Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 8
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Heilsusamlegar jólagjafir Nú styttist óðum í jólin og margir farnir að huga að jólagjöfum og fleiru tengt jólahaldinu og því langaði mig til að koma með sniðugar hugmyndir í jólapakkana sem allar hafa það sameiginlegt að tengjast heilsunni. Bækur falla yfirleitt vel í kramið hjá flestum en undan- farið hafa komið út margar mjög góðar bækur eins og Heilsuréttir fjölskyldunnar, Happ Happ Húrra, Eldað með Ebbu í Latabæ, Heilsu- súpur og salöt eftir Auði Heilsu- kokk, Ljúfmeti og lækningajurtir, Eftirréttabók eftir Sollu Eiríks og Ung á öllum aldri eftir Guðrúnu Bergmann. Þarna er að finna ýmsan fróðleik og uppskriftir sem hvetja okkur til heilsusamlegri lífsstíls. Það er einnig sniðugt að velja saman nokkra hluti í litla bastkörfu eins og gott jurtate eða lífrænt kaffi, hollt súkkulaðikonfekt og lífræna heilsusafa. Lífrænar snyrti- og húðvörur koma að góðum notum og er vegleg gjöf. Svo er líka gaman að gefa heimagerðar hollar smákökur eða heimagert konfekt og setja í fallega krús og skreyta með slaufu. Það hefur líka tíðkast að gefa gjafakort í nuddi og spa eða öðrum heilsumeðferðum sem auka heilsu og vellíðan. Það er sem sagt úr ýmsu að velja ef þið viljið gleðja einhvern með heilsusam- legri jólagjöf Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir Ásdís grasalæknir skrifar hEIlsUhoRNIÐ Bolur 3.990,- Buxur 11.990,- Skyrta 7.990,- jólapakkann Tilvalið í handa honum Úlpa kr. 15.990,- Peysa 8.990,- Peysa - 10.990,- Hafnargötu 29 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757 facebook.com/krummaskud TIL SÖLU! Staðurinn hefur verið í góðum rekstri í 24 ár. Leyfi er fyrir 140 manns, sæti fyrir 60 og auðvelt að bæta við sætum. Barinn á sér fastan sess í hugum Grindvíkinga og hafa frægustu skemmtikraftar landsins stigið þar á stokk. Kanturinn Bar-Matkrá-PUB. Já, þessi rótgróni bar er til sölu. Áhugasamir hafið samband: solvik.restaurant@gmail.com, Árni 770-6368. Jólaljós TILKYNNING FRÁ KIRKJUGARÐI NJARÐVÍKUR Byrjað verður að kveikja á jólaljósum laugardaginn 1. desember kl. 13.00 Opnunartímar: Þriðjudaga frá kl. 17:30 - 19:00 (4., 11. & 18.des.) Fimmtudaga frá kl. 17:30 - 19:00 (6., 13. & 20. des.) Laugardaga frá kl. 13:00 - 17:00 (1., 8., 15. & 22. des.) Síðasti opnunardagur er 22. des. í Kirkjugarði Njarðvíkur Ég tel mig knúinn til að gera athugasemd við forsíðufrétt Víkurfrétta í síð- asta blaði um aðal- fund FSS. Þar er fullyrt að ég hafi dæmt aðalfundinn ólöglegan vegna mótframboðs og er látið í það skína að ég hafi gert það vegna eigin hags- muna. Þetta er alrangt, ég dæmdi aðalfundinn aldrei ólöglegan. Aðalfundinum var frestað og ekki að minni tillögu heldur kom til- laga um frestun innan stjórnar FSS. Það var gert til að gefa fólk- inu sem kom óvænt á fundinn kost á því að ganga í félagið til að geta kosið á aðalfundi. Ef aðal- fundurinn hefði verið dæmdur ólöglegur hefði ekki verið hægt að halda framhaldsaðalfundinn sem var haldinn 20. þ.m. heldur hefði Athugasemd við frétt um aðalfund FSS þurft að boða til nýs aðalfundar. Í fréttinni er einnig fjallað um væntanlegt brotthvarf mitt frá Markaðsstofu Suðurnesja þar sem ég hef gegnt stöðu framkvæmda- stjóra frá byrjun. Bara svo það sé á hreinu þá tilkynnti ég stjórn Mark- aðsstofunnar í september sl. að ég vildi