Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 16
„Þú munt ekki
lifa Þetta af“
16 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað
Annþór og Börkur sakfelldir
n „Þetta eru mikil vonbrigði og ég geri ráð fyrir að áfrýja“
A
nnþór Kristján Karlsson var á
fimmtudag sakfelldur í héraði
ásamt Berki Birgissyni og átta
öðrum karlmönnum fyrir sér-
staklega hættulegar líkamsárásir, til-
raun til fjárkúgunar, og fyrir ólögmæta
nauðung og frelsissviptingu. Annþór
fékk þyngsta dóminn af öllum, sjö ára
fangelsi. Næstþyngsta dóminn hlaut
Börkur en hann var á fimmtudaginn
dæmdur í sex ára fangelsi.
„Ég er mjög ósáttur við þennan
dóm. Þetta eru mikil vonbrigði og
ég geri ráð fyrir að áfrýja,“ sagði Ingi
Freyr Ágústsson, verjandi Barkar, er
dómur féll í málinu. Þeir voru með-
al annars dæmdir fyrir að hafa ráð-
ist á fjóra menn í íbúð í Mosfells-
bæ og veist að þeim með bareflum;
golfkylfum, handlóðum og sleggju.
Annþór og Börkur veittust einnig
að tveimur öðrum mönnum en í
öðru tilfellinu neyddu þeir vin fórn-
arlambsins til þess að kasta þvagi yfir
hann. Annþór var að auki dæmdur
fyrir að ráðast á tvo menn á sólbaðs-
stofu í Hafnarfirði, annan tók hann
kverkataki þar til hann missti með-
vitund en Annþór reyndi að kúga
mennina til þess að greiða sér 500
þúsund krónur.
Átta aðrir voru dæmdir fyrir að-
ild sína að árásunum. Jón Ólafur Ró-
bertsson, Smári Valgeirsson og Viggó
Emil Berglindarson fengu tveggja
ára dóma. Kaj Anton A. Larsen,
Viktor Hrafn Einarsson, Sigmund-
ur Geir Helgason og Sindri Krist-
jánsson fengu átján mánaða dóma.
Þórbergur Ísak Þóroddsson fékk 15
mánaða dóm. Þeim var öllum gert að
greiða máls- og sakarkostnað, sem
var í flestum tilfellum á bilinu 1,2 til
1,5 milljónir. Annþór hefur frá ár-
inu 1993 hlotið tíu refsidóma, meðal
annars fyrir skjalafals, þjófnað, grófa
líkamsárás, húsbrot, frelsissviptingu
og fíkniefnabrot. Börkur var dæmd-
ur í sjö ára fangelsi árið 2005 fyrir að
slá mann með öxi, en sá dómur var
einnig fyrir fleiri brot, meðal annars
margar líkamsárásir.
n Ungur maður sem kærði Börk til lögreglu hótað n Aldrei rólegur
U
ngum manni sem lagði
fram kæru á hendur Berki
Birgissyni hefur verið
hótað af mönnum sem
hann segir tengjast Berki.
Maðurinn fór til lögreglunn-
ar og lagði fram kæru á hendur
Berki fyrir hótanir, fjárkúgun og
líkamsárás sem hann á að hafa
orðið fyrir af hans hálfu. Mál-
ið var sent af lögreglu til ríkissak-
sóknara sem sendi málið aftur til
lögreglu til frekari rannsókna fyrir
um mánuði. Eins og sjá mér hér að
neðan hefur Börkur verið dæmdur
í sex ára fangelsi fyrir sérstaklega
hættulegar líkamsárásir, ólög-
mæta nauðung og fjárkúgun sem
hann framdi í félagi við Annþór
Kristján Karlsson. Annþór hlaut
sjö ára fangelsisdóm.
Ungi maðurinn segir í samtali
við DV að hann hafi ákveðið að
kæra Börk eftir að fjölmiðlar fjöll-
uðu um handtöku hans og Ann-
þórs og að fleiri fórnarlömb hefðu
stigið fram og ákveðið að kæra.
Fyrirsát við vinnustaðinn
Maðurinn er nú í hálfgerðum fel-
um og bíður þess að mál hans
verði tekið fyrir hjá dómstólum.
