Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 14
E
kki stendur annað til en að
bíða eftir því að eigend
ur sumarhúsa sem standa
við Elliðavatn stefni Orku
veitunni vegna uppsagnar
á lóðaleigu samningi. Orkuveitan
hefur tilkynnt eigendunum að þeir
þurfi að fjarlægja sumarhús sín
fyrir árslok. Mörg húsanna voru
endurnýjuð fyrir átta árum til að
þau uppfylltu kröfur Orkuveitunn
ar um frágang á rotþróm þegar
síðasti samningur var gerður við
eigendurna. Eiríkur Hjálmarsson,
upplýsingafulltrúi Orku veitunnar,
segir að ekki sé á dagskránni að
grípa til einhverra aðgerða gagn
vart eigendunum, ekki á með
an eigendurnir séu enn að íhuga
dómsmál.
Hafa talað við
heilbrigðiseftirlitið
„Það er enginn ofstopi í okkur í
þessu máli. Við höfum upplýst
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um
stöðuna og það hefur ákveðið lög
formlegt hlutverk varðandi vatns
verndina,“ segir Eiríkur. „Við höf
um heyrt í fjölmiðlum að það sé
von á því að þetta sé á leið fyrir
dómstóla og kannski er það næsta
skref, ef leigjendurnir kjósa að fara
þá leið.“
Eigendum sumarhúsanna var
tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn á
lóðaleigusamningunum í nóvem
ber í fyrra og hafa eigendurnir því
haft nógan tíma til að undirbúa
flutning húsanna, hefðu þeir vilj
að.
Morgunblaðið hefur greint frá
því að sumarhúsaeigendur íhugi
málsókn gegn Orkuveitunni og að
enginn eigendanna sé farinn að
huga að flutningum. „Ef leigjend
urnir ætla með málið fyrir dóm þá
er eðlilegt að bíða þeirrar niður
stöðu, það er alveg ljóst. Þannig
að réttarstaðan verður þá klár
ari í allra huga. Við álítum að hún
sé nokkuð skýr en það eru aðrar
meiningar uppi um það hjá leigj
endunum, eða hluta þeirra,“ segir
Eiríkur.
Standa nærri
vatnsverndarsvæði
Ástæðan fyrir því að Orkuveitan
vill að húsin verði fjarlægð er ná
lægð þeirra við vatnsverndarsvæði
borgarinnar. Húsin eru þó ekki
á brunnsvæðinu sjálfu heldur á
grannsvæði. Ekki er gert ráð fyrir
að frístundabyggð sé á svæðinu
samkvæmt aðalskipulagi Reykja
víkurborgar. Eiríkur segir að öll
byggð á svæðinu geti haft áhrif á
vatnsverndarsvæðið. „Við erum að
horfa til langs tíma þegar við horf
um á vatnsverndina og að þessi
byggð hljóti að vera víkjandi með
tilliti til hennar,“ segir hann. „Það
fylgir þessari búsetu ákveðin hætta
fyrir vatnsbólin.“
Sumarhúsin eru þó ekki eina
byggðin í grennd við vatns
verndarsvæðið. Mikil og hröð upp
bygging verið Kópavogsmegin við
Elliðavatn á undanförnum árum.
Aðspurður hvort sú uppbygging
sé ekki jafn mikið áhyggjuefni
segir hann svo vera. „Við höfum
áhyggjur af því hvað byggðin í
heildina hefur færst nær svæðun
um og umferð hefur aukist og þar
frameftir götum. Það eru allskon
ar ytri álagsþættir sem eru vaxandi
sem við höfum áhyggjur af,“ seg
ir Eiríkur. Hann segir það þó ekki
bara vera spurning um hversu ná
lægt byggð er vatnsverndarsvæð
inu heldur í hvaða átt byggðin er
með tilliti til grunnvatnsstrauma.
„Það er að segja hvort þetta sé und
an straumi eða ofan hans. Grunn
vatnsstraumarnir eru í meginat
riðum frá austri til vesturs, en það
eru þó lykkjur á leiðinni.“n
14 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað
Bíða eftir að fá
á sig málsókn
n Orkuveitan ætlar ekki að grípa strax til aðgerða gagnvart sumarhúsaeigendum
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Landað framhjá
n Þurfa að greiða 600.000 krónur í sekt
H
éraðsdómur Reykjaness
hefur dæmt tvo karlmenn
til greiðslu sex hundruð
þúsunda króna hvor fyrir
að landa framhjá vigt. Annar
mannanna var ákærður fyrir að
hafa þann 26. nóvember 2010 ekið
burt frá Ólafsvíkurhöfn með tvö
fiskikör sem innihéldu samtals 857
kíló af óslægðum þorski án við
komu á hafnarvog. Þannig bárust
vigtarmanni ekki fullnægjandi
upplýsingar um aflann en í ákæru
kemur fram að verðmæti aflans
hafi numið tæpum þrjú hundruð
þúsund krónum.
Hinn maðurinn, skipstjóri Ástu
GK262, var ákærður fyrir að hafa
ekki tryggt að aflinn færi á hafnar
vogina í Ólafsvíkurhöfn. Upphaf
málsins bar að með þeim hætti
að eftirlitsmaður Fiskistofu óskaði
eftir aðstoð lögreglu við að stöðva
flutningabifreið á Garðskagavegi.
Grunaði hann að framhjálöndun
hefði átt sér stað í bátnum.
Báðir mennirnir neituðu sök
þegar málið var tekið fyrir hjá Hér
aðsdómi Reykjaness. Dómari í
málinu taldi hins vegar óyggjandi
sannanir fyrir því að mennirnir
hefðu gerst sekir um þá hátt
semi sem lýst var í ákæru. Þurfa
mennirnir að greiða hvor um
sig sex hundruð þúsund krónur
í sekt innan fjögurra vikna, ella
sæta fangelsi í 32 daga. Þá voru
mennirnir dæmdir til að greiða
málsvarnarlausn verjenda sinna,
samtals rúmar þrjú hundruð þús
und krónur.
einar@dv.is
„Við höfum heyrt í
fjölmiðlum að það
sé von á því að þetta sé
á leið fyrir dómstóla og
kannski er það næsta skref.
Allt á að fara Sumarhúsin við Elliðavatn eiga
að fara af landi Orkuveitunnar fyrir áramót.
Eigendunum var tilkynnt það fyrir um ári.
Enginn virðist þó ætla að fylgja því eftir.