Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 22
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR22
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Messa. Altarisganga 2. desember
kl. 11. Fyrsti sunnudagur í
aðventu. Kór kirkjunnar leiðir
söng undir stjórn Stefáns Helga
Kristinssonar. Meðhjálpari er
Ástríður Helga Sigurðardóttir.
Sunnudagaskóli 2. desember
kl. 11. Kaffi, djús og kökur
á eftir í safnaðarsalnum.
Njarðvíkurkirkja
(Innri-Njarðvík)
Sunnudagaskóli 9. desember
kl. 11. Kaffi, djús og kökur á
eftir í safnaðarheimilinu.
Aðventusamkoma 9. desember
kl. 17. Börn frá Leikskólanum
Holti annast helgileik með að-
stoð fóstranna. Nemendur úr
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
koma fram. Vox Felix kór Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja syngur
undir stjórn Arnórs Vilbergs-
sonar. Davíð Ólafsson bassi og
Stefán Helgi Stefánsson tenór
syngja nokkur lög. Kór kirkjunnar
syngur og leiðir einnig almennan
safnaðarsöng undir stjórn Stefáns
Helga Kristinssonar organista.
Sóknarnefnd býður kirkjugestum
að þiggja veitingar í safnaðarheim-
ilinu að samkomunni lokinni.
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Jólaball 16. desember kl. 11.
Dansað í kringum jólatré og
jólasveinn sem á heima í fjallinu
Keili mætir í kirkjuna. Hann
gefur öllum börnum eitthvað
gott til að hafa með sér heim.
Aðventusamkoma 16. desember
kl. 17. Magni Ásgeirsson söngvari
syngur nokkur lög af nýju plötunni
sinni í bland við jóla- og að-
ventulög. Börn frá Leikskólanum
Hjallatúni annast helgileik með
aðstoð fóstranna. Eldey, kór eldri
borgara, syngur nokkur lög sem
og Vox Felix kór Fjölbrautaskóla
Suðurnesja en stjórnandi þeirra er
Arnór Vilbergsson. Kór kirkjunnar
syngur og leiðir almennan safn-
aðarsöng undir stjórn Stefáns
Helga Kristinssonar organista.
Njarðvíkurkirkja
(Innri-Njarðvík)
Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18.
Jóladagur. Hátíðarguð-
sþjónusta kl. 11.
Gamlársdagur. Aftansöngur kl.
17. Sr. Kristín Þórunn Tómas-
dóttir héraðsprestur prédikar
og þjónar fyrir altari.
Meðhjálpari er Pétur
Rúðrik Guðmundsson.
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Aðfangadagur. Jólavaka kl. 23.30.
Helgileikur í umsjá fermingar-
barna og í lokin munu allir
tendra kertaljós þegar sungið
verður “Heims um ból”.
Jóladagur. Hátíðarguð-
sþjónusta kl. 14.
Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta
kl. 14. Sr. Elínborg Gísladóttir
sóknarprestur í Grindavík
prédikar og þjónar fyrir altari.
Meðhjálpari er Ástríður
Helga Sigurðardóttir.
Kirkjuvogskirkja (Höfnum)
Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta
kl.12.15. Meðhjálpari Magnús
Bjarni Guðmundsson.
Kirkjukór Njarðvíkur syngur við
allar athafnir undir stjórn Stefáns
Helga Kristinssonar organista.
Baldur Rafn Sigurðsson
sóknarprestur.
Undirrituð hefur velt því fyrir sér undanfarið hver
hafi orðið örlög hinnar yndis-
legu Pollýönnu sem sá eitthvað
jákvætt í öllum aðstæðum.
Ýmsar samsæriskenningar
hafa skotið upp kollinum
við þessar vangaveltur og ein
þeirra hljóðar á þann veg að
hún hafi verið skotin af færi og
grafin með útrásarvíkingum og
erlendum gengislánum seinni-
part árs 2008. Síðan þá hefur
lítið til hennar spurst. Fyrir
þann tíma upplifði undirrituð
mun meiri jákvæðni í okkar góða samfélagi,
flestir voru spenntir fyrir framtíðinni og þeim
ævintýrum (mitt orð yfir verkefni) sem hún
bar í skauti sér. Eða hvað?
Fljótlega eftir bankahrun og núna fjórum árum
síðar, í lok árs 2012, virðist vera að Pollýanna
hafi orðið samnefnari þess sem ekki má og er
bókstaflega vísbending um einbeittan brotavilja
að halda henni á lífi. Glaðbeitt fólk er beinlínis
sakað um að vera í “Pollýönnuleik”, afneitun og
kæruleysi, vogi það sér að láta í ljósi jákvæðar
skoðanir sínar á umhverfi sínu eða aðstæðum.
Ég vil taka það fram að Pollýanna á ekkert
skylt við Gullkálfinn og dýrkun hans á dauðum
hlutum.
Sér í lagi finn ég fyrir þessu hérna á Suður-
nesjum. Hér er það háalvarlegur glæpur að
halda lífi í henni vinkonu okkar. Allt er á niður-
leið, hér eru aðfluttir andskotar allt að drepa og
hér hafa lífsgæðin minnkað mest á landinu öllu,
svei mér þá ef lánin hafa ekki hækkað mest hér
og verðbólgan hærri. Þeir sem ekki gera þetta að
ráðandi skoðun sinni á svæðinu eru bara ekki
að fylgjast með!
Ég segi hingað og ekki lengra -
ég tilkynni hér með að ég ætla
að fremja alvarlegan glæp. Ég
ætla að halda lífi í henni vinkonu
minni sem sá, þegar hún fékk
úthlutað tómt og kalt herbergi
uppi á hanabjálka, að í gegnum
örlítinn glugga hafði hún það
fallegasta málverk sem til er,
himin sjálfan. Þetta geri ég ekki
eingöngu fyrir mig heldur einnig
börnin mín sem þá alast upp
með sterka sjálfsmynd, stolt yfir
uppruna sínum og trú á eigin
getu.
