Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 12
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR12
FRÉTTIR
ATVINNA
LEIKSKÓLINN AKUR Í REYKJANESBÆ LEITAR AÐ
ÖFLUGUM OG JÁKVÆÐUM EINSTAKLINGUM Í HÓPINN!
Leikskólinn Akur auglýsir til umsóknar stöðu leik- og/eða
grunnskólakennara og stöðu þroskaþjálfa.
Skólinn starfar eftir aðferðum og hugmyndafræði Hjallastefnunnar.
Fáist ekki kennarar til starfa er óskað eftir fólki á
sviði listgreina eða hugvísinda.
Hægt er að sækja um starf á vef Hjallastefnunnar, www.hjalli.is
eða á heimasíðu viðkomandi skóla.
Fyrirspurnir og frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst
á netfangið akur@hjalli.is eða hjá skólastýrum í síma 421 8310 eftir
kl. 14:00.
HJALLASTEFNAN
Óskum eftir að ráða starfsmann í verslun og booztbar
okkar í Sporthúsinu Reykjanesbæ.
Vinnutími frá kl. 16-19 virka daga og laugardaga
eftir samkomulagi frá kl. 11-14.
Æskilegt að viðkomandi sé eldri en 25 ára, hafi ríka þjónustu-
lund og góða framkomu auk brennandi áhuga á heilsusam-
legu líferni og heilsurækt.
Nánari upplýsingar veitir Helga Jóhanna í síma 863-5559
og á netfangi helga@carpediem.is. Farið verður með allar
umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
STARF Í BOÐI
Bókakynning
á Nesvöllum
Fimmtudaginn 6. desember kl. 14:00 - 16:00.
Mei mí meibísitt?
eftir Mörtu Eiríksdóttur. Höfundur les.
Boxarinn
eftir Úlfar Þórmóðsson. Höfundur les.
Árni Sam á fullu í 40 ár
Svanhildur Eiríksdóttir les
Saga Slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli
Svanhildur Eiríksdóttir les
ásamt Óla slökkviliðsmanni
Saga Ungmennafélags
Keflavíkur
Eðvarð T. Eðvarðsson les
Í október bauð Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar upp á ART
námskeið fyrir grunnskólana á
þjónustusvæði skrifstofunnar.
Hverjum skóla bauðst að senda
tvo starfsmenn á námskeið sem
stóð í þrjá daga en ART þjálfarar
komu frá Skólaskrifstofu Suður-
lands.
ART stendur fyrir Agression Rep-
lacement Training og er raunprófuð
aðferð við að kenna börnum, félags-
færni, sjálfsstjórn (reiðistjórnun) og
siðferði. Ætlunin er að grunnskól-
arnir geti þjálfað nemendur sína í
þessari færni líkt og þeir kenna t.d.
íslensku og stærðfræði.
Þjálfunin tekur þrettán vikur þar
sem farið er yfir alla þættina þrjá
í viku hverri. Er það von Fræðslu-
skrifstofunnar að slík þjálfun barna
í skólaaðstæðum er það sem gagn-
ist þeim hvað best til að takast á
við daglegar skólaaðstæður sem
reynast sumum börnum mjög
krefjandi.
Í tilefni þess að K. Steinarsson, söluumboð fyrir Öskju í Reykjanesbæ, seldi hundraðasta Kia
Picanto bílinn á Suðurnesjum fyrir skömmu veitti
bílaumboðið og Lionsklúbbur Njarðvíkur, Vel-
ferðarsjóði Suðurnesja 100.777 kr. að gjöf. Styrkur-
inn kemur sér væntanlega að góðum notum fyrir
Velferðarsjóðinn sem mun hafa í nægu að snúast nú
þegar jólahátíðin er á næsta leiti. Hjördís Kristins-
dóttir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja tók við veglegri
peningagjöf frá Kjartani Steinarssyni hjá K. Stein-
arsson.
Ennfremur var tilkynnt að Kia Picanto bifreið yrði í
fyrsta vinning í happdrætti Lionsklúbbsins núna um
jólin. Dregið verður þann 23. desember og gæti einn
heppinn miðaeigandi eignast þennan vinsæla bíl.
„Við viljum taka þátt í því að minna á Lionshreyfinguna
og einnig Velferðarsjóðinn. Við hvetjum alla sem geta
að hugsa til Velferðarsjóðsins fyrir jólin. Bíllinn verður
meðal stærstu vinninga í happdrættinu og verður
m.a. til sýnis í Nettó. Vonandi verður einhver heppinn
þarna úti sem fær skemmtilega jólagjöf. Glænýr Kia
Picanto kostar 1.999.777 kr. og það væri ekki leiðinlegt
að vinna svona bíl fyrir jólin. Það verður hægt að
nálgast happdrættismiða víða um Reykjanesbæ,“ segir
Kjartan Steinarsson, eigandi K. Steinarsson ehf.
Kia hefur notið talsverðra vinsælda á Suðurnesjum í
ár líkt og sjá má á sölu bílanna. „Kia er mjög vinsæll
hér á Suðurnesjum og við erum búnir að selja hundrað
eintök af þessum bíl í ár. Ég er mjög þakklátur fyrir
þann stuðning sem Suðurnesjamenn sýna mér,“ bætti
Kjartan við. Hann hvetur alla til að verða sér úti um
happdrættismiða frá Lionsklúbbi Njarðvíkur og styrkja
um leið gott málefni.
Glæsileg Kia bifreið í fyrstu verð-
laun í happdrætti Lionsklúbbsins
Skólastarfsmenn á ART námskeiði
Kjartan Steinarsson hjá K. Steinarsson, og Hjördís Kristinsdóttir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja,
ásamt þeim Þresti Sigmundssyni og Magnúsi Guðmarssyni frá Lionsklúbbi Njarðvíkur.
Smiðjuvöllum 5
Reykjanesbæ
Fimmtudaginn 29. nóvember 2012
Opið kl. 13:00 til 19:00.
Dagskrá á sviði (þar á meðal uppboð) kl. 17:30
Lifandi tónlist
Uppboð á merkilegum Kompuhlutum
Jólavörur með sál til sölu á góðu verði
Kakó og piparkökur
Sjáumst í jólaskapi í Kompunni
Starfsfólk Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum