Þótt Kalli sé giftur Gullu sem er frænka umboðsmanns félags- ins þá er ekki þar með sagt að Kalli þurfi að fara frá félaginu þó hann vilji láta lækka tryggingarnar. Félög- in segja oft að þau geti ekkert gert en þegar þú kemur með tilboð frá öðru félagið þá finnast allt í einu glufur sem veita svigrúm til lækkunar.“ n H ér má sjá nokkur raunveruleg dæmi um hvernig fólk hefur fengið tryggingar sínar lækkaðar í verði með því að fara til annarra félaga og fá tilboð hjá þeim. Það veitti DV góðfúslega leyfi til að birta þær upplýsingar. Allar tryggingar á 130. 000 krónur Maður einn segir að bílatrygging hans hjá TM hafi verið 130.000 krónur en auk þess hafi hann verið með brunatryggingu hjá Sjóvá upp á 17.000 krónur. „Ég hafði ekki áður hringt og beðið um lækkun heldur bara borgað tryggingarnar ár eftir ár þegar ég hringdi í TM og óskaði eftir lækkun. Þeir sögðu mér þá að ég þyrfti að kaupa aðrar tryggingar hjá TM til að þeir gætu lækkað, meðal annars þá að færa brunatrygginguna frá Sjó- vá yfir til TM. Ég hringdi þá einnig í Sjóvá og bað þá um tilboð. Á end- anum var tilboð Sjóvá betra en TM. Ég fékk áðurnefndar tryggingar, plús innbústryggingu og líftryggingar fyrir mig og konuna mína fyrir 130 þúsund, sömu upphæð og bara bílatryggingin hefði kostað hjá TM ef ég hefði ekki hringt og reynt að fá lækkun. Þá fylgir það þessum tryggingapakka frá Sjóvá að ég fæ 10 prósenta endurgreiðslu í byrjun næsta árs ef ég verð tjónalaus þangað til. Þeir sögðu mér það sölumenn TM og Sjóvár að fólk ætti alltaf að hringja í tryggingafélag sitt á hverju ári til að reyna að fá betri samn- inga.“ Lækkaði um tæpar 130.000 krónur Manni einum fannst hann borga helst til mikið í tryggingar og leitaði því til annars tryggingafélags og bað um tilboð í tryggingar sínar. Hann var í viðskiptum hjá VÍS en fékk tilboð frá Verði. VÍS Vörður Ábyrgðartrygging ökutækis Bifreið I 108.107 kr. 66.900 kr. Ábyrgðartrygging ökutækis Bifreið II 110.692 kr. 67.240 kr. Kaskótrygging ökutækis Bifreið II 58.399 kr. 31.543 kr. Dýravernd Hundur I 16.427 kr. 11.250 kr. Dýravernd Hundur II 15.447 kr. 9.850 kr. Dýravernd Hundur III 17.652 kr. 12.999 kr. Heimili Fjölskylda og innbú 20.093 kr. 19.531 kr. Brunatr. húseigna Raðhús 32.919 kr. 32.472 kr. Viðbótarbrunatr. Raðhús 11.031 kr. 10.825 kr. Samtals: 390.767 kr. 262.610 kr. Þar að auki bauð Vörður upp á eins árs afslátt upp á 20.000 krónur svo sparnaðurinn hljóðar upp á tæpar 150.000 krónur fyrir þessa fjölskyldu. Það gera 12.500 krónur á mánuði fyrsta árið. Fá iðulega betri kjör Hér má sjá dæmi um fjölskyldu sem lætur bjóða í tryggingar sínar á hverju ári og fær því iðulega betri kjör á iðgjöldum. Á síðasta ári fengu þau annað tryggingafélag til að gera sér tilboð og lækkuðu á þann hátt tryggingar sín- ar um 22.000 krónur á ári. 2011 Sjóvá Vörður Sjóvá Brunatr. Húseign I 11.611 kr. 11.906 kr. 11.227 kr. Brunatr. Húseign II 25.139 kr. 23.240 kr. 24.308 kr. Fasteignatr. Húseign II 26.635 kr. 24.444 kr. 23.971 kr. Fasteignatr. Húseign I 14.398 kr. 15.518 kr. 12.958 kr. Heimili Fjölskylda og innbú 27.112 kr. 30.992 kr. 24.666 kr. Bílatr. Bifreið I 71.753 kr. 68.161 kr. 64.577 kr. Bílatr. Bifreið II 71.753 kr. 68.161 kr. 64.577 kr. Vagnatrygging Fellihýsi 2.150 kr. 7.000 kr. 2.150 kr. Eins árs afsláttur -20.000 kr. heildarverð: 250.551 kr. 229.422 kr. 228.437 kr. Lækkaðu iðgjöldin Margir mynd glaðir eyða peningum sínum í annað en háar tryggingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.