Já, kalli þetta hver það sem hann vill en við
eigum val. Það sem við veitum athygli vex og
dafnar. Við höfum ákveðna orku til afnota og
það er undir okkur komið í hvað við notum
hana og hversu mikið við leyfum öðrum að
hafa áhrif þar á. Við getum valið að veita því
neikvæða athygli, nært það og lofað því að vaxa
okkur yfir höfuð með tilheyrandi vonleysi og
vanlíðan. Neikvætt viðhorf er nefnilega mesta
orkusuga sem til er. Við getum líka valið að líta á
það sem jákvætt er og nært okkur með því, fyllt
huga okkar og hjörtu af gleði og tilhlökkun yfir
því sem hver dagur ber í skauti sér. Já, algjörlega
óháð því hverjar aðstæður okkar eru. Rétt eins
og við veljum að næra líkama okkar með fæðu
á hverjum degi, getum við valið að næra sálina
með jákvæðu viðhorfi til þeirra aðstæðna sem
mæta okkur og alls þess smáa sem birtist á leið-
inni. Aðeins þannig höfum við kraft og vilja til
að mæta þeim, breyta því sem við viljum breyta,
og getu til að hafa áhrif á það hvernig okkur
reiðir af. Hverju töpum við við það?
Pollýanna vinkona mín kenndi mér að við
getum stýrt viðhorfi okkar. Sigurinn felst í því að
sjá hið jákvæða í öllum aðstæðum. Við veljum
það fólk sem við viljum umgangast, við veljum
þær upplýsingar sem við sækjum okkur, t.d.
þær fréttir sem við lesum. Góð kona sagði mér
eitt sinn að í glímu sinni við þunglyndi hefði
læknirinn hennar mælst eindregið til þess að
hún hætti að lesa minningargreinarnar í Mogg-
anum og það svínvirkaði! Hann hefur örugglega
þekkt Pollýönnu mína vel sá. Pollýanna mælir
nefnilega með að við hættum að lesa neikvæðar
fréttir af öllu tagi, hættum að veita því athygli
sem dregur úr okkur mátt og gleði. Verum með-
vituð um hugsanir okkar og þannig getum við
umbreytt lífi okkar ótrúlega hratt því orkan
sem eftir verður til að sinna því jákvæða verður
ómæld.
Já mínir kæru samborgarar, hún Pollýanna vin-
kona mín er sko alls ekki dauð. Hún lifði af
skotárásirnar miklu árið 2008 og mun vonandi
verða vinkona okkar allra áður en langt um
líður. Munið bara að hún kemur aldrei óboðin í
heimsókn, hvað þá að hún láti aðra um að bjóða
sér til okkar. Heimsókn hennar kostar ekki neitt
en borgar gjarnan með sér, sér í lagi ef hún fær
að gista. Þið verðið að senda henni persónulegt
boðskort og ég veit að hún þiggur það með
þökkum. Ég ábyrgist að hún er kærkominn
gestur sem við viljum ekki að kveðji okkur að
nýju.
Með ósk um gleðilega aðventu og árangursríka
endurlífgun Pollýönnu.
Helga Jóhanna Oddsdóttir
Ráðgjafi, NLP practitioner og markþjálfi
p.s. vissuð þið að bókin um Pollýönnu var
endurútgefin hér á landi í desember 2008? Til-
viljun?
n
Hver skaut Pollýönnu?
PISTILL
Íslandsbanki hélt fund um efnahagsumhverfið í Stapa í
Reykjanesbæ í lok síðustu viku
og var fundurinn vel sóttur. Sig-
hvatur Ingi Gunnarsson, útibús-
stjóri Íslandsbanka í Reykja-
nesbæ, opnaði fundinn. Una
Steinsdóttir, framkvæmdastjóri
viðskiptabankasviðs Íslands-
banka, fjallaði um sameiningu
bankans við BYR og sviptingar
á bankamarkaði á Suðurnesjum.
Una fór m.a. yfir breytingar á
markaðshlutdeild á Suðurnesjum
og kom fram að markaðshlutdeild
Íslandsbanka þar hefði hækkað
um 10 prósentustig á síðastliðnu
ári og væri nú 34%.
Sigþór Kristinn Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Airport Associates
og UPS, hélt mjög fræðandi erindi
um þessi tvö félög og þann gríðar-
lega vöxt sem þar hefur átt sér stað.
Þá kynnti Ingólfur Bender, for-
stöðumaður greiningar Íslands-
banka, efnahagsspá bankans. Ing-
ólfur fór m.a. yfir tölur sem sýna að
uppsveifla sé komin í efnahagslífið
og spáði til um vöxt á næstu árum.
Nokkur óvissa er í spánni og ræður
t.a.m. álver í Helguvík sem Ingólfur
gerir ráð fyrir að fari á fullt á næsta
ári miklu um hvort spáin gengur
eftir. Greinileg merki eru þó um
að atvinnulífið sé komið af stað.
Að lokum fór Stefán Eiríkur Stef-
ánsson, forstöðumaður í gjaldeyr-
ismiðlun, svo lauslega yfir gengis-
áhættu og valmöguleika til þess að
lágmarka þá áhættu. Fundurinn
var gríðarlega vel sóttur og sköpuð-
ust skemmtilegar umræður í lok
fundar.
Vel heppnaður fundur Íslands-
banka um efnahagsumhverfið
Sighvatur Ingi Gunn-
arsson, útibússtjóri
Íslandsbanka í Reykja-
nesbæ, opnaði fundinn.