hætta sem framkvæmda- stjóri og leitað yrði að nýjum fram- kvæmdastjóra sem fyrst. Þetta til- kynnti ég einnig SSS, en að láta þá vita tengdist því að ég hef unnið að því ásamt stjórn MS að Heklan yrði stór aðili að Markaðsstofunni. Okkur tókst að ná þessari breyt- ingu fram og er Heklan nú með meirihlutann í stjórn Markaðsstofu Suðurnesja. Mér þótti miður að félagar mínir úr fyrri stjórn, þau Helga Ingimundar- dóttir, Reynir Sveinsson og Óskar Sævarsson voru ekki kjörin í nýja stjórn FSS. Þau þekkja Reykjanesið betur en flestir aðrir og hafa starfað í samtökunum áratugum saman. Það var ómetanlegt fyrir mig þau 10 ár sem ég var formaður að hafa þau mér við hlið. Með þeim og fleirum hefur FSS unnið stórvirki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum. Á meðal verkefna sem FSS hefur unnið að á síðustu 10 árum er m.a. stofnun Markaðs- stofu Suðurnesja, uppbyggingin við Gunnuhver, endurgerð aðgengis að Garðskagavita, uppsetning sjón- skífu á Keili, hlaðin náttúrulaug við Reykjanesvita, stofnun 100 gíga garðsins, stikun 17 fornra þjóðleiða á Reykjanesinu og gönguleiðakort, aðild að stofnun ReykjanesGeop- ark, ráðstefna um geotourism og frumhönnun að þjónustuhúsinu Valan við Valahnúk. Á vegum Markaðsstofunnar hefur svo verið unnið að fjölda verkefna. Vil ég þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með fyrir frábært samstarf. Að lokum vil ég óska nýrri stjórn FSS velfarnaðar í störfum sínum fyrir ferðaþjónustuna á Suður- nesjum. Kristján Pálsson vf.is Metan er innlendurog umhverfisvænn orkugjafi sem er helmingi ódýrari en bensín. Nýttu þér kostimetans með Volkswagen. K. Steinarsson – Njarðarbraut 13420 5000 - heklakef@heklakef.is Das Auto. Opið allan sólarhringinn Fitjum NÝTTMorgunverðar-matseðillAðeins í boði áSubway Fitjum 14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011 Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is 989kr/stk. Tilboðsverð! 339kr/stk. Tilboðsverð! Easy ÞvoTTaEfni aloE vEra 2.7 kg Easy MýkingarEfni 2 l | www.flytjandi.is | sími 525 7700 | VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Víkurfréttir ehf.Grundarvegur 23 - 260 ReykjanesbærSími 421 0000 - Póstur: vf@vf.isAfgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undan- úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB Æsispennandi körfuknattleikir - sjá nánar á bls. 23 Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUdagUrInn 22. nóveMber 2012 • 46. TölUblað • 33. árgangUr Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæs. 420 5000 - Fax: 421 5946 WWW.N1.IS ÞÚ FÆRÐ VETRARDEKKINHJÁ N1! Opið: virka daga 11-18 Heilsuform Reykjanesbæ, Krossmóum VINSÆLASTI ORKUDRYKKUR Á ÍSLANDI Í DAG! R E Y K J A N E S BÆ n Breytingar í Ferðamálasamtökum Suðurnesja (FSS) og hjá Markaðsstofu Suðurnesja. Fá meira fré frá SSS: n D-listinn aftur til valda í Garði með L-lista: S ævar Baldursson var kos-inn nýr formaður Ferða-málasamtaka Suðurnesja á fjölmennum aðalfundi sam-takanna sl. þriðjudag. Sem kunnugt er urðu mikil átök á aðalfundi þann 24. október sl. þegar þáverandi formaður, Kristján Páls-son, sleit fundi og lýsti hann ólöglegan eftir að Sævar bauð sig fram gegn honum.Aðalfundurinn var því haldinn á ný í fyrra-dag og mættu hátt í 50 manns. Kristján Páls-son lýsti því yfir í upphafi fundar að hann gæfi ekki kost á sér áfram sem formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Sævar