Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 50
Þ að verða hvorki fleiri né færri en 40 leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar á næstu 12 dögum. Fjórar umferðir verða leiknar frá og með laugardeginum til miðvikudagsins 2. janúar þegar jólavertíðinni í enska boltanum lýkur. Mörg stig eru í pottinum og ekki útilokað að stöðu­ taflan verði talsvert öðruvísi í byrjun nýs árs en hún er núna. Veislan hefst á laugardag þegar átta leikir verða á dagskrá en á Þorláksmessu, 23. desember, verða tveir leikir á dag­ skránni. DV fór í saumana á leikjum helgarinnar og fékk meðal annars út­ varpsmanninn Þórð Helga Þórðar­ son, betur þekktan sem Dodda litla, til að spá í spilin. Gætu náð 3. sætinu Fyrsti leikur helgarinnar verður í hádeginu á laugardag þegar Wigan tekur á móti Arsenal í leik sem gæti orðið áhugaverður. Eftir ágæta byrj­ un hefur Wigan sogast niður í fall­ baráttu en liðið er sem stendur í 18. sæti deildarinnar með 15 stig. Arsenal ætti að mæta fullt sjálfs­ trausts í leikinn eftir magnaðan 5–2 sigur á Reading á mánudag þar sem liðið lék geysivel. Fyrir leikinn er Arsenal í 5. sæti með 27 stig en með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti farið svo að liðið yrði í 3. sæti deildarinnar þegar jólin ganga í garð. Manchester City tekur á móti Reading í leik sem ætti að verða góð skemmtun – fyrir stuðningsmenn City að minnsta kosti. Ekkert lið hef­ ur fengið fleiri mörk á sig en Reading og ekkert lið hefur fengið færri stig á útivelli. Á sama tíma er City­liðið sterkt á heimavelli og virðist flest benda til þess að það landi stórsigri. Sjálfstraust Villa Tottenham, sem situr í fjórða sæti deildarinnar, tekur á móti Stoke á laugardag. Tottenham hefur unnið þrjá leiki í röð en á sama tíma hefur Stoke verið á mikilli siglingu og er liðið taplaust í síðustu sex leikjum sínum. Liverpool fær annað tækifæri til að landa sigri á Anfield eftir ófarirn­ ar gegn Aston Villa um liðna helgi þegar liðið tekur á móti Fulham. Liverpool er fyrir leikinn í 12. sæti með 22 stig en Fulham í 13. sæti með 20 stig. Liverpool hefur fengið 10 stig í síðustu 6 leikjum sínum á meðan Fulham hefur aðeins fengið 4 stig í síðustu 6 leikjum. Umferðinni lýkur svo á sunnudag en þá heimsækir topplið deildar­ innar, Manchester United, Swansea í leik sem gæti orðið athyglisverður. Swansea virðist á góðum degi geta unnið hvaða lið sem er en liðið hefur þó tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni á meðan United hefur unnið fimm leiki í röð. United er með 42 stig á toppi deildarinnar en Swansea er í 10. sæti með 23 stig. Chelsea þarf nauðsynlega á sigri að halda þegar liðið tekur á móti Aston Villa síðdegis á Þorláksmessu. Chelsea fór sneypuför á HM félags­ liða í Japan þar sem liðið hafnaði í öðru sæti. Chelsea hefur einung­ is fengið sex stig í síðustu sex leikj­ um sínum en liðið er í 3. sæti með 29 stig. Villa er í 14. sæti með 18 stig og er ósigrað í síðustu fjórum deildar­ leikjum sínum og gæti vel strítt Chelsea á Brúnni – sérstaklega eft­ ir magnaðan sigur á Liverpool á An­ field um liðna helgi. n 50 Sport 21.–27. desember 2012 Jólablað Veislan hefst um helgina n Fjölmargir leikir á dagskránni í enska n Doddi litli spáir í spilin „ Aguero setur fimm og Tevez fjögur Laugardagur Wigan – Arsenal „Tvö skemmtileg lið. Ég segi að þetta endi jafntefli, 2–2, í stórskemmtilegum leik. Ég verð að gefa Wigan stig hérna.