Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Síða 24
24 Erlent 21.–27. desember 2012 Jólablað
U
ng afgönsk kona, Aesha
Mohammadzai, sem varð
fyrir hrottalegum pynting-
um í heimalandi sínu af
hálfu eiginmanns síns er
á góðum batavegi. Eins og sést á
meðfylgjandi myndum afmyndað-
ist Aesha í andliti þegar hún hót-
aði að yfirgefa ofbeldisfullan eig-
inmann sinn. Athygli er vakin á því
að lýsingarnar í þessari frétt kunna
að vekja óhug enda um fólsku-
legt ofbeldi að ræða. Á undanförn-
um misserum hefur Aesha gengist
undir nokkrar vel heppnaðar að-
gerðir í Bandaríkjunum en þangað
flutti hún fyrir tveimur árum til að
hefja nýtt og betra líf.
Óttaðist spegilmyndina
„Í dag er mér alveg sama,“ sagði
Aesha, sem er 21 eða 22 ára, í viðtali
við bandaríska fréttamiðilinn CNN
á dögunum þegar hún var spurð
hvort hún óttaðist að líta í speg-
il. „Allir glíma við einhvers konar
vandamál. Til að byrja með óttað-
ist ég spegilmynd mína. Ég óttað-
ist hvað yrði um mig í framtíðinni
en ég óttast ekkert lengur. Núna skil
ég tilgang lífsins og hvernig á að lifa
því. Í Afganistan gerði ég það ekki,“
sagði hún.
Aesha sagði sögu sína fyrst í
eftirminnilegu forsíðuviðtali við
bandaríska blaðið Time í ágúst 2010
þar sem mynd af afmynduðu and-
liti hennar birtist á forsíðu. Þegar
hún var 12 ára seldi faðir henn-
ar hana í hjónaband með talíbana
vegna fjárhagsvandræða. Fljótlega
eftir að sambúð hennar og eigin-
manns hennar hófst fór að bera á
miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi
og var hún til dæmis látin sofa með
dýrum í gripahúsi eiginmanns síns.
Hún komst ekki langt þegar hún
reyndi að flýja undan eiginmanni
sínum. Hann náði henni og skar af
henni nefið og eyrun í hefndarskyni.
Hún var skilin eftir úti í óbyggðum
en tókst við illan leik að komast til
afa síns sem bjó í nágrenninu.
Góðar horfur
Aeshu var komið undir hendur
bandarískra lækna í Afganistan og
lá hún inni á sjúkrastofnun í tíu vik-
ur. Í kjölfarið sáu góðgerðasamtök
til þess að hún kæmist undir lækn-
ishendur í Bandaríkjunum. Eft-
ir að hafa legið inni á sjúkrahúsi
þar í nokkra mánuði fluttist hún til
fósturfjölskyldu í Maryland-ríki.
Nú, tveimur árum síðar, hef-
ur Aesha gengist undir fjölmargar
lýtaaðgerðir og er óhætt að segja að
árangurinn af þeim lofi góðu. Hún
á þó enn eftir að gangast undir fleiri
aðgerðir og er enn langur vegur
framundan. Fyrir skemmstu gekkst
hún undir aðgerð sem miðaði að
því að búa til húðvef sem nýttur
verður í enduruppbyggingu á nefi
hennar. Það var gert með því að
koma fyrir sílikonpúða undir enni
hennar en þannig verður til um-
framhúðvefur sem skorinn verður
burt og komið fyrir á nefinu. Næsta
skref verður að taka brjóskvef við
eitt af rifbeinum hennar sem not-
aður verður í enduruppbygingu á
nefinu.
Sex mánuðir eftir
Aesha hefur undanfarin misseri
búið hjá hjónunum Mati og Jamilu
Arsala sem tóku hana að sér og
hugsa um hana sem eigin dóttur.
