Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Page 62
62 Fólk 21.–27. desember 2012 Jólablað
„Ég er skáldið í bandinu“
n Time Passing By með Monterey á heima á meðal betri platna
V
ið erum pínuleiðir yfir því að
vera svona seint á ferðinni,
segir Steindór Ingi Snorra
son, aðalsprautan í hljóm
sveitinni Monterey. Hljómsveitin
gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Time
Passing By, sem rétt náði að skol
ast inn á markaðinn með jóladiska
flóðinu. „Við komum eftir að allir
voru búnir að mynda sér skoðun á
því hver yrði besta plata ársins og
svoleiðis.“ Hann er þó sannfærður
um ágæti plötunnar. „Þessi plata er
svona „dark horse“ á árinu 2012 því
við teljum að hún sé mjög góð og
eigi heima einhvers staðar á meðal
betri platna,“ segir Steindór og slær
á létta strengi.
Hann segir það hafa staðið til
að gefa plötuna út fyrr á árinu en
af ýmsum ástæðum hafi það ekki
gengið eftir og útgáfan dróst fram í
miðjan desember. Hann bendir á að
í raun tilheyri þeir næstum því út
gáfuárinu 2013. „Við ákváðum samt
að láta plötuna vera í hillunum fyrir
jólin og vera aðeins sýnilegir frekar
en að koma með hana í janúar eða
febrúar.“ Steindór segir vini og ætt
ingja líka hafa beðið lengi eftir plöt
unni svo það var ákveðin pressa á
útgáfuna fyrir jólin.
Time Passing By var hljóðrit
uð hér og þar í Reykjavík á árunum
2011 og 2012 og gefa strákarnir í
hljómsveitinni hana út sjálfir, en
„mix og mastering“ var í höndum
Ebergs.
Steindór hafði lengi gengið með
þann draum í maganum að gefa út
plötu en elstu lögin og textarnir á
plötunni eru frá árunum 2005 og
2006. „Ég er skáldið í bandinu,“ segir
hann sposkur. Steindór er einnig
söngvari Monterey og leikur á gítar,
en með honum í hljómsveitinni eru
þeir Andri Geir Árnason á tromm
ur, Arnar Ingi Hreiðarsson á bassa
og Baldur Sívertsen á gítar.
Tónlist Monterey má lýsa sem
hugljúfri og fallegri poppmúsík
undir sterkum áhrifum frá síð
bítlarokki sjöunda og áttunda ára
tugar síðustu aldar. Meðlimir
sveitar innar telja tónlistina þó sér
sniðna að hugarheimi tuttugustu
og fyrstu aldar mannsins.
Ævintýri
Tinna
Þeir voru ansi sniðugir grallara
spóarnir, Þorbjörn Þórðarson á
Stöð 2, Kolbeinn Óttarsson Proppé
á Fréttablaðinu og Tinni Sveins
son á Vísi þegar þeir brugðu á leik
og stilltu sér upp fyrir myndatöku
í vikunni. Ef rýnt er í myndina má
nefnilega sjá að þarna líkja þeir
eftir þremenningunum úr ævin
týrum Tinna; Kolbeini kafteini,
hundinum Tobba og Tinna sjálf
um. En hver og einn leikur nafna
sinn. Að hinum tveimur ólöstuð
um er óhætt er að segja að Þor
björn, sem gjarnan er kallaður
Tobbi, negli hlutverk sitt, liggjandi
á fjórum fótum eins og hundur.
Beðin um að
afklæðast inni
á þingi
Katrín Jakobsdóttir segir frá því
á Facebooksíðu sinni að hún
hafi verið beðin um að afklæð
ast lopapeysu sinni á Alþingi.
„Var beðin að afklæðast lopa
peysu minni hér áðan“ tilkynnti
hún.°Lísa Kristjánsdóttir vinkona
hennar spurði hana þá hvort hún
hafi ekki þótt nógu þjóðleg og
Katrín svaraði að bragði: „Þjóð
legri en gervijólatréð mitt.“
Við skriftir á
olíuborpalli
É
g sagði bara: því stærri bor
pallur og því erfiðari aðstæður,
því betra,“ segir rithöfundurinn
Yrsa Sigurðardóttir um það
uppátæki sitt að skrifa á olíu
borpalli úti á rúmsjó í mestu vetrar
hörkunum í janúarmánuði.
