Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Síða 2
2 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað
n Kallað eftir brotthvarfi Steingríms J. Sigfússonar með fána
F
áni þar sem krafist er brott-
hvarfs Steingríms J. Sigfús-
sonar atvinnuvegaráðherra
blaktir nú á Siglufirði. Á
fánanum er mynd af Stein-
grími þar sem búið er að strika yfir
andlit hans og undir myndinni
segir: „BURT MEÐ Steingrím J“.
Valgeir T. Sigurðsson stendur á
bak við uppátækið en hann segist
ekki hafa orðið var við annað en
ánægju með fánann á meðal Sigl-
firðinga. Þetta kemur fram í bréfi
sem hann hefur sent DV vegna
málsins.
Bæjarstjórnin ályktaði
Fáninn hefur vakið athygli og hef-
ur meira að segja orðið til þess að
bæjarstjórn Fjallabyggðar ákvað
að álykta um hann. „Bæjarstjórn
Fjallabyggðar lýsir vanþóknun
sinni á ósmekklegri notkun Val-
geirs T. Sigurðssonar, á mynd af
ráðherra í ríkisstjórn Íslands á fána
sem hann hefur dregið að húni
við Aðalgötuna á Siglufirði,“ segir
í fundargerð bæjarstjórnarinnar.
Þorbjörn Sigurðsson, varafor-
seti bæjarstjórnarinnar, segir að
þrátt fyrir að hann sé ekki endilega
samþykkur skoðunum Steingríms
„þá þykir okkur ekki sæmandi
að taka einn mann fyrir og níða
hann niður … Við eigum rétt á því
að berjast gegn skoðunum hans
en við eigum ekki rétt á að berj-
ast gegn honum sem einstaklingi.“
Þorbjörn, sem stjórnaði bæjar-
stjórnarfundinum þegar bókunin
var samþykkt, segir að breið sátt
hafi verið um hana og að hún hafi
verið samþykkt samhljóða.
Segir bæjarstjórnina á
vafasamri braut
Valgeir telur að tjáningarfrelsið
tryggi honum rétt til að flagga fán-
anum og segir það áhyggjuefni að
bæjarstjórnin hafi ákveðið að lýsa
vanþóknun á uppátækinu. „Það,
að bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsi
einróma yfir vanþóknun á því að
bæjarbúi nýti lögmætan rétt sinn
til þess að tjá skoðun sína á ein-
um umdeildasta stjórnmálamanni
landsins, hlýtur að vera mik-
ið áhyggjuefni fyrir almenning í
Ólafsfirði og Siglufirði,“ segir hann.
Þá segist hann ekki hafa fengið
athugasemdir frá bæjarfulltrúun-
um fyrr en ályktunin var samþykkt
í bæjarstjórninni og að enginn hafi
beðið hann að taka fánann niður.
Valgeir segir að í aðdraganda
kosninga eins og nú sé venjan
að áróður sé rekinn fyrir sjónar-
miðum og jafnvel gegn öðrum.
„Ef bæjarstjórnin ætlar að halda
áfram á vafasamri braut, má ætla
að næsta verk verði að merkja aug-
lýsingar og skoðanir sem eru bæj-
arstjórninni þóknanlegar,“ segir
hann.
Í manninn en ekki boltann
Þorbjörn bendir á að bæjarstjórn-
in njóti líka tjáningarfrelsisins og
segir að sú framkoma Valgeirs „…
að fara í manninn en ekki boltann“,
sé ekki framkoma sem sér hugnist,
„… við höfum alveg sama rétt til að
tjá okkur.“ Þorbjörn bætir við: „Við
erum bara að túlka okkar skoð-
anir þarna.“ Hann ítrekar að hann
sé ekki að lýsa yfir samþykki hvað
skoðanir Steingríms varðar þó að
hann sé mótfallin því að fánanum
sé flaggað. Þorbjörn var kjörinn
í bæjarstjórnina fyrir hönd Sjálf-
stæðisflokksins. n
Bæjarstjórnin
fordæmir fána
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Við eigum
ekki rétt á
að berjast gegn
honum sem
einstaklingi
Hefur vakið athygli
Fáninn hefur vakið
athygli víða og sá bæj-
arstjórnin sér ekki fært
annað en að álykta um
málið. Mynd Siglo.iS
Ósmekklegt Þorbjörn segir að sér og öðr-
um í bæjarstjórn finnist fáninn ósmekklegur.
