Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Page 32
É g vil ekki standa uppi sem hvítþveginn engill, ég er ekkert betri en hinir, en ég ætla held­ ur ekki að játa á mig syndir sem ég framdi ekki. Alveg eins og með veikindi bróður míns þá var þetta ákveðið tímabil í lífi mínu, tímabil þar sem áfengi skipti meira máli en það átti að gera og því verður ekki breytt. En ég er í raun ekkert sorrí yfir því, ég er bara þakklátur fyrir að hafa tekið á þessu. Í raun er það sem ég vildi sagt hafa að þetta er ekkert til þess að skammast sín fyrir. Þetta er einhver sýki sem get­ ur gripið menn sem eru komnir áleið­ is í lífinu eins og aðra. Ég var svolítið hissa á sjálfum mér að hafa ekki fatt­ að það fyrr, en fyrir mér er þetta eins og að fótbrotna í höfðinu. Það er engin skömm að því að leita sér aðstoðar. Við verðum líka að passa að draga ekki upp of einfeldningslega mynd af alkóhólistum. Alkóhólistar eru eins og allir og enginn, þeir eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Allir alkóhólistar gera ekki það sama, þótt sjúkdómurinn sé sá sami í okkur öllum. Það að vera háður ein­ hverju sem breytir hugsunum þín­ um, sækjast í það ástand og jafn­ vel þannig að líkaminn kallar á það sameinar okkur, drykkjumenn og heróínista. Þeir sem eru betur settir í samfélaginu og funkera vel, eins og margir alkóhólistar gera, glíma ekki við minni veikindi að þessu leyti. Hins vegar eru alkóhólistar búnir að brjóta mismunandi brýr að baki sér. Það er svo misjafnt hvað þarf að ganga á til þess að menn finni sinn botn í þess­ um efnum. Eflaust keyrði ég einhvern tímann fullur en ég var lítið í því að keyra út í skurði, ekki þannig – ég hélt andlitinu.“ Bauð börnin velkomin Þetta segir Einar Már Guðmundsson. Hann hefur gert það að ævistarfi sínu að teikna hversdagsleikann upp með skærum litum, gefa honum ævin­ týralegan blæ og meiningu, hann er skáldið sem kallar bækurnar sínar kóngana, riddarana og englana, svo það þarf engan að undra að til að finna hann þurfi fyrst að þræða völundarhús í Grafarvoginum. Á dimmum vetrarmorgni legg ég í þann leiðangur, þræði göturnar, hring eftir hring, fram og til baka, þar til ég finn loks rétta götu og hús númer níu. Í hverfinu er enginn á ferli, kyrrstað­ an er algjör og þögnin allt umlykjandi. Húsið virðist mannlaust og hnúarn­ ir eru við það að berja á dyrnar þegar þær opnast skyndilega og þar stend­ ur hann, svartklæddur frá hvirfli til ilja, brosandi og býður mér inn og upp á kaffi. Ilmur af jólum, smákökum og greni, tekur á móti mér og á með­ an hann hellir upp á skoða ég útkrot­ aðan vegg á ganginum, þar sem hæð barnabarnanna er mæld og færð til bókar. Einar á fjögur og það fimmta er á leiðinni. Dæturnar eru orðnar mæð­ ur en synirnir eru yngri og bíða með barneignir um sinn, eða þar til annað kemur í ljós. Þau hjónin voru reyndar ansi öflug í þeim efnum á sínum tíma og eiga fimm. Einar sagði alltaf eins og Jesús. „Leyfum börnunum að koma til mín,“ segir hann og hlær. „Þau voru alltaf velkomin.“ Fylgir áttavita í sálinni Með brúsa fullan af kaffi og vatnsglas í hendinni heldur hann út og út í lít­ inn skúr sem stendur við hlið hússins. Á vinnustofunni verða heimarnir til og þar standa óskrifaðar skáldsögur í blaðabunkum og bókastöflum á borðinu. „Það liggur mikil stúdía að baki hverri bók,“ útskýrir hann. „Ef ég ætla að lýsa hlutunum þá verð ég að kynna mér þá þannig að þeir sem þekkja til trúi því sem ég er að segja. Þar fyrir utan eru bókmenntirnar líka ákveðin samræða milli bóka. Besti skóli höfundarins eru aðrir höfundar. Þannig að fyrir mér er lesturinn partur af því að skrifa,“ segir Einar sem hefur vinnudaginn gjarna á því að lesa smá brot úr merkri bók. Enda er bókum raðað upp í hill­ ur, í sófann, á sófaborðið og gólfið, bækurnar eru bókstaflega alls staðar. Óreiðan er skipulögð segir Einar sem finnur hvergi ljóðabókina sem hann leitar að, úrval af ljóðum bróður hans. „Ég veit ekki af hverju ég skrifa, ég fylgi bara einhverjum áttavita í sálinni, en ég veit ekki hvað yrði um mig ef ég gæti það ekki. Upp úr tvítugu vissi ég að það yrði ekki aftur snúið. Líklega var ég svona talandi skáld, þegar ég var krakki var ég alltaf að segja sögur þannig að þegar foreldrar mínir mættu á foreldrafundi í skólanum fengu þeir gjarna að heyra það að ég væri góður strákur en frásagnagleðin