Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Page 20
olíufurstar græða
20 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað
B
ensínlítrinn kostar umtals
vert meira en hann gerði
árið 2008 með tilliti til vísi
tölu neysluverðs. Í janúar
árið 2008 kostaði ódýrasti
bensínlítrinn 134,5 krónur en í dag
kostar hann rúmar 245,7 krónur
þar sem hann er ódýrastur. Verð
lag hefur hækkað um 42,63 prósent
samkvæmt Hagstofunni en bensín
lítrinn um 83 prósent. Í saman
burði við heimsmarkaðsverð á
eldsneyti kemur í ljós að hækkunin
fer að litlu leyti til ríkisins og olíu
félaganna sjálfra.
Álagning hækkar í takt
Líkleg álagning olíufélaganna á
bensínlítrann hefur hækkað í takt
við verðlagsbreytingar og hafa þau
því að raunvirði lítið meira upp úr
hverjum lítra en áður. Árið 2008
var álagning líklega 26 krónur á
hvern lítra en í dag er hún rúmlega
36 krónur á lítrann. Sé álagning frá
2008 uppreiknuð miðað við verð
lagsþróun kemur í ljós að lítrinn
gæti kostað einni krónu meira í
dag ef hann hefði fylgt verðlags
þróun nákvæmlega.
Olíufélögin hafa hins vegar á
tímabilinu fengið meira fyrir sinn
snúð en þau gera eins og dæmið
er í dag. Álagning olíufélaganna
hefur nefnilega sveiflast mikið
samkvæmt fyrirliggjandi útreikn
ingum hjá bæði Félagi íslenskra
bifreiðaeigenda og Datamarket.
Mest hefur álagning farið upp í
41,61 krónu, í júlí síðastliðnum en
miðað við þróun vísitölu neyslu
verðs hefði álagning þá staðið í
tæplega 36,6 krónum, eða verið
fimm krónum lægri hefði álagning
fylgt nákvæmlega vísitölunni.
Heimsmarkaðsverð áhrifamest
Áhrifamesti þátturinn í hækkun
inni er innkaupsverð á eldsneyti en
það er keypt á erlendum mörkuð
um. Líklegt innkaupsverð á bensíni
hefur hækkað um tæp 128 prósent
á tímabilinu janúar til desember,
eða um fimmtíu krónur. Gengi ís
lensku krónunnar gagnvart Banda
ríkjadal hefur líka áhrif á hversu
hátt heimsmarkaðsverð á bensíni
er fyrir íslensku olíufélögin og er
því ekki sjálfgefið að þó að heims
markaðsverðið hækki eða lækki á
mörkuðum að það hækki eða lækki
til jafns gagnvart félögunum vegna
gengisþróunarinnar á sama tíma.
Í gögnum sem Datamarket birtir
á vefsíðu sinni kemur fram hvern
ig bensínverð skiptist í hlutföllum.
Skipting var í byrjun mánaðarins
á þá leið að almennt bensíngjald
er 9,89 prósent, sérstakt bensín
gjald 15,98 prósent, kolefnisgjald
2,02 prósent, virðisaukaskatt 20,32
prósent, innkaupaverð 37,12 pró
sent og svo flutningar, tryggingar og
álagning 14,66 prósent.
Hlutur ríkisins lægri
Samkvæmt gögnunum hefur hlutur
ríkisins í bensínverði minnkað frá
því sem hann var í upphafi árs 2008.
Hluturinn hækkaði þó um tíma og
fór hæst í 53,1 prósent. Hlutur rík
isins hefur verið um helmingur af
útsöluverði bensíns og ríkissjóður
því sá aðili sem græðir langmest á
hverjum seldum bensínlítra.
Álögur á bensíni hafa lengi ver
ið þrætuepli á milli stjórnmála
manna og almennings. Hluti skatt
heimtunar er reiknaður sem hlutfall
af bensínverði en hluti föst krónu
tala. Hækkanir á bensínverði geta
því leitt til hærri gjalda sem neyt
endur greiða af lítranum til ríkis
ins sem svo aftur skilar sér í hækk
un á vísitölu neysluverðs sem hefur
í mörgum tilfellum bein áhrif á lán
landsmanna. Þetta gerir það einnig
að verkum að við hækkun á bensín
verði lækkar hlutur ríkisins í hverj
um lítra. n
n Verð á bensíni skýrist mest af hækkandi heimsmarkaðsverði n Ríkið og olíufélög fá það sama
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is 300
250
200
150
100
50
0
2008 2009 2010 2011 2012
Bensínverð: Samsetning
Eining: Krónutala (ISK)
Skiptingin Hér má sjá hvernig bensínverð hefur
skipst á milli ríkisins og annarra aðila. Þeir sem
tilheyra hópnum aðrir aðilar eru meðal annars
olíufélögin og olíuframleiðendur. Tölurnar eru
ekki uppreiknaðar á verðlagi dagsins heldur sýna
hvernig verðið hefur þróast óháð verðlagi.
n Hlutur ríkisins
n Hlutur annarra