Þau eiga fimmtán ára stúlku, Mienu
Ahmadzai, og er henni og Aeshu
vel til vina. Þrátt fyrir að vera á góð-
um batavegi er sem fyrr segir lang-
ur vegur framundan. Læknar töldu
ráðlagt að fresta lýtaaðgerð á nefi
hennar þar sem þeir töldu að hún
væri ekki tilbúin andlega undir þá
löngu og ströngu meðferð sem beið
hennar. Eftir komuna til Banda-
ríkjanna sýndi Aesha miklar skap-
sveiflur og þjáðist einnig af þung-
lyndi. Nú er aðgerðin hins vegar
hafin og er áætlað að Aesha ljúki
meðferð sinni innan sex mánaða og
þurfi eftir það ekki að gangast undir
frekari aðgerðir. n
Í bataferli Undir enni Aeshu
eru sílikonpúðar sem gera það
að verkum að umframhúð
myndast. Hún verður nýtt til að
endurbyggja nef hennar.
Á forsíðunni Aesha birtist á eftirminni-
legri forsíðu Time-tímaritsins árið 2010.
Með fjölskyldunni Aesha býr hjá fósturfjölskyldu í Maryland. Hér er hún með fóstur-
móður sinni og systur.
Ekki lengur hrædd
við að líta í spegil
n Varð fyrir fólskulegu ofbeldi í Afganistan n Fékk nýtt líf í Bandaríkjunum
„Núna
skil ég
tilgang lífsins
og hvernig á
að lifa því
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Virki breytt
í lúxushótel
Gamalt varnarvirki sem stendur
úti fyrir ströndum Bretlands hefur
fengið nýtt hlutverk og er orðið að
nokkurs konar lúxushóteli. Virk-
ið sem um ræðir var byggt fyrir 134
árum og var hugsað til að verjast
mögulegri innrás Frakka. Stein-
veggir virkisins eru hvorki meira
né minna en 4,5 metrar á þykkt.
Endurbæturnar á virkinu kostuðu
þrjár milljónir punda, eða rúmar
600 milljónir króna, og samanstend-
ur það núna af níu lúxusherbergj-
um, veitingastað, heitum potti og
sólbaðsaðstöðu svo fátt eitt sé nefnt.
Nóttin á þessu nýja hóteli kostar um
70 þúsund krónur en ef 18 manns
leigja hótelið saman kostar nóttin
eina milljón króna. „Við höfum haft
opið í fimm mánuði og móttökurn-
ar hefðu ekki getað verið betri,“ segir
Mark Watts, eigandi hótelsins.
„Sjúkt að þetta
skuli gerast“
Hrottaleg hópnauðgun á 23 ára
konu í strætisvagni í Nýju-Delí á
Indlandi hefur vakið mjög hörð við-
brögð þar í landi. Fjölmargir mót-
mæltu á götum borgarinnar í vik-
unni og kröfðust þess að yfirvöld
tækju harðar á ofbeldi gegn konum
en tíðkast hefur. Beinist gagnrýnin
að lögreglunni sem virðist taka á at-
vikum sem þessu með nánast silki-
hönskum – sérstaklega þegar fórn-
arlömbin eru konur.
Atvikið, sem átti sér stað á
sunnudag, hefur einnig verið rætt
á indverska þinginu og vilja sum-
ir þingmenn ganga svo langt, að
dæma þá einstaklinga til dauða,
sem gerast sekir um nauðgun. Atvik-
ið í strætisvagninum á sunnudags-
kvöld hefur vakið mikla athygli en
fleiri hópnauðganir hafa þó verið til-
kynntar til lögreglu á Indlandi í vik-
unni. Í einu tilviki lést fórnarlambið,
10 ára barn, af sárum sínum.
Konan sem varð fyrir ofbeldinu í
strætisvagninum í Nýju-Delí er enn
á sjúkrahúsi og er hún sögð vera
lífshættulega slösuð. Að sögn lög-
reglu réðust sex menn á konuna og
vin hennar og beittu þau hrotta-
legu ofbeldi og beittu þeir meðal
annars járnstöngum. Konunni og
vini hennar var svo hent út úr vagn-
inum og þau skilin eftir á víðavangi,
nakin og illa slösuð. „Það er sjúkt
að þetta skuli gerast í okkar landi,“
sagði Smitha, 32 ára mótmælandi, í
samtali við AP-fréttastofuna.