Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 38
38 Jól 21.–27. desember 2012 Jólablað Með Iceland hangikjöt, KEA hamborgarhrygg og Steðja jólabjór í ísskápnum, nýbakaðar amerískar smákökur, geisladisk í jólapakkann og bókina ð ævisaga í hönd, gætir þú jafnvel verið kominn með uppskrift að fullkomnum jólum. Hægt er að komast að þessari niður- stöðu ef tekið er mið af bragðkönnunum og dómum DV og ef efnisleg gæði eru mælikvarði á það hversu góð jólin geta orðin. Neysluvara og gjafir DV hefur lagt mat á gæði nokkurra algengra neysluvara sem Íslendingar neyta um jólin, í ítarlegum bragðkönnunum en einnig dæmt nokkrar af þeim bókum sem komu út fyrir jólin. Auk þess gefur Rannsóknasetur verslunarinnar árlega út hver jóla- gjöf ársins er. DV hefur hér tekið saman hvað hefur staðið upp úr í þessum könnunum og sett saman nokkurs konar fullkomin jól. Besta hangikjötið Hin árlega jólakjötssmökk- un DV var haldin fyrir skömmu þar sem þaul- reyndir matreiðslumenn voru fengnir til að smakka hangikjötið í ár. Það var ný- liðinn í hópnum, hangikjöt- ið frá Iceland-versluninni, sem bar sigur úr býtum. Könnunin var framkvæmd þannig að dómarar vissu ekki hvaða kjöt þeir smökk- uðu hverju sinni og gáfu einkunn. Iceland hangi- kjötið fékk 8,7 af 10 mögu- legum í meðaleinkunn. Þess má geta að Tvíreykt Húsavíkurhangikjöt varð í öðru sæti og Fjallalamb frá Hólsfjalla í því þriðja. Besti hamborgar- hryggurinn Jólakjötssmökkun DV á hamborgarhryggjum, sem framkvæmd var á sama hátt og smökkunin á hangi- kjötinu, leiddi í ljós að KEA hamborgarhryggur- inn frá Fjarðarkaupum væri sá besti, annað árið í röð. Fimm matreiðslumenn voru í dómnefnd og brögð- uðu á ellefu hryggjum. KEA hryggurinn fékk 7,6 í meðal- einkunn. Það var hryggur- inn frá Ali sem lenti í öðru sæti og Kjarnafæðishryggur- inn í því þriðja. Besti jólabjórinn Þó Egils malt og appel- sín sé vinsæl blanda með jólamatnum kjósa sumir að drekka dýr- indis jólabjór. Steðji var valinn besti bjór- inn í hinni árlegu jólabjórsmökkun DV en þessi nýi bjór frá Brugghúsi Steðja hf. í Borgarfirði fékk 8,1 í meðaleinkunn. Í öðru sæti lenti Jóla- kaldi með 7,1 og Jóla Bock frá Víking varð í þriðja sæti með 6,7 í meðaleinkunn. Ellefu tegundir af ís- lenskum jólabjór voru smakkaðar og dæmdar. Það er athyglisvert að nýr bjór á markaði fái hæstu einkunn. Fimm manna dómnefnd valdi besta bjórinn meðal þess sem þeir settu í um- sögn um bjórinn var; „Þessi er ótrúlega góður. Algjör eðal, gæti nærst á honum yfir jólin.“ n Besta kjötið, bjórinn og bækurnar n Sigurvegarar í bragðkönnunum og dómum DV Jólagjöf ársins Jólagjafirnar eru órjúf- anlegur hluti af jólunum en það er þó ómögu- legt að benda á hvaða gjöf sé besta jólagjöfin í ár. Það fer að sjálfsögðu eftir því hverjum á að gefa og hvaða áhuga- mál viðkomandi hefur. Rannsóknarsetur versl- unarinnar hefur útnefnt jólagjöf ársins undan- farin ár en í ár er það ís- lensk tónlist sem varð fyrir valinu. Það er afar mikið framboð af góðri íslenskri tónlist um þess- ar mundir og eins og segir í rökstuðningi valnefndar þá hefur gróska í ís- lenskri tónlist aldrei verið meiri en nú og því muni algengasti jólapakkinn í ár innihalda íslenska tónlist. Jólagjöfina í ár er hægt að gefa á ýmsu formi, á geisladisk, á rafrænu formi auk þess sem vinsældir vínilplatna hafa aukist að nýju og tónlist er nú ósjaldan gefin út á því gamla og góða formi. Bestu bækurnar Jólafríið er góður tími til að hella sér í bókalestur en DV hefur birt dóma um bækur eins og venjulega fyrir jólin. Það skal tekið fram að einungis hluti af þeim bókum sem kom út fyrir jólin fékk dóm í DV en af þeim eru tvær bæk- ur sem fengu fimm stjörnur í ár. Það eru ð ævisaga eftir Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson, Stefán Pálsson og Steinar Inga Farestveit og bókin Nonni eftir Gunnar F. Guðmundsson. Þá fengu bækurnar Boxar- inn eftir Úlfar Þormóðsson, Appelsínur frá Abkasíu eftir Jón Ólafson og Milla eftir Kristínu Ómarsdóttur fjórar og hálfa stjörnu. Vert er að taka fram að í verðkönnunum sem DV framkvæmdi kemur fram að ódýrast er að kaupa bækurnar í lágvöruverðsverslunum. Smákaka ársins DV hélt fyrir skömmu smákökukeppni en það var í annað sinn sem slík keppni var haldin. Fengin var fimm manna dómnefnd til að smakka yfir 50 tegundir smákaka sem sendar voru inn í keppnina. Það var svo amerísk smákaka Ingibjargar Sunnu Þrastardóttur sem þótti best í ár. Uppskrift: n 2 bollar haframjöl n 1½ bolli hveiti n 2 bollar sykur n 1 bolli rúsínur n 250 gr smjörlíki n ½ tsk. natrón n ½ tsk. hjartarsalt n ½ tsk. ger n 2 egg Hin fullkomnu jól Fagmenn að störfum DV hefur í desember staðið fyrir bragðkönnunum á því helsta sem fólk neytir um hátíðarnar. Vandað var til verka í hvívetna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.