Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 4
4 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað
Jón samþykkti ekki fjárlögin
n Ósáttur við framlög til ESB-umsóknarinnar
M
eirihluti þingmanna á Al-
þingi samþykkti fjárlög
næsta árs á fimmtudag.
Jón Bjarnason, þingmaður
VG og fyrrverandi ráðherra í ríkis-
stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sat
hjá við atkvæðagreiðsluna, eins og
Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og
Ásmundur Einar Daðason en þau
þrjú hafa öll sagt sig úr VG. Aðrir
þingmenn stjórnarflokka greiddu
frumvarpinu atkvæði sitt og þing-
menn Bjartrar framtíðar að auki.
Alls greiddu því 28 þingmenn at-
kvæði með frumvarpinu.
Þingmenn Framsóknarflokksins,
Sjálfstæðisflokksins, Hreyfingarinn-
ar og annarra stjórnarandstæðinga
sátu hjá.
Jón sagðist við atkvæðagreiðsl-
una ekki geta stutt frumvarpið á
þeim forsendum að þar væri áfram
gert ráð fyrir fjárveitingum til um-
sóknar að Evrópusambandinu en
andstaða hans við sambandið varð
í vikunni til þess að nýr meirihluti
myndaðist í utanríkismálanefnd
þegar Jón myndaði meirihluta
með fulltrúum stjórnarandstöð-
unnar. Í nefndinni myndaðist
meirihluti fyrir því að hlé yrði gert
á viðræðum Íslands við Evrópu-
sambandið.
Jón sagði við atkvæðagreiðsl-
una að margt væri gott í frum-
varpinu og að mikill árangur hefði
náðst.
baldur@dv.is
i-Helicopter
Stjórnað með iPhone, iPad, iPod touch
Lántakandi sjóðsins
vann við hús Kristjáns
n Verktakafyrirtæki sem fékk 630 milljóna lán frá Sameinaða
V
erktakafyrirtækið Skugga-
byggð sá um framkvæmd-
ir við einbýlishús fram-
kvæmdastjóra Sameinaða
lífeyrissjóðsins, Kristjáns
Arnar Sigurðssonar, á síðasta ári.
Þetta segir verktaki sem vann að
framkvæmdum við húsið sem stað-
sett er á Sunnuflöt í Garðabæ. „Við
vorum að vinna heima hjá honum
og reikningarnir fóru á hinn stað-
inn (til Skuggabyggðar, innsk. blm.).“
Verktakinn vill ekki koma fram und-
ir nafni. Framkvæmdirnar sem um
ræðir áttu sér stað fyrir um ári.
Vinna Skuggabyggðar við hús
framkvæmdastjórans er áhugaverð
fyrir þær sakir að Sameinaði lífeyris-
sjóðurinn veitti verktakafyrirtækinu
630 milljóna króna lán í mars í fyrra
til að kaupa hálfklárað fjölbýlishús í
Mánatúni 3–5.
Verktakinn segir að Skuggabyggð
hafi svo greitt reikningana til verk-
takafyrirtækisins eftir að þeir höfðu
verið sendir þangað. „Þetta var
greitt,“ segir verktakinn. Reikn-
ingarnir hlupu á mörg hundruð þús-
und krónum.
Segir Skuggabyggð hafa
ráðið undirverktaka
Kristján Örn segir að Skuggabyggð
hafi séð um síðasta hlut fram-
kvæmda við hús hans og að líklegt
sé að fyrirtækið hafi ráðið undir-
verktaka til að sjá um einstök verk
sem skýri af hverju reikningar tiltek-
inna verktaka hafi verið sendir þang-
að. „Skuggabyggð gerði á síðasta ári
tilboð í lokaáfanga breytinganna
og hefur fyrirtækið annast umsjón
með framkvæmdunum sem við-
semjandi okkar og verksali. Við höf-
um því staðið skil á öllum reikning-
um gagnvart Skuggabyggð. Varðandi
nánari útfærslu á því fyrirkomulagi
sem Skuggabyggð hafði á því hverj-
ir framkvæmdu einstök verk fyrir
Skuggabyggð í samræmi við einstaka
verkþætti tilboðsins, þá bendi ég þér
á að hafa samband við forsvarsmenn
fyrirtækisins. Ég geri þó fastlega ráð
fyrir að Skuggabyggð hafi samið við
undirverktaka um vinnu við eins-
taka verkhluta, sem síðan hafi sent
Skuggabyggð reikning vegna vinnu
sinnar. Það er enda alþekkt fyrir-
komulag í framkvæmdum sem þess-
um.“
Fékk lán frá Sameinaða
Eigandi Skuggabyggðar heitir Krist-
ján G. Ríkharðsson. 630 milljóna
lánið var vegna fyrstu útborgun-
ar á 965 milljóna króna kaupverði
hússins sem verktakinn keypti af
Arion banka. Arion banki veitti
Skuggabyggð svo lán fyrir eftirstöðv-
um kaupverðsins. Arion banki hafði
leyst fjölbýlishúsið til sín eftir efna-
hagshrunið árið 2008 þegar bank-
inn eignaðist verktakafyrirtækið Ár-
mannsfell, sem unnið hafði að því að
byggja fjölbýlishúsið.
