Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Page 43
Kristín segir goðsögnina um
Britn ey hreint brjálæðislega þegar
hún er skoðuð nánar. „Hún var ólög-
ráða og í skólastelpubúningi eins
og klippt út úr klámmynd þegar
fyrstu myndböndin hennar birtust.
Það var verið að selja meydóminn
hennar, en það tíðkast í okkar sam-
félagi, meydómur stúlkna er seldur
dýrum dómum og það var það sem
gerðist með Britney Spears. Þetta er
saga sem allir þekkja og fólk hugsar
kannski ekki mikið um hana en mér
finnst hún búa yfir einhverjum rosa-
legum sannleika fyrir okkur að horf-
ast í augu við.“
Eiginlega ekki manneskja
Kristín segir Britney líka standa
fyrir kúltúr hennar eigin kynslóð-
ar. „Það sem er svo mikilvægt við
Britney er að það er alltaf talað
um að hún sé alveg hæfileikalaus.
Hún er pródúseruð. Hún er valin
ein af milljón og sett í einhver föt
og röddin á henni mixuð og Sví-
ar semja lögin og henni eru kennd
einhver dansspor. Hún er algjör-
lega ólögráða og ósjálfbjarga og
hæfileikalaus. Það hefur alltaf verið
talað þannig um Britney. En svo er
hún líka þessi ofboðslega stjarna og
þetta viðfang okkar.“
Kristín segir að Britney sé eig-
inlega ekki manneskja. „Þessi krísa
er önnur svona öfgafull, ofboðslega
meitluð mynd af einhverju sem ég
held að geti verið ástand hvers sem
er og við ættum öll að geta speglað
okkur í að einhverju leyti. Og þetta
er náttúrulega gífurleg einstaklings-
hyggja og rosalega vestrænt og rosa-
lega firrt sem er eitthvað sem við
þekkjum öll í okkar sálarlífi.“
Týpískt alkaviðtal
Kristín segist þekkja afneitun og
óheiðarleika af eigin raun. „Ég er eitt-
hvað að spá hvort við eigum að tala
um alkóhólisma af því að mér finnst
það alveg fínt í þessu samhengi. En ég
fer þá að spá hvort þetta verði eitthvað
svona týpískt alkaviðtal? Hvort að það
sé ekki hægt að gera það einhvern
veginn án þess að það sé þannig?“
Eftir að hafa komist að samkomu-
lagi um að þetta verði ekki „týpískt
alkaviðtal“ heldur hún áfram: „Ég er
alkóhólisti og óheiðarleiki og það að
horfast ekki í augu við eigin bresti er
mér rosalega kunnuglegt og ég á auð-
velt með að skrifa um það.“
Hún líkir eigin reynslu af alkóhól-
isma við myndband sem sýnt var í
Steindanum okkar. Þar var fylgst með
manni sem gat ekki hætt að djamma
og það þótt hann hefði misst flesta
útlimi. „Þetta er bara nákvæm-
lega þannig, það þarf alltaf að vera
djamm í kvöld!“ Segir Kristín, fliss-
ar og heldur áfram: „Það er bara
Menning 43Jólablað 21.–27. desember 2012
Fálmkennt að
vera manneskja
„Alkóhólistinn Ísland
var píndur í dítox en
strauk á sloppnum
Verum stjörnur Kristín er upptekin af
goðsögninni um Britney Spears. Öllum sé í dag
uppálagt að vera stjörnur, að vera svo mikill
einstaklingur, svo sérstakur. mynd sigTryggur ari
„Þetta verður svo
rosalega tvöfalt
og skrýtið líf og á meðan
er sálin í manni einhvern
veginn öll að visna.