Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 34
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR34 Þekkingarsetur má finna víða um landið en megin mark- mið þeirra er að stuðla að auknu samstarfi og samþættingu mennt- unar, rannsókna, fræðastarfs og atvinnuþróunar. Jafnframt að þróa námsleiðir og námskeið á háskólastigi í samstarfi við há- skóla og aðrar menntastofnanir, sem og önnur þekkingarsetur. Í apríl síðastliðnum fengum við Suðurnesjamenn okkar eigið þekk- ingarsetur þegar Þekkingarsetur Suðurnesja var stofnað. Það tók formlega til starfa nú á haustmán- uðum að Garðvegi 1 í Sandgerði. Setrið starfar á þekkingargrunni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, Náttúrustofu Reykjaness, Botndýrastöðvarinnar og Fræðaseturs Sandgerðisbæjar, sem nú hefur sameinast Þekkingar- setrinu. Áherslusvið setursins er náttúrufræði og tengdar greinar. Þann 21. nóvember undirritaði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, samning ráðuneytisins við Þekkingarsetur Suðurnesja að viðstöddu fjölmenni í húsnæði setursins. Nýtt merki set- ursins var afhjúpað við tilefnið. Markmið og starfsemi Þekk- ingarseturs Suðurnesja Starfsemi Þekkingarseturs Suður- nesja tekur mið af markmiðum, hlutverki og skyldum stofnananna sem í húsinu eru. Markmið set- ursins snúa fyrst og fremst að rannsóknum, fræðslu, þjónustu og samstarfi við aðrar rannsókna- og fræðslustofnanir bæði hér á landi og erlendis. Þekkingarsetrið er miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum, með frumkvæði að rannsókna- verkefnum og samstarfi við rann- sóknaraðila, innlenda jafnt sem erlenda. Mikil áhersla verður lögð á gott og öflugt samstarf við rann- sókna-, mennta- og fræðslustofn- anir sem og fyrirtæki sem tengjast viðfangsefnum setursins, á Suður- nesjum og annars staðar á landinu. Árið 1992 var Botndýrastöðin stofnuð utan um verkefnið BIOICE. Frá þeim tíma hafa rannsóknir verið stundaðar í húsnæði Þekkingarset- ursins. Náttúrustofa Reykjaness var síðan stofnuð árið 2000 og Rann- sóknasetur HÍ á Suðurnesjum sex árum síðar. Síðan þá hafa fjöl- margar rannsóknir verið gerðar og fjöldinn allur af erlendum vísinda- mönnum hafa dvalið þar í gegnum árin, oft vikum saman, við rann- sóknavinnu. Gistiaðstaða er í boði fyrir þá sem eru við tímabundin störf í húsinu og nýta langflestir sér hana. Á þeim fáu vikum sem hafa liðið síðan Þekkingarsetrið tók formlega til starfa hafa átta erlendir vísindamenn og háskóla- nemar dvalið þar við rannsóknir. Íslenskir og erlendir meistara- og doktorsnemar sem hafa unnið að rannsóknum fyrir lokaverkefni sín á síðastliðnum árum eru farnir að skipta tugum. Kapp verður lagt á að fjölga rannsóknaverkefnum sem unnin eru í Þekkingarsetrinu en þó með höfuðáherslu á gæði rann- sókna og birtingu niðurstaðna. Fjöldi þeirra grunnskólanemenda, einstaklinga og hópa sem hafa komið í heimsókn til að skoða sýningarnar í húsinu er orðinn mikill. Síðan Fræðasetrið var stofnað 1995, fyrst sinnar tegundar á landinu, hefur verið tekið á móti skólahópum grunnskólanemenda frá ýmsum stöðum, bæði hérlendis og erlendis, sem koma til að skoða náttúrugripasýningu og sýninguna „Heimskautin heilla“ sem fjallar um franska heimskautafarann og vísindamanninn Jean-Baptiste Charcot. Áhersla er lögð á fræðslu um lífríki hafsins og fjörunnar og oft er vettvangsferð í fjöruna fléttað saman við heimsóknina þannig að nemendur fá tækifæri til að safna lífverum og skoða í víðsjám í Þekk- ingarsetrinu. Markmiðið er að efla þessa þjónustu við bæði grunn- og framhaldsskóla enn frekar með það fyrir augum að vekja áhuga nem- enda á náttúrufræðum og mögu- leikunum sem skapast með námi á því sviði. Starfsemi Þekkingarseturs Suður- nesja er enn ung þó að stofnan- irnar að baki henni hafi margra ára reynslu á sviði rannsókna og fræðslu. Af þeirri ástæðu er mikils að vænta af Þekkingarsetrinu sem vonandi mun efla rannsóknastarf, menntun og samvinnu á Suður- nesjum enn frekar. Við hvetjum alla til að kíkja í heim- sókn til okkar á Garðveginn og jafnframt að fylgjast með því sem er að gerast á fésbókarsíðu Þekk- ingarsetursins: www.facebook. com/thekkingarsetursudurnesja Ný