væri heldur mikil. Þannig að líklega var betra að ég sæti bara við skriftir og segði sjálfum mér sögur í stað þess að vera alltaf að trufla aðra,“ segir hann og hlær. Lét málhelti ekki á sig fá Hann var þó aldrei til vandræða í Voga­ skóla, þar sem eitt prósent þjóðarinnar var við nám þegar mest var og stétta­ skiptingin ríkti. „Kerfið sagði krökkun­ um hvar þeir stóðu. En ég þekki mjög marga sem risu upp úr öskustónni og komust klakklaust frá þessu,“ seg­ ir Einar sem segir kannski furðulegt hvað frásagnagleðin var mikil miðað við að hann var málhaltur krakki, gat ekki sagt r. „Eftir að ég varð fullorðinn hef ég lesið mörg viðtöl við menn sem gátu ekki heldur sagt r og virðast hafa átt skelfilega æsku. Ég lét það ekki hafa áhrif á mig en ég lærði að sálgreina fólk út frá því hvernig það tók mér. Svo þegar ég var svona fimmtán ára þá kom þetta allt í einu hjá mér og ég gat farið að tala eðlilega. Ég var þá búinn að vera hjá talkennara en hafði engan sérstakan áhuga á því og lagði mig ekki mikið fram. Þótt sumum þætti ég kannski svolítið furðulegur lét ég það ekki hafa áhrif á mig og kom vel und­ an vetri.“ Óttaðist Klepp Æskan var góð, hann ólst upp í Voga­ hverfinu, áhyggjulaus og frjáls. „Mín kynslóð naut mikils persónulegs frelsis. Í flestum tilfellum voru mæð­ urnar heima og þar sem ekki var búið að finna upp dagvistarstofnanir þá vorum við annaðhvort inni á heim­ ilunum eða úti á götu. Á þessum tíma var ekki búið að byggja niðri við sjó, þar var slippurinn, glerverksmiðja og stærðar tún sem börnin höfðu fyrir sig. Hafið var opið og sumir hafa sagt að það hafi verið mikil mistök að loka aðganginum að sjónum, að þessi snerting við fjöruna og sjóinn hafi sparað okkur mikinn sálfræðikostn­ að, að þannig hafi börn fengið tæki­ færi til þess að realísera sig á einhvern hátt. Svo seldi ég blöð sem krakki og þvældist um bæinn. Ég fór um allt og ofan í skip. Þú sérð að þessi heim­ ur speglar sakleysið. Á þessum tíma ríkti ekki þessi ótti sem ræður öllu í dag. Ef einhver karl hefði boðið mér nammi hefði ég óhikað sagt já, takk. Ég held að allur þessi ótti sem búið er að skapa sé hættulegur því undan­ tekningin er gerð að reglu. Auðvitað er einhver veruleiki þar á bak við en ég veit ekki hvaðan allir þessir múrar koma sem byggðir eru á milli manna.“ Það var þó eitt sem hann óttað­ ist og það var geðveikrahælið í hverf­ inu, Kleppur. „Ég man eftir þessari til­ finningu um að Kleppur væri einhver svakalegur staður þar sem hægt væri að ræna okkur og éta okkur. Þessar þjóðsögur gengu á milli manna en á sama tíma sáum við þessa meinlausu karla á gangi um hverfið.“ Veikindi bróðurins Kleppur, geðveikrahælið gula, átti eft­ ir að leika stórt hlutverk í lífi Einars Más og sögum hans. Hann var sjálfur sautján ára þegar stóri bróðir hans, Pálmi Örn, veiktist og var lagður inn. Fimm ára aldursmunur var á þeim bræðrum og á milli þeirra var góð vin­ átta. Eftir á að hyggja sá Einar Már að veikindin voru í uppsiglingu án þess að hann skildi það. „Ég hélt að hann væri með einhverjar tiktúrur, jafnvel einhverja listamannstilburði. Hann spilaði á trommur, málaði mikið og hafði gríðarlega jákvæð áhrif á mig, hélt að mér góðum bókmenntum og kynnti mig fyrir góðri tónlist. Hann var mín fyrirmynd.“ Pálmi orti líka ljóð og gaf út fjölda bóka. Hann gaf þær út sjálfur og gerði það gjarna þegar hann var hátt uppi. „Í þessum bókum eru alveg brilljant ljóð, hann var mikið skáld, en þegar hann var að ganga frá bókunum þá var hann yfirleitt í svo mikilli maníu að hann birti alls kyns efni sem hann 32 Viðtal 21.–27. desember 2012 Jólablað Einar Már Guðmundsson varð talandi skáld í æsku og setti það aldrei fyrir sig að geta ekki sagt r. Í næsta nágrenni var gula geðveikrahælið sem börn- in óttuðust, samkvæmt þjóðsögunum áttu þau á hættu að þeim yrði rænt og þau jafnvel étin. Kleppi átti Einar Már seinna eftir að kynnast í gegnum bróður sinn sem stóð utan við samfélag mannanna og svipti sig að lokum lífi. Mörgum árum síðar þurfti Einar Már síðan að horfast í augu við eigin bresti, orðinn háður áfengi og búinn að missa tökin. En lífið heldur áfram og hann hélt áfram að gera það eina sem hann hefur alltaf þráð að gera, skrifa, enda get- ur hann ekki hugsað sér líf án skáldskapar. Skrifaði Sig frá Sorgin i Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.