“ Manchester City – Reading „Það er spurning hvort við sjáum fyrstu tveggja stafa töluna í úrvalsdeildinni. Ég segi 12–0 fyrir City. Reading voru skelfilegir á móti Arsenal. Af tólf mörkum setur Agu- ero fimm og Tevez fjögur.“ Newcastle – QPR „Þessi er sexí. Ég held að vinur minn Harry Red- knapp taki þrjú stig þarna og þetta fari 1–0 fyrir QPR. Fabio kemur inn á á 73. mínútu og skorar.“ Southampton – Sunderland „Southampton er eitt skemmtilegasta lið deildarinnar og það vinnur þetta 3–0.“ Tottenham – Stoke „Þetta fer 4–0 fyrir Tottenham ef Gylfi spilar allan leikinn. Ef hann kemur ekkert við sögu vinnur Stoke 1–0. Gylfi er yfir- burðamaður í þessu liði og ef hann byrjar verður þetta sannfærandi heimasigur.“ West Brom – Norwich „Norwich er á næstmestri siglingu allra liða í Evrópu á eftir Barcelona en West Brom hefur líka heillað mig. Eigum við ekki að segja að West Brom taki þetta 2–1.“ West Ham – Everton „Fellaini verður í banni en ég held að Everton taki þetta samt, 1–0. Þessi leikur verður ekki mikið fyrir augað.“ Liverpool – Fulham „Berbatov setur þrennu og Fulham vinnur þetta 3–0. Mjög sannfærandi. Ég held að Suarez verði rekinn út af fyrir dýfu og væl í dómaranum.“ Sunnudagur Swansea – Manchester United „United marði sigur þarna í fyrra og Swansea er óútreiknanlegt. Ég held að United taki þetta 3–1. Persie skorar tvö og Hernandez eitt. Michu skorar mark Swansea.“ Chelsea – Aston Villa „Ég gef Chelsea þetta 3–1. Ég held að Hazard, Mata og Cahill skori fyrir Chelsea en Benteke skori fyrir Villa.“ Tveggja stafa tala hjá City DV fékk útvarpsmanninn Þórð Helga Þórðarson, Dodda litla, til að spá í spilin fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Doddi skefur sjaldnast utan af hlutunum og spáir því að Manchester City slátri Reading. Þá segir hann að Gylfi Sigurðsson sé yfirburðamaður hjá Tottenham og velgengni liðsins velti á því hvort hann spilar eða ekki. n Doddi litli býst við markasúpu í leikjum helgarinnar n Gylfi yfirburðamaður Vissir þú … … að af 14 mörkum sem Manchester United hefur fengið á sig á útivelli hafa 7 komið með skalla. … að Robin van Persie hefur nú komið við sögu í 65 leikjum í röð í úrvals- deildinni eftir meiðslahr- inu þar á undan. … að Arsenal skaut boltanum 13 sinnum á markið hjá Reading á mánudag. Engu liði hefur tekist að skjóta oftar á mark andstæðingsins á tímabilinu. … að Santi Cazorla er þriðji Spánverjinn til að skora þrennu í leik í úrvalsdeildinni. Hinir eru Jordi Gomez og Fernando Torres. … að Arsenal hefur 36 sinnum verið með þriggja marka forskot eða meira í hálfleik frá stofnun úrvalsdeildarinnar – oftast allra liða. … að Marouane Fellaini hefur brotið 44 sinnum af sér á tímabilinu, oftast allra leikmanna. … að 3,94 mörk hafa verið skoruð að meðaltali í leikjum Manchester United á tímabilinu. … að 7 af 13 gulum spjöldum sem Luis Suarez hefur fengið í úrvalsdeildinni hafa verið fyrir kjafthátt. … að færri mörk eru skoruð í sunnu- dagsleikjum en laugardagsleikjum í deildinni. Á sunnudögum eru skoruð 2,56 mörk að meðaltali en 2,95 í laugar- dagsleikjum. … að öll 9 mörk Jermaine Defoe fyrir Tottenham hafa komið þegar Emmanuel Adebayor er ekki inni á vellinum. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Skytturnar tvær Það er ekki útilokað að Carlos Tevez og Sergio Aguero verði á skotskónum gegn Reading á laugardag. Mynd ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.