heimasíða mun síðan líta dags- ins ljós von bráðar! Hanna María Kristjánsdóttir forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja Þekkingarsetur Suðurnesja tekið til starfa Fimmtudaginn 6. desember verða haldnir stórtónleikar í Stapanum til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja. Á tón- leikunum koma fram 6 kórar af Suður- nesjum, en það eru Eldey, kór eldri borg- ara, Karlakór Keflavíkur, kór Keflavíkur- kirkju, Kvennakór Suðurnesja, Sönghópur Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar. Kór- arnir munu syngja nokkur lög hver í sínu lagi og sameinast svo í lokin í einn stóran kór. Stjórnendur kóranna eru Arnór Vil- bergsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Dagný Þórunn Jónsdóttir, Magnús Kjart- ansson og Steinar Guðmundsson. Tón- leikarnir hefjast kl. 20. Miðasala verður við innganginn og er miðaverði stillt í hóf, aðeins 1000 kr. Allur ágóði af tónleik- unum rennur til Velferðarsjóðs Suður- nesja, einnig verður tekið við frjálsum framlögum í sjóðinn. Á haustdögum kom upp sú hugmynd hjá kórkonum í Kvennakór Suðurnesja að fá aðra kóra til samstarfs við sig til að halda stóra jólatónleika. Þeir kórar sem haft var samband við tóku vel í erindið og þróaðist hugmyndin síðan út í að tónleikarnir yrðu haldnir til styrktar Velferðarsjóði Suður- nesja. Það er gleðilegt að allir þessir kórar skuli taka höndum saman og láta gott af sér leiða með þessum hætti. Þ a ð h e f u r v e r i ð nóg um að vera hjá Kvennakór Suðurnesja í haust og vetur. Kórkonur höfðu umsjón með kósýkvöldi kvenna í sundlauginni í Sandgerði í ágúst. Kvöldið var liður í Sandgerðisdögum og tókst það frábærlega. Góð mæting var enda flott dagskrá í boði. Bláa lónið var með kynn- ingu á vörum sínum, lesið var úr bókum frá bókaútgáfunni Lesstofunni, glæsilegt happ- drætti með flottum vinningum, söngur og tískusýning þar sem kórkonur brugðu sér í hlutverk fyrirsæta og sýndu föt frá hönn- uðum af Suðurnesjum. Kórinn tók síðan þátt í tónlistardagskrá í Duushúsum á Ljósanótt í Reykjanesbæ í byrjun september. Kvennakór Suður- nesja hefur tekið þátt í hátíðinni frá upp- hafi enda er þetta frábær vettvangur fyrir menningarstarf og skemmtileg leið til að kveðja sumarið og hefja vetrarstarfið. Vetrarstarfið hófst síðan af fullum krafti m á n u d a g i n n 1 0 . september en þá var haldin opin æfing í Listasmiðjunni, Keilis- braut 773 á Ásbrú en þar er kórinn með æfingaaðstöðu. Kórkonur slógu þá upp Pá- línuboði og buðu konum sem vildu kynna sér starfsemi kórsins að kíkja í heimsókn. Þann 13. október skelltu kórkonur sér í óvissuferð um Reykjanesið undir leiðsögn Helgu Ingimundardóttur sem sagði ýmsar skemmtilegar sögur af svæðinu. Eftir að hafa keyrt Reykjaneshringinn var farið í heimsókn í verksmiðju Kaffitárs þar sem starfsemi fyrirtækisins var skoðuð og léttar veitingar bornar fram. Að því loknu var snæddur kvöldverður. Skemmtikvöld Kvennakórs Suðurnesja var haldið 17. nóvember í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Þá fékk kórinn félaga úr Karla- kór Keflavíkur og Eldey, kór eldri borgara í heimsókn ásamt mökum. Boðið var upp á veitingar, söng, leiki, dans og gamanmál þannig að úr varð hin besta skemmtun. Um síðustu helgi var síðan komið að hinum árlega laufabrauðsdegi kórsins en þá komu kórkonur saman og skáru út og steiktu laufabrauð í hundruðatali. Þetta er liður í fjáröflun kórsins en laufabrauðið hjá kvennakórnum er sívinsælt. Næsta sunnudag kemur kórinn svo fram á aðventuhátíð eldri borgara sem Kvenfélag Keflavíkur stendur fyrir í Kirkjulundi. Auk alls þessa er svo undirbúningur fyrir stóru tónleikana í fullum gangi. Kvennakór Suðurnesja hvetur alla sem vettlingi geta valdið að taka nú höndum saman og styrkja Velferðarsjóð Suðurnesja og hjálpa með því bágstöddum fjölskyldum fyrir jólin. Um leið og tónleikagestir láta gott af sér leiða fá þeir að eiga notalega stund og hlýða á ljúfa tónlist. Tónleikarnir verða eins og áður sagði í Hljómahöllinni í Stapa, fimmtudaginn 6. desember og hefjast þeir kl. 20. Jólatónleikar kóra til styrktar VelferðarsJóði suðurnesJa MENNING OG þEkkING

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.