var sá eini sem bauð sig fram til for anns og var því sjálfkjöri n. Fjórir stjórnarmenn gáfu áfram kost á sér í stjórnina, þar af þrír sem hafa starfað náið með Kristjáni mörg undanfarin ár, þau Reynir Svei sson, Óskar Sævarsson og Helga Ingimundardóttir. Í stjórnarkjörinu voru þau öll felld. Í staðinn voru kosin í stjórn þau Brynhildur Krist-jánsdóttir í Vitanum Sandgerði, Sigurbjörn Sigurðsson í Kaffi Duus, Bjarni Geir Bjarna-son frá Upplifum Reykjanes, Hartmann Kárason frá Bláa lóninu sem einnig sat áður í stjórn, og Þorsteinn Gunnarsson frá Upp-lifðu Grindavík. Þá tilnefna SSS einnig einn aðila í stjórn. Fram kom á fundinum að Ferðamálasamtök Suðurnesja, Markaðsstofa Suðurnesja og Heklan – Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þar sem fram kemur að Heklan yfirtekur Markaðs-stofu Suðurnesja frá og með 1. janúar nk.Kristján Pálsson segir að frá því að Mark-aðsstofan var stofnsett fyrir fjórum árum hafi stjórn hennar unnið að því að fá sveitar-félögin inn í reksturinn til að styrkja þessa grunnstoð ferðaþjónustunnar fjárhagslega og efla markaðsstarfið í ferðaþjónustunni. Markaðsstofan hefur sinnt verkefnum sem lúta að markaðssetningu ferðaþjónustunnar eins og bæklingaútgáfu, rekstri heimasíð-unnar visitreykjanes.is, upplýsingamið-stöðvar í Flugstöð Leifs Eiríksso ar og Upplýsingamiðstöðvar Suðurnesja auk þess að taka þátt í ráðstefnum og samstarfi við opinbera aðila eins og markaðsstofur lands-hlutanna, Ferðamálastofu og Íslandsstofu. Kristján segist fagna þessum tímamótum í starfseminni sem tryggi rekstur þessarar einingar ferðaþjónustunnar til framtíðar.Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vik-unni kom fram að stjórn Sambands sveitar-félaga á Suðurnesjum, SSS, samþykkti á síðasta fundi sínum að auka fjármagn til Markaðsstofu Suðurnesja.Kristján Pálsson hefur starfað sem fram-kvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurnesja undanfarin ár og mun láta af því starfi við yfirtöku Heklunnar. Stjórnarbylting í FSS M eirihlutinn í Garði er að falla. Bæjarráðsfundi, sem vera átti nú í morgun, fimmtudagsmorgun, hefur verið frestað. Fulltrúar D-lista og fulltrúi L-lista eru að mynda nýjan meirihluta, sam-kvæmt heimildum Víkurfrétta. Samkvæmt sömu heimildum verður Magnús Stefánsson áfram bæjarstjóri.D-listinn missti meirihluta sinn í vor þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir myndaði nýjan meirihluta með fulltrúum N- og L-lista. Nú er sá meirihluti að falla þar sem fulltrúi L-lista er að ganga til nýs meirihlutasam-starfs við D-listann.Davíð Ásgeirsson, bæjarfulltrúi L-listans í Garði, segir að vegna áherslumuns í stjórnunarað-ferðum hafi hann ákveðið að fara í viðræður við D-listann um myndun nýs meirihluta í Garði. Enginn fundur hefur farið fram í L-listanum um málið. Sá fundur fer fram nk. laugardag. Einar Jón Pálsson, oddviti D-listans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. Meirihlutinn í Garði fellur aftur Kvikmyndatónlist var allsráðandi á tónleikum lúðrasveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Stapanum í fyrrakvöld en þá komu fram um sjötíu nemendur frá 9 ára aldri. Einbeitingin skein úr andlitum þessara ungu stúlkna þegar þær blésu í flautur undratóna með gömlu stórmyndinni um Mary Poppins. VF-mynd/pket. Sævar Baldursson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.