„Hugmyndin er að skrifa bók með
Norðmanni á næsta ári sem gerist
að hluta til á olíuborpalli og þá þarf
annað okkar að skrifa þann hluta
sem gerist á þar og hitt það sem á sér
stað í landi,“ segir Yrsa og segir verk
fræðinginn í sér hlakka til ferðarinn
ar. „Ég þarf náttúrulega að hafa verið
á einum slíkum ef ég ætla að skrifa
raunsætt um efnið.“
Vön að vinna í teymi
Yrsa getur ekki gefið upp að svo
stöddu hver norski höfundurinn er
en um er að ræða spennusögu og
ætlar Yrsa að leggja drög að sögu
þræði á milli jóla og nýárs. „Ég ætla
á milli jóla og nýárs að setja upp drög
að söguþræði, svo hitti ég meðhöf
und minn í janúar. Ég vona bara að
hann sé ennþá til í þetta þegar hann
sér söguþráðinn,“ segir hún og hlær.
Yrsu hugnast vel að fara í sam
starf með öðrum rithöfundi. „Ég er
búin að skrifa þrettán sögur og finnst
ótrúlega spennandi að skrifa bara
hálfa bók! Ég er vön verkefnavinnu
og því að vinna í teymi sem felur í
sér að taka tillit til annarra og finnast
ekki bara það sem ég geri æðislegt.“
Safnar kröftum
Fyrir utan að leggja drög að nýrri
skáldsögu segist Yrsa ætla að nota
tímann yfir hátíðarnar til að vera í
næði með fjölskyldunni og safna
kröftum. Hún segir lítið um fasta
siði, en hún þyki með eindæmum
ljósaglöð. Í fyrra skreytti hún jólatréð
með 4.000 ljósum. Þegar blaðamað
ur spjallaði við Yrsu var hún alls ekki
bjartsýn á að það tækist að skreyta
tréð fyrir jól.
„Jólatréð verður komið upp á
gamlárskvöld, ég er ekki enn búin að
setja það upp,“ segir hún og hlær.
kristjana@dv.is
„ Jólatréð verð-
ur komið upp á
gamlárskvöld!
„Spennt fyrir
því að skrifa
aðeins hálfa bók!
n Yrsa Sigurðardóttir komin í samstarf við norskan rithöfund
Hlakkar til Yrsa
hlakkar til að halda
í vettvangsferð á
olíuborpall.
Seinir Steindór segir hljóm-
sveitarmeðlimi pínuleiða
yfir því hvað þeir eru seint á
ferðinni með plötuna.
„Nú þarf ég að
skrifa status!!“
Tónleikarnir Hátt í Höllinni voru
haldnir í Laugardalshöll síðast
liðinn miðvikudag, en þar kom fram
rjóminn af tónlistarelítu Íslands;
Kiriyama Family, Moses Hightower,
Valdimar, Jónas Sig og Ritvélar
framtíðarinnar, Ásgeir Trausti og
Hjálmar. Var það umboðsmaður
Íslands, Einar Bárðarson, sem stóð
fyrir tónleikunum en þeir þóttu
takast nokkuð vel. Það er þó aldrei
hægt að gera öllum til geðs og í hópi
þeirra sem voru ósáttir við ýmislegt
var leikkonan og uppistandarinn
Anna Svava Knútsdóttir. Hún gat
ekki orða bundist og fann sig knúna
til að skrifa um upplifun sína á
Facebook. „Nú þarf ég að skrifa stat
us!! Ég fór á tónleikana „Hátt í Höll
inni“ áðan (fínir tónleikar) EN það
sátu allir eða stóðu eins og klessur
og það hreyfði sig enginn! OG allar
konur sem ég sá voru klæddar ná
kvæmlega eins OG það var engin
kona á sviðinu í allt kvöld!!! Var
massa pirruð yfir þessu. Takk fyrir
og góða nótt.“