Mynd SJálfStæðiSflokkurinn
Jón Margeir
með forystu
Gullverðlaunahafi, sjómaður sem
lifði einn af skipskaða, einstæð
móðir í forræðisdeilu, ungir piltar
sem bjarga barni, femínisti, lög-
fræðingur sem bjargar samstarfs-
félaga frá hnífamanni og fjöldi
annarra eru tilnefndir sem hetjur
ársins 2012. Sem stendur eru það
þeir Jón Margeir Sverrisson og Ei-
ríkur Ingi Jóhannsson sem leiða í
kosningunni, en enn er hægt er að
kjósa og kosningunni lýkur ekki
fyrr en 26. desember. Lesendur
geta kosið eins marga og þeir vilja,
en hvern og einn er aðeins hægt
að kjósa einu sinni. Úr vöndu er að
ráða þetta árið en kosið er á milli
þeirra 17 sem flestar tilnefningar
fengu þegar DV óskaði eftir þeim.
Alls bárust um 200 ábendingar. Tek-
ið var mið af þeim en þar að auki
komu tilnefningar frá dómnefnd
DV. Hana skipuðu Kristjana Guð-
brandsdóttir, Viktoría Hermanns-
dóttir, Birgir Olgeirsson og Aðal-
steinn Kjartansson, blaðamenn.
Sló tvo
með flösku
Tæplega þrítugur karlmaður var
handtekinn í Lækjargötu aðfara-
nótt fimmtudags. Hafði hann
slegið tvo menn í höfuð með
flösku. Þetta kemur fram í dag-
bók lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu. Mennirnir sem fyrir
árásinni urðu voru báðir fluttir á
slysadeild með sjúkrabifreið. Þeir
voru báðir með áverka á höfði og
blæddi úr þeim báðum. Atburða-
rás liggur ekki fyrir en árásamað-
urinn gisti fangageymslu.
Sveiflaði hnífnum
3 „Þetta var ansi óhugn-
anlegt, hann náði
að skera í gegn-
um bolinn hjá
mér. Hann hefði
kviðrist mig hefði
hann farið sentí-
metra lengra,“
sagði Leó Kristberg Einarsson, yfir-
dyravörður á Hressingarskálanum,
í DV á miðvikudag um atvik sem
átti sér stað aðfaranótt sunnudags,
þegar maður vopnaður hníf gerði
atlögu að honum og fleiri dyravörð-
um staðarins. Dyraverðirnir náðu
að afvopna manninn, sem var
vopnaður tveimur hnífum, og
koma honum í hendur lögreglu en
einn dyravarðanna hlaut djúpan
skurð á hendi við átökin og þurfti
að sauma sjö spor.
Stjórnin leyndi
svartri skýrslu
2 100 milljóna króna lán Sam-
einaða lífeyrissjóðs-
ins til hjónanna
Sævars Jónssonar
og Helgu Daníels-
dóttur í Leonard var
gagnrýnt harðlega
af innri endurskoð-
anda sjóðsins í skýrslu í nóvember
2009. Þetta kemur fram í skýrslu sem
DV hefur undir höndum en blaðið
greindi frá efni hennar á mánudag.
Líkt og DV greindi frá í nóvember lán-
aði Sameinaði lífeyrissjóðurinn Sævari
og Helgu rúmlega 100 milljónir króna
út á 500 fermetra óbyggt hús við Mos-
prýði í Garðabæ eftir íslenska banka-
hrunið 2008. Á þessum tíma voru
hjónin í miklum fjárhagsvandræðum.
Leitin að
Matthíasi
1 Matthíasi Mána Erlingssyni,
24 ára karlmanni
sem strauk af Litla-
Hrauni á mánudag,
er af ættingja lýst
sem indælum og ró-
legum dreng sem
hafi sturlast eftir
að hafa átt í ástarsambandi við fyrr-
verandi stjúpmóður sína. DV fjall-
aði ítarlega um Matthías á miðviku-
dag. Í umfjöllun blaðsins var vitnað
í aðila sem tengist fjölskyldunni og
sagði hann að Matthías hafi orðið
ástfanginn af konunni, sem er 31 árs.
Hún hafi þó ekki litið samband þeirra
alvarlegum augum og hafi Matthías
reiðst gífurlega og fundist hún hafa
spilað með tilfinningar hans.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni