Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 25
n Varð fyrir fólskulegu ofbeldi í Afganistan n Fékk nýtt líf í Bandaríkjunum Ofbeldisplága í bandaríkjunum n Obama felldi tár vegna morðanna í Newtown n 10.000 falla árlega vegna byssuofbeldis V ið getum ekki haft þetta svona lengur, er þetta kostn- aðurinn fyrir frelsið? Þannig komst Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, að orði í smá- bænum Newtown í Bandaríkjunum í vikunni – bæ á stærð við Kópavog þar sem búa aðeins um 27.000 manns. Adam Lanza sá til þess föstudaginn 14. desember að nafn bæjarins verð- ur greypt í sögu Bandaríkjanna eftir hið hræðilega fjöldamorð sem hann framdi í einum af grunnskólum bæj- arins. Þar myrti hann með köldu blóði 20 börn á aldrinum 5–7 ára og sjö fullorðna. Áður en hann fór í skól- ann myrti hann móður sína, Nancy Lanza. Samkvæmt Huffington Post voru vopnin sem Adam notaði við voðaverkin skráð á móður hans. Fjöldi vopna var skráður á hana. Vopnið sem Lanza notaði var hálf- sjálfvirkur hríðskotariffill, Bushmast- er, sem er nokkurs konar almennings- útgáfa af bandaríska M4-herrifflinum sem bandarískir hermenn nota að staðaldri í stríðsrekstri Bandaríkjanna víða um heim. Fordæming um allan heim Viðbrögð umheimsins hafa einkennst af fordæmingu, en þótt ótrúlegt megi virðast hefur sala á rifflum og skot- vopnum aukist eftir ódæðið. Vegna þess að nú er búist við að löggjöf um skotvopn verði hert í Bandaríkjunum. Í frétt í The Guardian er sagt frá „stjarn- fræðilegri söluaukningu“ á sumum tegundum skotvopna. Í augum Bandaríkjamanna er stjórnarskrá þeirra nánast heilagt plagg. Hún tók gildi árið 1787 í kjöl- far sjálfstæðisbaráttunnar sem inn- flytjendur Bandaríkjanna háðu mest- megnis gegn nýlenduveldi Breta. Önnur grein bandarísku réttinda- skrárinnar (e. The Bill of Rights) veitir borgurum Bandaríkjanna rétt til þess að eiga og bera skotvopn og í þessu sama ákvæði segir að þennan rétt megi ekki skerða. Þetta ákvæði hefur óspart verið notað af fylgismönnum vopnaeignar í Bandaríkjunum, enda er það svo að skotvopn í eigu Bandaríkjamanna eru nánast jafnmörg og íbúarnir, eða um 300 milljónir. Um 9.000–10.000 manns falla árlega vegna glæpa þar sem sem skotvopn eru notuð, eða um 30 á dag, meira en einn á klukkustund. Það má því með sanni segja að Bandaríkin séu samfélag sem er gegnsýrt af byssuof- beldi. Samkvæmt Daniel Webster, sér- fræðingi sem New York Times ræddi við, er beint samband á milli vopna- eignar og fjölda morða í Bandaríkjun- um. Því fleiri skotvopn, því fleiri morð og sjálfsmorð. Breytingar á skotvopnalöggjöf? En er líklegt að eitthvað breytist í þessum málum í kjölfar ódæðisins í Newtown? Það er ekki ástæða til bjart- sýni í þeim efnum. Í kjölfarið á hverj- um harmleiknum á fætur öðrum, þar sem saklausir borgarar, oft skólafólk, eru myrtir, hefur umræðan um byssu- eign blossað upp. En mjög lítið hefur breyst og í sumum fylkjum Bandaríkj- anna er leikur einn að verða sér úti um mjög öflug skotvopn. En nú hefur Barack Obama skip- að vinnuhóp, undir forystu varafor- setans Joe Biden, til þess að fara yfir þessi mál og vill hann fá tillögur í lok janúar næstkomandi. Obama var gráti næst þegar hann ræddi hryllinginn við fréttamenn í Hvíta húsinu. Hann hefur engu að tapa í þessu máli og þar sem hann mun ekki bjóða sig fram aftur í embætti forseta Bandaríkjanna þarf hann ekki að gera neitt í þessu máli sem eykur vinsældir hans. Þvert á móti gæti hann skráð sig á spjöld sögunn- ar með því að breyta þessu ófremdar- ástandi til hins betra. Tugir hafa fallið Á undanförnum árum hafa tugir fallið vegna brjálaðra, ungra byssumanna í Bandaríkjunum. Ekki hafa fleiri fall- ið fyrir hendi eins manns síðan óður byssumaður myrti 32 einstaklinga í Virginia Tech-háskólanum árið 2007, þegar 32 féllu. Árið 1999 voru þrettán myrtir í Columbine-menntaskólan- um í Colorado af tveimur fyrrverandi skólafélögum sínum. Í öllum þess- um þremur tilfellum frömdu ódæðis- mennirnir síðan sjálfsmorð. Frá 1989 hafa