Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 24
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR24
Framundan er aðventan með öllum sínum dá-
semdum, þegar fólk keppist
við að skapa sér tilefni til
notalegra samverustunda í
svartasta skammdeginu,
kveikir falleg ljós, stingur
góðgæti í munn og nærir
bæði líkama og sál.
Reykjanesbær lætur ekki sitt
eftir liggja og heldur fast í
þær góðu hefðir, gamlar sem
og nýrri, sem segja má að séu
samtvinnaðar lífi fólks hér
í bæ. Að venju verður staðið
fyrir vali á Ljósahúsi Reykja-
nesbæjar sem gert hefur verið
allar götur síðan árið 2000. Það
er óhætt að segja að viðmiðin
hafi verið sett af þeim sem
fyrst hlutu þessar viðurkenn-
ingar því nú má sjá hús skreytt
af miklum metnaði og smekk-
legheitum víðs vegar um bæinn og „ljósarúnturinn“
orðinn ómissandi hluti af jólahefðinni. Í ár fer valið
fram með nýju sniði þar sem bæjarbúar sjálfir velja
ljósahúsin í stað sérstakrar nefndar en þetta verður
kynnt rækilega í Víkurfréttum.
Laugardaginn 1. desember kl. 17:00 verða ljósin
tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Nor-
egi. Sú athöfn fer að venju fram á Tjarnargötutorgi með
stuttri tónlistar- og söngdagskrá. Sendiherra Noregs á
Íslandi afhendir tréð og nemandi úr 6. bekk Akurskóla
tendrar ljósin. Jólasveinar koma í heimsókn og dansa
í kringum jólatréð með börnunum og gestum verður
boðið upp á rjúkandi kakó og ilmandi piparkökur.
Sunnudaginn 2. desember kl. 14:00 verður boðið upp
á Bókakonfekt í listasal Duushúsa. Bókakonfektið
er árlegur menningarvið-
burður á vegum Bókasafns
Reykjanesbæjar, í samvinnu
við menningarfulltrúa bæjar-
ins og Eymundsson og styrkt
af menningarráði Suðurnesja.
Þar gefst bæjarbúum kostur á
að hlýða á upplestur höfunda
úr nýjustu jólabókunum innan
um einstaklega falleg málverk
Þorbjargar Höskuldsdóttur.
Þá flytja Jólaseríurnar tónlist.
Meðal þeirra rithöfunda sem
lesa upp úr verkum sínum
eru Steinunn Sigurðardóttir,
Auður Ava Ólafsdóttir og
Marta Eiríksdóttir.
Þann 13. og 14. desember
munu starfsmenn Bókasafns-
ins og menningarsviðs Reykja-
nesbæjar lesa upp úr nýjum
bókum á Nesvöllum fyrir gesti
og gangandi.
Dagana 6. -15. desember tekur Bókasafn Reykjanes-
bæjar þátt í alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty Inter-
national sem gefur almenningi kost á að skrifa undir
kort í þágu þolenda mannréttindabrota. Tilbúin bréf til
stjórnvalda liggja frammi fyrir gesti. Þetta er í sjöunda
sinn sem slíkt bréfamaraþon er haldið á Íslandi en í
fyrra voru send rúmlega 4000 bréf og kort til stuðnings
fórnarlömbum mannréttindabrota um heim allan.
Samtímis munu fara fram bréfamaraþon í Amnesty-
deildum í yfir 60 löndum víða um heim.
Á þrettándanum, 6. janúar kl. 18:00, verða svo jólin
kvödd með hefðbundnum hætti, með þrettándagleði,
álfabrennu og flugeldasýningu. Nánar verður fjallað
um það síðar enda ástæðulaust að huga að lokum
jólanna nú, þegar aðventan er rétt handan við hornið.
Nokkrar mikilvægar
dagsetningar
1. desember kl. 17:00
Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu
frá Kristiansand. Tjarnargötutorg.
2. desember kl. 14:00
Bókakonfekt. Duushús.
6.-15. desember
Alþjóðlegt bréfamaraþon Amnesty
International. Bókasafn Reykjanesbæjar.
13. og 14. desember
Upplestur úr nýjum bókum. Nesvellir
17. desember kl. 18:00
Ljósahús Reykjanesbæjar útnefnd. Duushús
6. janúar kl. 18:00
Þrettándagleði og álfabrenna. Hafnargata.
Aðventan í Reykjanesbæ
Daniel Cramer er 25 ára Njarðvíkingur sem á
margar góðar minningar frá
jólunum, hvort sem það er hérna
á Íslandi eða í Bandaríkjunum
þar sem hluti fjölskyldu hans býr,
en þar átti hann eftirminnileg
jól. Hann er nú þegar búinn að
gefa sjálfum sér gítar í jólagjöf
en hann segist vera frekar nægju-
samur þegar kemur að gjöfum.
Fyrstu jólaminningarnar?
Ég og pabbi minn heitinn að
keyra saman upp í flugstöð að
ná í risastóran kassa frá Banda-
ríkjunum fullan af gjöfum frá
ömmu og afa. Ég get sagt ykkur
að ég var með risastórt glott á mér
alla leiðina þangað því ég vissi
að helmingurinn væri eflaust til
mín. Svo gleymi ég því aldrei að
ég var búinn að vera grátbiðja um
flottar græjur í herbergið mitt,
en undir trénu var lítill kassi, og
ég varð svo rosalega fúll yfir því
að fá ekki græjurnar. Svo þegar
ég opnaði pakkann þá var þetta
kassi með mynd af einhverjum
gömlum græjum og ég setti á mig
mikinn fýlusvip, en svo reyndist
kassinn tómur fyrir utan mynd af
flottu græjunum sem mig langaði
svo í. Jólin voru oft á þessa vegu,
mikið verið að grínast og eiga jólin
ávallt stóran sess í hjarta mínu.
Jólahefðir hjá þér?
Ein af föstum hefðum hefur
alltaf verið að fara í kirkju-
garðana og heimsækja þá sem
fallið hafa frá. Ein gömul og góð
var að keyra um Reykjanesbæ
og skoða jólaskreytingar.
Ertu duglegur í eldhúsinu yfir
hátíðirnar?
Ég og daman eldum okkur
vanalega kvöldmat saman öll
kvöld en yfir hátíðirnar eru mörg
jólaboð og því möguleiki á að
hvíla sig aðeins. En ég er alltaf
tilbúinn að rétta hjálparhönd
yfir hátíðirnar, kannski er ég
meira í því að taka af borðunum
heldur en að elda matinn.
Jólamyndin?
Elf með Will Ferrell er klárlega
ein af mínum uppáhalds yfir há-
tíðirnar og Christmas Vacation
er heldur ekki síðri kostur.
Jólatónlistin?
Bing Crosby, Nat King Cole og
allir þessu gömlu góðu og svo eru
margir íslenskir flytjendur sem
spila alltaf á jólastrengina hjá mér.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Daman fór til Glasgow á
dögunum og verslaði flestar
jólagjafir þar en restin verður
keypt hér á klakanum.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Ég gef alltaf þeim sem standa mér
næst, er ekki alltaf skemmtilegra
að gefa heldur en að þiggja?
Ertu vanafastur um jólin, eitt-
hvað sem þú gerir alltaf?
Mér hefur alltaf fundist það
skemmtilegt að hitta vini og ætt-
ingja og spila skemmtileg spil og
fá að smakka íslenska jólabjórinn.
Svo byrja náttúrulega ekki jólin
fyrr en maður hefur sett upp
jólaskraut og gert eins jólalegt og
maður getur í kringum sig. Rétt
fyrir jólin spila ég jólalag sem
kemur mér alltaf í gott jólaskap
en það er lag með Relient K
sem ber nafnið „Sleigh Ride“,
skemmtileg útgáfa af því lagi og
þá veit ég að jólin eru að koma.
Besta jólagjöf sem þú hefur
fengið?
iPhone frá dömunni stendur þar
ofarlega en ég er alltaf rosa þakk-
látur fyrir allt sem ég fæ, sérstak-
lega eftir að hafa verið illa blekktur
með græjunum á árum áður.
Hvað er í matinn á aðfanga-
dag?
Er það ekki bara gamli góði
hamborgarhryggurinn, hann
klikkar ekki. Annars er ég
alveg aumur fyrir góðum
kalkún, eflaust Kaninn í mér.
Eftirminnilegustu jólin?
Ég verð að segja jólin í Banda-
ríkjunum árið 2010 þegar ég ákvað
að eyða þeim með ömmu, afa
og ættingjum mínum í Norður-
Karólínu. Það var heldur betur
öðruvísi, lítið af snjó og ekki jafn
mikið skreytt og hér, þar sem
amma og afi búa í hverfi þar sem
flestir eru orðnir eldri borgarar.
En ég sá svo sannarlega ekki eftir
því að eyða jólunum úti því ég
kynntist ættingjum mínum úti
betur sem mér þykir svo vænt um
og að fá að upplifa aðra menn-
ingu; fékk að smakka eggjapúns,
amerískur fótbolti í sjónvarpinu
og fór á skotsvæði, ekki alveg
hin hefðbundnu íslensku jól.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Við daman ætlum að gefa hvort
öðru nýtt rúm í jólagjöf og er það
eitt af því helsta sem ég vil en ég er
nýbúinn að gefa sjálfum mér nýjan
gítar í jólagjöf, má það ekki alveg?
Ég gerist samt alltaf svo hógvær að
vilja ekki neitt og ég er ánægður
að hafa eitthvað lítið undir trénu
á meðan þeir yngstu missa sig!
Jólakveðjur til allra og von-
andi hafið þið það æðis-
legt yfir hátíðirnar!
Amerískur fótbolti og
heimsókn á skotsvæði
Jólin
MARTA EIRÍKSDÓTTIR
Æskuminningarúr bítlabænum Keflavík
Mei míbeibísitt?
Geggjuð bók!
Lífleg og hnitm
iðuð frásögn.
- Þorsteinn Eggertsson
VÍKURFRÉTTIR EHF.
2012
MARTA EIRÍKSDÓTTIR
M
ei m
í beibísitt?
Mei mí beibísitt?er söguleg skáldsaga úr Keflavík sem gerist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Höfundur rifjar upp og segir frá daglegu lífi barnanna í götunni þar sem hún bjó. Þetta eru minningar um horfna veröld, þar sem skapandi kraftur barnanna sá um að skemmta þeim sjálfum daglangt á sumrin.
Höfundur bókarinnar, Keflvíkingurinn Marta Eiríksdóttir, er vel þekkt fyrir öflugt
námskeiðahald á vegum Púlsins en einnig fyrir jákvæð og skemmtileg viðtöl, sem
birst hafa eftir hana í Víkurfréttum undanfarin tuttugu ár. Mei mí beibísitt? er önnur bók höfundar en fyrsta bók Mörtu Becoming
Goddess – Embracing Your Power! kom út á ensku, á vegum Balboa Press, deild
innan Hay House í Bandaríkjunum sumarið 2012.
Mei í
beibísitt?
JÓLA
BÓKI
N
2012
Bókin fæst hjá Eymundsson og á skrifstofu Víkurfrétta