Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 14
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR14
lífið á bretlandseyjum
„Ekki hafði ég heyrt mikið um
borgina þegar ég og unnusta mín
fluttumst hingað í haust. Í rauninni
vissi ég hreinlega ekki að hún væri
til. Það kom svo í ljós að Bath er
sögufræg borg þar sem Rómverjar
ríktu á dögum krists. Hér er eini
staðurinn á Englandi þar sem
heitt vatn er í jörðu og aðalsmerki
bæjarins eru rómversku böðin
sem hafa staðið í miðju borgar-
innar frá því um 100 árum fyrir
komu frelsarans. Eins og sannur
ferðamaður kíkti ég í heimsókn
á umræddan baðstað og var afar
forvitnilegt enda er staðurinn á
heimsminjaskrá UNESCO, eins
og borgin reyndar öll. Það var
merkilegt að velta því fyrir sér
að þarna var komin þessi fína
sundlaug og heitir pottar á þessum
tíma, þegar maður hugsar til þess
að skólasund á Íslandi var stundað
í sjó lengi framan af 20. öld,
þrátt fyrir töluvert af heitu vatni
í jörðu. Þeir voru svo sannarlega
með þetta Rómverjarnir.
Bath telst þó varla sem borg. Hér
búa jú um 80 þúsund manns en
þetta er bara svo lítið og krúttlegt
að maður hugsar um Bath sem
bæ, enda er mikill bæjarbragur
hérna. Byggingar hérna eru flestar
gamlar og fallegar. Mikið er byggt
upp í hinar bröttu hlíðar sem
umlykja bæinn en þær eru allt að
280 metra háar og setja sannarlega
mikinn svip á umhverfið hérna.
Það getur verið hressandi að taka
gönguferð upp hlíðarnar og þá
er útsýnið alveg þess virði, þó
enska þokan sé stundum með
leiðindi og hindri manni sýn.
Maður getur ímyndað sér að hérna
sé æðislegt að vera á sumrin. Hér
er afar gróðursælt og veður mjög
stillt, a.m.k hefur veðrið leikið við
okkur hérna í haust og hér snjóar
nánast aldrei. Rok þekkist varla
heldur. Nú er hins vegar að hefjast
jólavertíðin eins og heima á Íslandi
og hér er mikið lagt upp úr því að
gera stemninguna sem mesta. Eins
Undanfarna mánuði hefur blaðamaður Víkurfrétta,
Eyþór Sæmundsson, haldið sig á Bretlandseyjum
þar sem hann stundar nám. Eyþór hefur búið í
borginni Bath á Suðvestur-Englandi, en borgin
sú er þekkt sem ferðamannaborg enda ákaflega
falleg og aðeins steinsnar frá höfuðborginni
London. Eyþór setti saman stuttan pistil um lífið
í Bath en bærinn er fullur af jólaanda um þessar
mundir enda eru borgarbúar þekktir fyrir skemmti-
legan jólamarkað og huggulegheit í þeim efnum.
Eyþór við rómversku böðin
Jólamarkaðurinn
iðar af lífi en það
mætti þó skipta
rigningunni út
fyrir snjó.
Hér böðuðu sig
bæði karlar og
konur saman til
forna. Af ein-
hverjum ástæðum
var það svo
bannað.
Hér horfir enginn á
fótbotla, Rugby er
númer 1, 2 og 3.
Jólatréð
mætti
alveg vera
veglegra.
Líflegt götulíf.