Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 38
38 Jól 21.–27. desember 2012 Jólablað Með Iceland hangikjöt, KEA hamborgarhrygg og Steðja jólabjór í ísskápnum, nýbakaðar amerískar smákökur, geisladisk í jólapakkann og bókina ð ævisaga í hönd, gætir þú jafnvel verið kominn með uppskrift að fullkomnum jólum. Hægt er að komast að þessari niður- stöðu ef tekið er mið af bragðkönnunum og dómum DV og ef efnisleg gæði eru mælikvarði á það hversu góð jólin geta orðin. Neysluvara og gjafir DV hefur lagt mat á gæði nokkurra algengra neysluvara sem Íslendingar neyta um jólin, í ítarlegum bragðkönnunum en einnig dæmt nokkrar af þeim bókum sem komu út fyrir jólin. Auk þess gefur Rannsóknasetur verslunarinnar árlega út hver jóla- gjöf ársins er. DV hefur hér tekið saman hvað hefur staðið upp úr í þessum könnunum og sett saman nokkurs konar fullkomin jól. Besta hangikjötið Hin árlega jólakjötssmökk- un DV var haldin fyrir skömmu þar sem þaul- reyndir matreiðslumenn voru fengnir til að smakka hangikjötið í ár. Það var ný- liðinn í hópnum, hangikjöt- ið frá Iceland-versluninni, sem bar sigur úr býtum. Könnunin var framkvæmd þannig að dómarar vissu ekki hvaða kjöt þeir smökk- uðu hverju sinni og gáfu einkunn. Iceland hangi- kjötið fékk 8,7 af 10 mögu- legum í meðaleinkunn. Þess má geta að Tvíreykt Húsavíkurhangikjöt varð í öðru sæti og Fjallalamb frá Hólsfjalla í því þriðja. Besti hamborgar- hryggurinn Jólakjötssmökkun DV á hamborgarhryggjum, sem framkvæmd var á sama hátt og smökkunin á hangi- kjötinu, leiddi í ljós að KEA hamborgarhryggur- inn frá Fjarðarkaupum væri sá besti, annað árið í röð. Fimm matreiðslumenn voru í dómnefnd og brögð- uðu á ellefu hryggjum. KEA hryggurinn fékk 7,6 í meðal- einkunn. Það var hryggur- inn frá Ali sem lenti í öðru sæti og Kjarnafæðishryggur- inn í því þriðja. Besti jólabjórinn Þó Egils malt og appel- sín sé vinsæl blanda með jólamatnum kjósa sumir að drekka dýr- indis jólabjór. Steðji var valinn besti bjór- inn í hinni árlegu jólabjórsmökkun DV en þessi nýi bjór frá Brugghúsi Steðja hf. í Borgarfirði fékk 8,1 í meðaleinkunn. Í öðru sæti lenti Jóla- kaldi með 7,1 og Jóla Bock frá Víking varð í þriðja sæti með 6,7 í meðaleinkunn. Ellefu tegundir af ís- lenskum jólabjór voru smakkaðar og dæmdar. Það er athyglisvert að nýr bjór á markaði fái hæstu einkunn. Fimm manna dómnefnd valdi besta bjórinn meðal þess sem þeir settu í um- sögn um bjórinn var; „Þessi er ótrúlega góður. Algjör eðal, gæti nærst á honum yfir jólin.“ n Besta kjötið, bjórinn og bækurnar n Sigurvegarar í bragðkönnunum og dómum DV Jólagjöf ársins Jólagjafirnar eru órjúf- anlegur hluti af jólunum en það er þó ómögu- legt að benda á hvaða gjöf sé besta jólagjöfin í ár. Það fer að sjálfsögðu eftir því hverjum á að gefa og hvaða áhuga- mál viðkomandi hefur. Rannsóknarsetur versl- unarinnar hefur útnefnt jólagjöf ársins undan- farin ár en í ár er það ís- lensk tónlist sem varð fyrir valinu. Það er afar mikið framboð af góðri íslenskri tónlist um þess- ar mundir og eins og segir í rökstuðningi valnefndar þá hefur gróska í ís- lenskri tónlist aldrei verið meiri en nú og því muni algengasti jólapakkinn í ár innihalda íslenska tónlist. Jólagjöfina í ár er hægt að gefa á ýmsu formi, á geisladisk, á rafrænu formi auk þess sem vinsældir vínilplatna hafa aukist að nýju og tónlist er nú ósjaldan gefin út á því gamla og góða formi. Bestu bækurnar Jólafríið er góður tími til að hella sér í bókalestur en DV hefur birt dóma um bækur eins og venjulega fyrir jólin. Það skal tekið fram að einungis hluti af þeim bókum sem kom út fyrir jólin fékk dóm í DV en af þeim eru tvær bæk- ur sem fengu fimm stjörnur í ár. Það eru ð ævisaga eftir Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson, Stefán Pálsson og Steinar Inga Farestveit og bókin Nonni eftir Gunnar F. Guðmundsson. Þá fengu bækurnar Boxar- inn eftir Úlfar Þormóðsson, Appelsínur frá Abkasíu eftir Jón Ólafson og Milla eftir Kristínu Ómarsdóttur fjórar og hálfa stjörnu. Vert er að taka fram að í verðkönnunum sem DV framkvæmdi kemur fram að ódýrast er að kaupa bækurnar í lágvöruverðsverslunum. Smákaka ársins DV hélt fyrir skömmu smákökukeppni en það var í annað sinn sem slík keppni var haldin. Fengin var fimm manna dómnefnd til að smakka yfir 50 tegundir smákaka sem sendar voru inn í keppnina. Það var svo amerísk smákaka Ingibjargar Sunnu Þrastardóttur sem þótti best í ár. Uppskrift: n 2 bollar haframjöl n 1½ bolli hveiti n 2 bollar sykur n 1 bolli rúsínur n 250 gr smjörlíki n ½ tsk. natrón n ½ tsk. hjartarsalt n ½ tsk. ger n 2 egg Hin fullkomnu jól Fagmenn að störfum DV hefur í desember staðið fyrir bragðkönnunum á því helsta sem fólk neytir um hátíðarnar. Vandað var til verka í hvívetna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.