Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Side 20
14 ára strákur mun
keppa við þá bestu
20 Sport 12. nóvember 2012 Mánudagur
Brown rekinn eftir slaka byrjun
n Vilja fá Phil Jackson aftur til starfa hjá LA Lakers
P
hil Jackson er talinn allra manna
líklegastur til að taka við stjórn
LA Lakers í bandarísku NBA-
deildinni eftir að Mike Brown
var látinn taka pokann sinn eftir að-
eins fimm leiki á núverandi leiktíð.
Brown hefur verið við stjórnvölinn
hjá liðinu síðan Jackson lét af störfum
2011 en ekki þótt ná árangri sem þyk-
ir viðunandi. Krafa eiganda liðsins er
að liðið keppi ár eftir ár um titilinn
og fjórir tapleikir í fyrstu fimm leikj-
um liðsins nú þóttu ekki uppörvandi
byrjun til að ná því markmiði. Byrj-
unin er líka sú versta hjá liði í Vestur-
deildinni þetta árið og það þrátt fyr-
ir að Lakers sé óumdeilanlega með
eitt sterkasta liðið hvað sem þessari
byrjun líður og óumdeilanlega
langstærsta launareikninginn.
Jackson er flestum kunnugur
sem með NBA-deildinni fylgjast
enda einn allra sigursælasti þjálfari
þeirrar deildar. Hann gerði Chicago
Bulls að meisturum alls sex sinnum
áður en hann tók við stjórntaumum
hjá Lakers þar sem liðið krækti sér í
fimm titla undir hans stjórn.
Sjálfur Kobe Bryant, ein helsta
stjarna Lakers, vill mjög gjarnan fá
Jackson aftur um borð og það sem
fyrst, og í sama streng hafa nokkrir
aðrir leikmenn liðsins tekið.
Talið er líklegt að Jackson hafi
áhuga en hann hætti þjálfun á sín-
um tíma bæði vegna aðgerðar á hné
en ekki síður vegna óánægju með
eiganda Lakers að því er sagt var á
þeim tíma. Heimildarmenn vefmið-
ilsins ESPN telja ekki að það komi í
veg fyrir að Jackson hafi áhuga á nýj-
an leik.
Kóngurinn Phil Jackson er sagður líklegur til að taka við Lakers. Hann er feikivinsæll hjá
stuðningsmönnum liðsins. Mynd ReuteRs
n Hver er Guan Tianlang og hvað vill hann upp á dekk? n Mætir til leiks á Masters
H
vað í ósköpunum er þessi
fjórtán ára unglingur að
gera á vellinum í holli með
Phil Mickelson og Adam
Scott? Svo gæti einhver
áhugamaður hugsað sem fylgist
með Masters-mótinu í golfi á næsta
ári en þar mætir til leiks ásamt öll-
um risastjörnunum í golfinu fjórtán
ára kínverskur strákur sem er smátt
og smátt að leggja golfheiminn að
fótum sér og hefur þegar fengið
viðurnefnið næsti Tiger Woods. Það
er líka vel við hæfi enda er Woods
helsta átrúnaðargoð hins unga Kín-
verja.
Hann heitir Guan Tianlang og
verður langyngsti keppandi sem
nokkru sinni hefur hafið leik á
þessu fornfræga golfmóti sem flestir
telja hið stærsta í heimi ásamt Opna
breska meistaramótinu. Unglingur-
inn fær líka keppnisrétt á Opna
breska en þarf reyndar að komast í
gegnum eitt inntökumót til þess.
Hver er maðurinn?
Mönnum fyrirgefst að vita engin
deili á drengnum en austur í Asíu
er hann orðinn æði frægur og ekki
að ástæðulausu. Guan Tianlang
hefur nefnilega náð ótrúlegum ár-
angri þrátt fyrir ungan aldur og það
er engin tilviljun að hann er borinn
saman við Tiger Woods sem enn-
þá er af flestum, þrátt fyrir sókn
hins írska Rory McIlroy, talinn besti
kylfingur heims.
Tianlang vann sér inn keppnis-
rétt á Masters-mótinu á næsta ári
með sigri á einu allra stærsta og
sterkasta áhugamannamóti heims;
Asia-Pacific Amateur-mótinu. Það
út af fyrir sig er æði merkilegt að
fjórtán ára unglingur sigri á því
móti því golfíþróttin er geysivinsæl
orðin á þeim slóðunum og fjöl-
margir fyrsta flokks keppendur sem
þátt tóku.
En því fer fjarri að það sé eina
afrek hins unga Guan. Hann varð
fyrr á þessu ári yngsti þátttakandi á
Evrópumótaröðinni þar sem hann
vann sér inn þátttökurétt á Volvo
Open sem fram fór í Kína. Hann
hefur líka sigrað á fjölda móta í
heimalandinu og er því alls enginn
nýgræðingur. Guan hefur líka sjálfs-
traustið í lagi því fyrsta skeytið sem
hann sendi þegar ljóst varð að hann
yrði með í Augusta í apríl var þess
efnis að hann ætlaði sér að sigra á
Masters.
Kínversk íþróttasprenging
Undrist einhver uppgang þessa
fjórtán ára unglings er best að hætta
því nú þegar. Kínverjar eru, eins og
reyndar í velflestum öðrum íþrótt-
um, að ná ótrúlegum árangri í golf-
inu enda er það opinber stefna
stjórnvalda að koma íþróttafólki
sínu í fremstu röð alls staðar.
Þess vegna ætti ekki að koma á
óvart að Guan Tianlang er ekki eini
fjórtán ára kínverski peyinn sem er
að brjóta blað í golfinu. Annar sem
talin er líklegur til mikilla afreka
í framtíðinni er Andy Zhang sem
varð í sumar sem leið yngsti kepp-
andinn nokkru sinni á Opna banda-
ríska meistaramótinu í golfi.
Báðir þessir drengir eru að vekja
athygli mun yngri en Tiger Woods
á sínum tíma sem öðlaðist heims-
frægð fyrst í kringum tvítugsaldur-
inn eins og reyndar Rory McIlroy.
Hvort eftirleikurinn verður á sömu
nótunum skal ósagt látið en vissu-
lega verður golfheimurinn örlítið
öðruvísi en hingað til ef Kínverjar
halda áfram að ná viðlíka árangri. n
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar albert@dv.is
efnilegur Tianlang
þykir með þeim efnileg-
ustu í golfheiminum.
Mynd ReuteRs
Wenger vill
fá Cavani
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, er sagður vera
reiðubúinn til að greiða 30 millj-
ónir punda, eða sex milljarða
króna, fyrir Úrúgvæann Edin-
son Cavani hjá Napoli. Wen-
ger hefur verið undir talsverðri
pressu upp á síðkastið og vilja
stuðningsmennirnir fá sterka
leikmenn til að fylla skörð
þeirra sem horfið hafa á braut
að undanförnu. Cavani er, að
öðrum ólöstuðum, einn allra
besti framherji heims um þessar
mundir og hann hefur raðað inn
mörkum fyrir Napoli að undan-
förnu og skorað 79 mörk í 108
leikjum. Fleiri ensk lið eru sögð
hafa áhuga á leikmanninum
og meðal þeirra eru Chelsea og
Manchester City.
Úrslit
Enski boltinn
Reading - Norwich 0–0
Stoke City - QPR 1–0
1-0 Charlie Adam (‚52 )
Everton - Sunderland 2–1
0-1 Adam Johnson (‚45 ), 1-1 Marouane Fellaini (‚76
), 2-1 Nikica Jelavic (‚79 )
Wigan - West Brom 1–2
0-1 James Morrison (‚31 ), 0-2 Gary Caldwell (‚43 ,
sjálfsmark), 1-2 Arouna Kone (‚44 )
Southampton - Swansea 1–1
1-0 Morgan Schneiderlin (‚64 ), 1-1 Nathan Dyer (‚73 )
Arsenal - Fulham 3–3
1-0 Olivier Giroud (‚11 ), 2-0 Lukas Podolski (‚23 ),
2-1 Dimitar Berbatov (‚29 ), 2-2 Alex Kacaniklic (‚40
), 2-3 Dimitar Berbatov (‚67 , víti), 3-3 Olivier Giroud
(‚69 )
Aston Villa - Manchester United 2–3
1-0 Andreas Weimann (‚45 , 2-0 Andreas Weimann
(‚50 ), 2-1 Javier Hernandez (‚58 ), 2-2 Ron Vlaar
(sjálfsmark) (‚63 ), 2-3 Javier Hernandez (‚87)
Newcastle- West Ham 0–1
0-1 Kevin Nolan (‚38 )
Manchester City - Tottenham 2–1
0-1 Steven Caulker (‚21 ), 1-1 Sergio Aguero (‚65 ),
2-1 Edin Dzeko (‚88 )
Chelsea - Liverpool 1–1
1-0 John Terry (‚20 ), 1-1 Luis Suarez (‚73 )
Staðan
1 Man.Utd. 11 9 0 2 29:16 27
2 Man.City 11 7 4 0 20:10 25
3 Chelsea 11 7 3 1 23:11 24
4 Everton 11 5 5 1 21:14 20
5 WBA 11 6 2 3 17:12 20
6 West Ham 11 5 3 3 14:11 18
7 Tottenham 11 5 2 4 18:16 17
8 Arsenal 11 4 4 3 18:11 16
9 Fulham 11 4 4 3 24:19 16
10 Newcastle 11 3 5 3 12:15 14
11 Swansea 11 3 4 4 16:15 13
12 Stoke 11 2 6 3 9:10 12
13 Liverpool 11 2 6 3 14:16 12
14 Wigan 11 3 2 6 12:18 11
15 Norwich 11 2 5 4 8:18 11
16 Sunderland 10 1 6 3 7:11 9
17 Aston Villa 11 2 3 6 10:17 9
18 Reading 10 0 6 4 12:18 6
19 Southampton 11 1 2 8 15:29 5
20 QPR 11 0 4 7 8:20 4
20 Southampton 9 1 1 7 14:26 4