Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Side 22
T ökur á nýrri mynd Ágústs Guðmundssonar, Ófeigur gengur aftur, hafa staðið yfir á Grettisgötu í Reykja­ vík síðustu vikur. DV fékk að fylgjast með tökum og komst að því að andrúmsloftið á setti er hreint út sagt yfirnáttúrulegt. Fyrir utan tökustað á Grettisgötu eru kaffibrúsar, hnetur og hrökk­ brauð til að svala hungri þeirra er koma að tökunum. Kvikmynda­ iðnaðurinn hefur gerst umhverfis­ vænn. Í stað plastmála er að finna kaffimál, merkt með nafni leikara og starfsmanna. Tækjabilanir á tökustað Til að byrja með er blaðamanni og ljósmyndara vísað í lítið hús til hlið­ ar. Þar er athvarf þar sem starfsliðið fær stund milli stríða. Venjulega er vinnudagurinn langur, allt að tíu tímar og hafst við í rútu. „Þetta er lúxus,“ segir Katrín Ingvadóttir sem aðstoðar við framleiðsluna. „Það komu upp tækjabilanir þegar við vorum að taka upp við kirkjugarðinn,“ segir hún spurð hvort um hvort draugar leiki laus­ um hala á tökustað. „Það bilaði hreinlega allt sem gat bilað,“ skýt­ ur aðstoðarmaður inn í umræðuna. „Ljós og tækjabúnaður.“ Þannig að það hefur kannski verið alvörudraugagangur á setti? spyr blaðamaður. „Tja, ég er ekki frá því,“ segir Katrín og brosir og upp­ lýsir að fyrirtækið sem stofnað var um framleiðslu myndarinnar kall­ ist Afturganga ehf. Bráðfyndin sena Ófeigur gengur aftur er svört kómedía. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sól­ ar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta henn­ ar, Inga Brjáns. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeig­ ur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi aftur­ göngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með að­ ferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Á tökustað eru meðal annarra sjálfur leikstjórinn, Ágúst Guð­ mundsson, Bergsteinn Björgúlfs­ son kvikmyndatökumaður, Nína Dögg Filippusdóttir og eiginmað­ ur hennar, Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Vignir Þór Valþórsson. „Og byrja,“ segir Ágúst. Nína opnar útidyrnar og gengur inn. Við fylgjumst með senu þar sem Gísli útskýrir fyrir eiginkonu sinni, sem er leikin af Ilmi, að hann hafi verið andsetinn af tengdaföður sín­ um þegar hann reyndi við ungu konuna (Nínu) sem nú er komin í heimsókn. Senan er svo fyndin að bæði ljósmyndari og blaðamaður hristast af hlátri. Gísli er þvoglu­ mæltur þar sem hann útskýrir vandræðaganginn við kuldalegar undirtektir Ilmar. Vignir skýst fram. „Hann reyndi þetta við mig líka,“ segir hann. Kvikmyndatöku annast Berg­ steinn Björgólfsson og Ísfilm fram­ leiðir, ásamt Ágústi sjálfum, Önnu Katrínu Guðmundsdóttur og Andy Paterson. Tökum lýkur næstu daga og myndin væntanleg í kvikmynda­ hús seint á næsta ári. n kristjana@dv.is 22 Menning 12. nóvember 2012 Mánudagur „Djöfulli“ fínt D jöfull ertu guðdómleg,“ syngur Friðrik Dór á „djöf­ ulli“ fínni nýrri plötu sem nefnist Vélrænn. Á Vélrænum nýtur Hafnfirðingurinn Friðrik Dór dyggrar aðstoðar dúettsins Kiasmos, sem samanstendur af tónskáldinu Ólafi Arnalds og Bloodgroup­með­ limnum Janusi Rasmussen, og þrí­ eykisins í StopWaitGo. Þetta er önnur plata Friðriks þar sem hann fylgir eftir plötunni Allt sem þú átt sem naut töluverðra vin­ sælda. Á Vélrænum er að finna nokk­ ur afburðadansvæn lög