„Ég segi ekki mörgum hvar ég er
og það eru aðeins nánustu vinir
mínir og fjölskylda sem vita sím-
ann hjá mér.“ Varðandi hótanirn-
ar sem honum hafa borist segir
hann þær hafa verið með marg-
víslegum hætti. „Það hefur verið
setið fyrir mér fyrir utan vinnustað
minn sem gerði það að verkum að
ég gat ekki farið í vinnuna í nokkra
daga. Það hefur nokkrum sinnum
verið hringt í mig og þá alltaf úr tí-
kallasíma þar sem mér hefur ver-
ið hótað lífláti. Í einu símtalinu
var sagt við mig: Þú munt ekki lifa
þetta af.“
Aldrei rólegur
Þrátt fyrir hótanirnar segist hann
reyna að lifa eðlilegu lífi. Það
hafi verið persónulegur sigur að
hafa stígið fram og kært Börk fyr-
ir ofbeldið. „Óttinn er alveg undir
niðri en ég reyni að láta hann ekki
stjórna mér. En maður er alltaf var
um sig og getur farið að taka alls
konar hlutum sem hótunum. Eitt
skipti var ég inni í bílskúr hjá for-
eldrum mínum þegar ég sá lamb-
húshettu í felulitum, líka þeirri sem
Börkur notar til að fela andlit sitt í
dómsal, liggja á á gólfinu. Ég fyllt-
ist mikilli hræðslu og ég hélt að ein-
hverjir menn á vegum Barkar hefðu
komið henni þarna fyrir til þess að
ógna mér. Svo reyndist þetta vera
lambhúshettan hans pabba sem
hafði dottið á gólfið. En maður er
aldrei rólegur.“
Fer óhræddur í dómsal
Maðurinn segist hafa hafið nýtt líf
en hann var áður í óreglu og komst
þannig í kynni við Börk. „Ég vona
að mál mitt fari fyrir dómstóla og
að Börkur verði dæmdur, því fyrir
mér markar það upphafið að nýju
tímabili.“ Hann segist ekki hræð-
ast tilhugsunina að mæta Berki fyr-
ir dómi. „Nei, ég er ekki hræddur.
Ég er búinn að sjá þetta fyrir mér
svo ótal mörgum sinnum í hugan-
um og ég ætla að mæta honum og
sýna honum að það er ekki hægt að
hræða mig til þess að þegja. Hann
getur ekkert gert ef hann er í fang-
elsi.“ En ef hann fær ekki fangels-
isdóm? „Þá flyt ég sennilega úr
landi.“
Karl Ingi Vilbergsson aðstoðar-
saksóknari staðfesti við DV að mál-
ið hafi verið sent aftur til lögreglu til
frekari rannsóknar. n
„Ég ætla
að mæta
honum og sýna
honum að það
er ekki hægt að
hræða mig til
þess að þegja
Í dómsal
Maðurinn
kærði Börk
Birgisson
fyrir hótanir,
fjárkúgun og
líkamsárás.
Má aldrei
aka aftur
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur svipt 26 ára karlmann ökuleyfi
ævilangt, dæmt hann í 45 daga
fangelsi og til greiðslu 160 þúsund
króna sektar til ríkissjóðs. Maðurinn
var ákærður fyrir að hafa sunnu-
daginn 1. janúar síðastliðinn ekið
undir áhrifum amfetamíns, kókaíns
og kannabisefna en lögregla stöðv-
aði för hans á Bústaðavegi í Reykja-
vík. Maðurinn var þegar svipt-
ur ökuréttindum þegar hann var
stöðvaður. Þann 1. júní var hann
síðan stöðvaður á Akureyri og var
hann þá einnig undir áhrifum fíkni-
efna og enn og aftur án ökuréttinda.
Hann var handtekinn skömmu síð-
ar eftir að hann neitaði lögreglu um
þvagsýni fyrir rannsókn málsins. Í
bifreið hans fundust 0,8 grömm af
tóbaksblönduðu kannabisefni.
Langur afbrotaferil Annþór og Börkur
hafa hlotið marga dóma.
Ákærður
Mál Sævars Óla Helgasonar
var tekið fyrir í héraðsdómi á
fimmtudag en hann er ákærður
fyrir húsbrot og eignaspjöll á
ráðherrabústaðnum að Tjarnar-
götu 32. Honum er gefið að sök
að hafa fimm sinnum brotið
rúðu í húsinu, en hann er sagð-
ur hafa gert það til að kom-
ast þar inn. Brotin varða allt að
tveggja ára fangelsi. Athygli vek-
ur að Sævar Óli var með skráð
lögheimili í ráðherrabústaðnum
að Tjarnargötu 32 þegar þessi
meintu brot áttu að hafa verið
framin. Sólveig J. Guðmunds-
dóttir hjá Þjóðskrá segir að lögin
séu þannig að hver sem er geti
skráð sig til heimilis hvar sem er.
Ráðherrabústaðurinn hafi verið
skráður sem einbýlishús og því
gat hann átt lögheimili þar.