Samkvæmt kaupsamningnum
að Mánatúni 3–5, sem dagsettur er
2. desember 2010, kemur fram að 1.
september og 1. október 2011 hafi
Skuggabyggð átt að greiða samtals
250 milljónir króna til Arion banka
út af kaupunum á húsinu. Athygli
vekur að Skuggabyggð átti að greiða
þessa upphæð níu og tíu mánuðum
eftir undirritun kaupsamningsins.
Seldi flestar íbúðirnar
Það sem gerðist frá því Skuggabyggð
keypti eignirnar af Arion banka í lok
desember 2010 og þar til félagið átti
að standa skil á fyrstu greiðslunni til
bankans sem ekki var tilkomin frá
Sameinaða lífeyrissjóðnum, var að
verktakinn seldi nær allar íbúðirn-
ar í húsinu. Í frétt í Morgunblaðinu í
september í fyrra var greint frá því að
50 af 55 íbúðum í húsinu hefðu selst
á síðustu fjórum mánuðum þar á
undan, frá maí og fram í september.
Skuggabyggð seldi því bróður-
hluta íbúðanna í húsinu áður en
og um það leyti sem félagið átti að
hefja afborganir af þeim hluta kaup-
verðsins til Arion banka sem ekki var
fjármagnaður af Sameinaða lífeyr-
issjóðnum. Í ársreikningi Skugga-
byggðar fyrir árið 2011 kemur fram
að félagið hafi hagnast um 189
milljónir króna í fyrra og að eignir
félagsins séu metnar á nærri 1.500
milljónir króna. Skuggabyggð er því
stöndugt félag í dag, meðal annars
út af viðskiptunum með húsið í
Mánatúni. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Skuggabyggð
gerði á síðasta
ári tilboð í lokaáfanga
breytinganna
Fékk lán og sá um framkvæmdir
Verktakafyrirtækið Skuggabyggð fékk lán upp á
630 milljónir króna frá Sameinaða lífeyrissjóðn-
um og sá um framkvæmdir við hús fram-
kvæmdastjórans, Kristjáns Arnar Sigurðssonar.
Höfðu afskipti
af spilaklúbbi
Á miðvikudagskvöld hafði lög-
regla afskipti af spilaklúbbi í Engi-
hjalla, en þar sátu um tíu manns
og spiluðu póker upp á peninga.
Lögreglumenn skráðu upplýs-
ingar inni á staðnum, skýrsla
verður rituð um það sem þeir
urðu áskynja, að því er kemur
fram í skýrslu lögreglunnar.
Fær nafn-
laus bréf
„Afhverju reynir þú ekki bara að
vera fyrirmynd fyrir því góða?
Afhverju alltaf þetta endalausa
væl. Þú ert bara feministatussa
sem hefur kvenhyggjuna fyr-
ir brjósti,“ segir í nafnlausu bréfi
sem Hildi Lilliendahl barst aðfara-
nótt fimmtudags. Bréfið er ekki
það fyrsta og eflaust ekki það síð-
asta sem hún fær þar sem henni
er hótað, ýmist undir rós eða bara
beint út. Oft snúast hótanirnar
um líkamsmeiðingar eða kynferð-
isofbeldi. Á bloggsíðu sinni segir
Hildur frá póstinum. „Ég hugsaði
um foreldra hans. Það eru margir
strákar á Íslandi sem dunda sér
við að áreita mig á netinu eða í
gegnum tölvupóst þegar þeim
leiðist. Vita foreldrar þeirra af
þessu?“ skrifar hún.
Útgáfa DV
um hátíðar
Þar sem jólablað DV kom út
21. desember kemur ekki út
blað á mánudag, aðfangadag,
né miðvikudag, annan í jól-
um. Næsta tölublað kemur út
föstudaginn 28. desember. Þá
kemur út veglegt áramótablað
en þar upplýsir völva DV um
það sem mun gerast á næsta
ári og árið sem er að líða verð-
ur gert upp. Þar á eftir kemur
DV út föstudaginn 4. janúar
en upp frá því kemur blaðið
út þrjá daga vikunnar eins og
venja er. DV óskar lesendum
sínum gleðilegra jóla.
Óþægur Jón Bjarnason er eitilharður
andstæðingur Evrópusambandsins.