sem eiga eflaust eftir að draga dansþyrsta Ís­ lendinga út á gólfið. Miðað við það sem ég heyrði af fyrri plötunni þá virðist Friðrik ekki vera að gefa eftir heldur þvert á móti – bæta í. Platan skiptist upp í tvo hluta. Sá fyrri er helgaður lögum sem Kiasmos setur mark sitt á og sá seinni er í um­ sjá StopWaitGo. Persónulega finnst mér áheyrilegustu lögin vera á fyrri hlutanum, en það er ekki þar með sagt að á þeim seinni séu eitthvað léleg lög, einungis smekksatriði hér á ferðinni. Af lögum sem bera af á plötunni ber hæst Guðdómleg þar sem Frið­ rik Dór lætur fyrrnefnda línu falla: „Djöfull ertu guðdómleg, þú geng­ ur alveg fram af mér.“ Þá eru lög eins og Að eilífu og Út að Heimsenda flott popplög. Aðdáendur fyrri plötu Friðriks verða eflaust afar ánægðir með þessa nýju plötu hans sem mun án vafa­ laust festa hann í sessi sem einn af vinsælustu ungu tónlistarmönnum Íslands í dag. n Jólatónleikar í miðaldakastala Jólin nálgast óðfluga og af því tilefni ætlar ókrýndur kon­ ungur valsins, André Rieu, að bjóða heim til sín til tónleika­ halds. Tónleikarnir verða sýndir laugardaginn 24. nóvember kl. 17 í Háskólabíói. Home for Christmas er tekið upp á heimili hans, rómantísk­ um kastala frá miðöldum, sem er í heimabæ hans Maastricht í Hollandi. Ásamt hljómsveit sinni, Johann Strauss Orchestra, einleikurum og kór flytur André 26 sígild jólalög í fagurlega skreyttum garði sínum með út­ sýni yfir á Saint Pieter­kirkjuna, sem stendur hinum megin við götuna hans. Rolling Stones með nýtt lag Rokkkempurnar í The Rolling Stones sendu í gær frá sér seinna lagið af tveimur nýjum lögum sem verða á safnplöt­ unni GRRR! Nýja lagið heitir One More Shot en sveitin sendi frá sér lagið Doom and Gloom fyrir um mánuði. Bæði þessi lög verða á áðurnefndri safnplötu sem kemur út í þessari viku. Platan er gefin út í tilefni af 50 ára starfsafmæli The Rolling Stones. Hringurinn fer í sigurför um heiminn Bókin Hringurinn eftir Söru B. Elfgren og Mats Strandberg er upphaf þríleiks sem hefur slegið rækilega í gegn í Svíþjóð og legg­ ur nú upp í sigurför um heiminn. Útgáfurétturinn hefur verið seldur á yfir tuttugu tungu­ mál, austan­ og vestanhafs og í heimalandinu einu hefur bókin selst í hátt í 200.000 eintökum. Þar að auki var bókin tilnefnd til August­verðlaunanna í heima­ landinu og hlaut þar frábæra dóma. Þau Sara B. Elfgren og Mats Strandberg eru væntanleg til landsins að fylgja eftir útgáfu bókarinnar hér á landi. Draugagangur við tökur á gamanmynd n DV fylgdist með tökum á Ófeigur gengur aftur n Tæki biluðu á tökustað Fylgst með tökum Blaðamaður og ljósmyndari fengu að fylgjast með tökum á myndinni Ófeigur gengur aftur á Grettisgötunni í Reykjavík. Í hlutverkum Ágúst Guðmundsson leikstýrir einvalaliði. Með aðalhlutverk fara Laddi, Sigurður Sigurjóns, Elva Ósk, Halldóra Geirharðsdóttir, Gísli Örn, Nína, Ilmur og Vignir Þór. Besti kvikmyndatökumaðurinn Kvik- myndatöku sér Bergsteinn Björgúlfsson um, en hann hefur margoft hefur verið verðlaun- aður fyrir kvikmyndatöku sína. Kolsvört kómedía Blaðamaður og ljósmyndari hristust af hlátri. Ljóst er að um er að ræða kolsvarta kómedíu. Tónlist Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Vélrænn Höfundur: Friðrik Dór Útgefandi: Sena

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.