Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Page 26
26 Erlent 21.–27. desember 2012 Jólablað
Svipmyndir
Liðinnar viku
n Brot af því besta frá ljósmyndurum Reuters–fréttastofunnar víðs vegar að úr veröldinni
Fórnarlambanna minnst
Stúlkur kveikja á kertum til að minnast
fórnar lamba skotárásarinnar í Newtown.
Tuttugu og sjö létu lífið, mestmegnis börn.
Í sigti Rússlandsforseta Vladimír Putín
horfði djúpt í augu ljósmyndara á fundi í Moskvu 19. desember.
Hýr á brá Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, ræddi við fjölmiðla eftir fjöl
miðlafund í París á miðvikudaginn. Þar kynnti hann umbætur á regluverki um bankanna sem
hann sagði að gætu orðið öðrum Evrópulöndum fyrirmynd. Þjóðverjar væru til að mynda að
skoða svipaðar leiðir.
Myndaður á hlaðinu Leikar
inn góðkunni Gerard Depardieu hefur verið
sakaður af æðstu mönnum í ríkisstjórn
Frakklands um að reyna að komast hjá
skattgreiðslum með því að byggja sér
hús í Belgíu, rétt innan landamæranna
að Frakklandi. Þessi 63 ára leikari er einn
fjölmargra auðmanna sem hafa flust til
annarra landa vegna hárra skatta sósíal
istastjórnarinnar frönsku.
Áfram gakk! Þessi
skrautlegi lögreglumaður
í Jammu og Kasmír, nyrsta
héraði Indlands, hrópar
skipanir að þátttakendum í
skrúðgöngu í bænum Sheeri,
60 kílómetra utan höfuð
staðar héraðsins, Srinagar.