verið skráð um 40 tilfelli alvar- legra skotárása í bandarískum skól- um. Að meðaltali er þetta því um tvö tilfelli á ári. Þetta hlýtur að teljast 40 tilfellum of mikið. Ástralir gripu til aðgerða En það er ekki bara í Bandaríkjunum sem voðaverk af þessu tagi eru unn- in. Í lok apríl árið 1996 gekk 28 ára Ástrali, Martin Bryant, berserksgang í smábænum Port Arthur á eyjunni Tasmaníu, sem tilheyrir Ástralíu. Alls létu 35 manns lífið í þeirri skotárás. Viðbrögð ríkisstjórnar Ástralíu vöktu athygli, því í kjölfarið greip stjórnin til þess ráðs að innkalla og greiða fyr- ir skotvopn. Fleiri hundruð þúsund skotvopn komu inn í þessari aðgerð og voru eyðilögð. Samkvæmt frétt BBC um málið hefur voðaatburður af þessu tagi ekki gerst í Ástralíu síðan. Stöðvum faraldur ofbeldis Samkvæmt frétt RÚV í kjölfar fjöldamorðanna í Sandy Hook- grunnskólanum í Newtown kom fram að meirihluti Bandaríkja- manna styddi nú bann við árásar- vopnum og skotvopnum með fjöl- skota magasínum. Slíkt bann myndi að öllum líkindum draga úr vanda- málinu, en ekki leysa það endan- lega. Barack Obama vill að vara- forsetinn Joe Biden ráðist gegn því sem hann kallar „faraldur ofbeldis sem plagar þjóðina á degi hverjum.“ Það verður erfitt verkefni, en alger- lega borðleggjandi að nú verður að gera allt hvað menn geta. Obama og demókratar verða nú að reyna að fá repúblikana til þess að ná fram breytingum í þessum efnum. n Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar Obama strýkur burt tárin Valdamesti maður heims, Barack Obama, gat ekki hamið tilfinningar sínar á fréttamannafundi í Hvíta húsinu, þegar hann ræddi Newtown- fjöldamorðin við blaðamenn. Ávallt í hjörtum okkur Minningarkross með nöfnum fórnarlambanna í Newton í Connect- icut-fylki Bandaríkjanna. 14. desember 2012 var dimmur dagur í sögu bæjarins. Þann morgun myrti Adam Lanza 20 skólabörn á aldrinum 5–7 ára og sex fullorðna í Sandy Hook-grunnskólan- um í bænum, þar á meðal skólastjórann. Áður hafði hann einnig myrt móður sína, Nancy Lanza. Erlent 25Jólablað 21.–27. desember 2012 Áhrifarík heimildamynd Ein áhrifamesta heimildamynd síðari ára er án efa heimildamynd hins þekkta leikstjóra Michaels Moore um fjöldamorðin í Columbine–menntaskól- anum í bænum Littleton í Colorado-fylki í Bandaríkjunum. Myndin heitir Bowling for Columbine og fékk Óskarsverðlaun á sínum tíma. Það var að morgni hins 20. apríl 1999 sem tveir nemendur skólans gengu þar inn þungvopnaðir, eftir að hafa verið í keilu um morguninn. Með litla létta vélbyssu, haglabyssur, 99 sprengjur og fjóra hnífa gerðu þeir morðárás á samnemendur sína. Tólf nemendur og einn kennari létust og 24 særðust. Skot í vopnin höfðu þeir meðal annars keypt í stórmarkaðnum K-Mart. Nýr tónn samtaka byssueigenda Samtök byssueigenda í Bandaríkjun- um, NRA (National Rifle Association) eru ein sterkustu og valdamestu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Eitt af markmiðum samtakanna er einmitt að standa vörð um „byssuákvæðið“ í réttindaskránni sem rætt er um í greininni. Samkvæmt alfræðisíðunni Wikipedia eru um 4,3 milljónir manna í samtökunum. Á vefsíðu samtakanna er meðal annars að finna hjartnæmt myndband með gamla hetjuleikaranum Charlton Heston (Heston var forseti NRA 1998–2003) þar sem hann talar um frelsið, byssuákvæðið og hvað stjórnvöld í Ástralíu voru vond við byssueigendur í kjölfar fjöldamorðanna í Port Arthur. Hann fullyrðir í myndbandinu að þarlend stjórnvöld hafi gert ástralska byssueigendur að „glæpa- mönnum“ með aðgerðum sínum og innköllun vopna. Samtökin hafa hingað til verið alfarið á móti öllum breytingum á bandarískri vopnalöggjöf. Nú kveður hins vegar við nýjan tón og í yfirlýsingu samtakanna eftir Newtown-morðin segir að samtökin „séu harmi slegin og reiðu- búin að leggja sitt af mörkum til að svona lagað gerist aldrei aftur.“ Svo er það bara spurningin hvort þetta séu orðin tóm eða hvort NRA láti til sín taka í málinu að þessu sinni?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.