Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 41
A ðdragandi móðurmorðs Jasons Bautista og hálf- bróður hans, Matthews Montejo, var ekki flókinn. Bræðurnir voru rétt búnir að horfa á Sopranos-þátt í sjónvarp- inu heima hjá sér í Riverside, úthverfi Los Angeles, um miðjan janúar 2003, þegar þeir ákváðu að fyrirkoma móður sinni og Jason sagði: „Ger- um það svona, eins og í sjónvarpinu.“ Flóknara var það ekki. Eftir að hafa kyrkt móður sína þar sem hún lá í rúmi sínu þá, í anda Sopranos, afhöfðuðu þeir hana, skáru af henni hendurnar svo ekki væri hægt að ná fingraförum henn- ar. „Ekkert höfuð, ekki hægt að bera kennsl á líkið. Engar hendur, engin fingraför. Svona gerðu þeir þetta í Sopranos,“ sagði Jason. Síðar útskýrði Matthew, 15 ára, ástæður verknaðar bræðranna: „Við vorum báðir hræddir við hana. Við höfðum um margra ára skeið sætt bar- smíðum, hótunum og andlegu ofbeldi. Heimili okkar var skítugt, það var varla að mamma sinnti nokkurri vinnu og Jason, sem er fimm árum eldri en ég, fékk hvergi vinnu til að hlaupa undir bagga við að greiða reikninga. Löng saga geðveiki Í máli Matthews kom fram að Jason hefði fengið hugmyndina ári áður og hefði haft á orði að best yrði að stofna til rifrildis áður; þá gætu þeir bor- ið við sjálfsvörn. En svo horfðu þeir á Sopranos og ákváðu að láta verða af því. Matthew ku hafa verið í herbergi sínu þegar hann heyrði hávaða, rifr- ildi og grát. „Mamma veinaði og svo heyrði ég ekki meira – þögn,“ sagði Matthew. Örskömmu síðar kom Jason og sagði Matthew að allt væri yfirstaðið og þeir væru loksins frjálsir. „Hann sundurlimaði líkið og því sem eftir stóð fleygðum við við af- skekktan þjóðveg,“ sagði Matthew. Móðir bræðranna, Jane Bautista, hafði lengi glímt við geðveiki og ekki skánaði ástandið þegar faðir Jason svipti sig lífi 1983. En þó kunn- ugir vissu að víða væri pottur brot- inn í heimilishaldi hennar þá hafði enginn gert sér grein fyrir hve slæmt ástandið hefði í raun verið. Gripnir glóðvolgir Um klukkan tvö eftir miðnætti 15. janúar, nokkrum klukkustund- um eftir að Jane var myrt, gekk ör- yggisvörður, Pete Martinez, fram á tvo drengi sem hugðust losa sig við svefnpoka á byggingarsvæði í Oceanside. „Ég spurði þá hvað þeir væru að gera og þeir sögðust vera að henda rusli. Ég sagði þeim að þeir gætu ekki gert það þarna og þeir yrðu að taka svefnpokann með sér. Þegar þeir tóku hann upp sá ég í fót sem hékk úr pokanum,“ sagði Pete. Hann skipaði drengjunum að láta pokann niður, en þeir neituðu og skelltu honum í farangursrými bifreiðar sinnar. Pete náði að skrá niður bíl- númerið áður en þeir brenndu á brott, sem og allt annað sem hann mundi eftir í svipinn. Síðan hafði Pete samband við lögregluna. Ákærðir á Valentínusardegi Um morguninn fannst höfuð- og handalaust lík Jane í skurði við vegar- kant í Orange-sýslu. Líkið var vel sjá- anlegt en margir höfðu ekið framhjá því í þeirri trú að um væri að ræða gínu. Það var ekki fyrr en mótorhjóla- lögga ákvað að kanna málið að hið sanna kom í ljós. Jason var handtekinn 24. janúar á svæði háskólans sem hann stund- aði nám við og þegar hann var spurð- ur hvort hann byggi hjá móður sinni svaraði hann: „Já, en við höfum ekki séð hana svo vikum skiptir.“ En innan skamms viðurkenndi hann allt saman og á Valentínusardag voru bræðurnir ákærðir fyrir morðið á móður sinni. Bræðurnir snérust hvor gegn öðr- um við réttarhöldin. Matthew samdi um vægari refsingu en ella fyrir að bera vitni gegn Jason. Jason bar ekki gegn því að hann hefði banað móð- ur sinni – og skorið af henni höf- uð og hendur – en það hefði hann gert í sjálfsvörn. „Matthew lýgur því að þetta hafi verið skipulagt og að ég hafi fengið hugmyndina úr Sopranos. Hann hefur vitnað gegn mér til að bjarga eigin skinni,“ sagði Jason. Þann 4. febrúar, 2005, var Jason Bautista dæmdur til 25 ára til lífstíðar- fangelsis. Innan við viku síðar varð Matthew Montejo frjáls maður á ný eftir að hafa eytt 749 sólarhringum á bak við lás og slá. n 41Jólablað 21.–27. desember 2012 morð fengust staðfest í máli Úkraínumannsins Serhiy Tkach. Tkach er fyrrverandi rann- sóknarlögreglumaður og afplánar nú lífstíðardóm. Hann fullyrti sjálfur að fjöldi fórnarlamba hans væri mun fleiri, eða á annað hundrað. Kach stundaði að kæfa stúlkur á aldrinum sex til átján ára og svívirti síðan lík þeirra kynferðislega. Hann fór fram á að verða dæmdur til dauða, en varð ekki að ósk sinni. 29 n Tveir bræður og ein sjúk móðir n Uppskrift að morði í boði Sopranos Í ANDA SOPRANOS Var myrt af sonum sínum Jane Bautista hafði lengi glímt við geðræna kvilla. Neitaði ekki sök Jason Bautista sagði að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Fékk vægan dóm Matthew Montejo samdi við saksóknara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.