Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 16
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR16
vf@vf.isPÓSTKASSINN
n ragnheiður elín árnaDÓTTir skrifar:
Pólitík skiptir máli – tökum þátt
Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að
aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður:
Jólalýsing í
Kirkjugörðum Keflavíkur
Nánari upplýsingar veitir kirkjugarðsvörður Friðbjörn Björnsson
s. 824 6191 milli kl. 10.00 og 16.00 alla virka daga.
Fimmtudagur 29. nóvember kl. 10:00 – 16:00
Föstudagur 30. nóvember kl. 10:00 – 17:00
Laugardagur 1. desember kl. 10:00 – 15:00
Sunnudagur 2. desember kl. 13:00 – 15:00
Frá 4. – 21. desember verður opið
Þriðjudaga kl. 15:00 – 17:00
Fimmtudaga kl. 15:00 – 17:00.
Atlas • Engjavegur 6 • 104 Reykjavík • Sími 55 77 100 •
www.gongugreining.is
Getum við ekki örugglega gert eitthvað fyrir þig ...
GÖNGUGREINING
Erum að taka biðlista og getum
bætt við okkur í göngugreiningu.
Verðum í Íþróttaakademíunni
Reykjanesbæ miðvikudaginn
5.desember
Tímapantanir í síma: 55 77 100
Eftir um 150 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og kjósa til Alþingis.
Prófkjör, forval og uppstillingar eru í gangi
hjá öllum stjórnmálaflokkum og á næstu
tveimur mánuðum skýrist hvernig fram-
boðslistar flokkanna verða skipaðir. Nú er
tækifæri til að hafa áhrif.
Stjórnmálin mega muna sinn fífil fegurri og
við sem störfum á þeim vettvangi finnum
sennilega öll fyrir minni áhuga, virðingarleysi
og jafnvel vonleysi gagnvart stjórnmálum og stjór-
nmálamönnum. Eins skrýtið og það hljómar er mín
upplifun samt sú að fólk sé þrátt fyrir þetta almennt
pólitískara en áður. Hvert sem ég fer og hvar sem ég
kem ræðir fólk við mig um pólitík, hvað það vill sjá
betur gert og hvernig. Og hefur á því miklar skoð-
anir og margt til málanna að leggja. Í þessu er fólgin
þversögn – almenningur er pólitískari á sama tíma og
hefðbundin þátttaka í stjórnmálum fer dvínandi.
Stjórnmál skipta máli, hugmyndafræði skiptir máli,
vinnubrögð skipta máli og einstaklingar skipta máli.
Ég leyfi mér að fullyrða að við öll sem störfum í stjór-
nmálum séum þar af góðum hug – við viljum hafa áhrif
á samfélagið og við höfum sannfæringu fyrir því sem
við erum að berjast fyrir. Og það er einmitt
ekkert athugavert við það að stjórnmálum
fylgi barátta, stundum átök um mismunandi
aðferðir og hugmyndafræði. Þetta er það sem
lýðræðið snýst um.
Við erum samt miklu oftar sammála þvert á
flokkslínur á Alþingi heldur en menn halda
– en átökin eru fréttnæmari. Við tölum oftar
um og við hvert annað af virðingu á Alþingi –
en virðingarleysið þykir fréttnæmara.
Þetta fælir gott fólk frá þátttöku í stjórnmálum og
þessu vil ég breyta. Tökumst á um menn og málefni en
umfram allt sýnum hvert öðru virðingu. Það er gaman
í stjórnmálum, það er gaman að sjá hugmyndir fæðast
og verða að veruleika. Til þess að hafa áhrif verða
menn að taka þátt og nú er tækifærið.
Prófkjör okkar sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fer
fram þann 26. janúar og rennur framboðsfrestur út
þann 14. desember. Ég vil hvetja fólk til dáða – komið
með okkur í baráttuna, tryggjum góða þátttöku, tökum
slaginn saman og gerum gott samfélag betra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Ni ð u r s k u r ð u r í grunnþjónustunni
er orðinn verulega alvar-
legur og hefur ekki síst
bitnað á íbúum Suður-
kjördæmis. Eitt skýr-
asta dæmi um kolranga
forgangsröðun ríkis-
stjórnarinnar birtist í
fjölda lögregluþjóna í
kjördæminu. Svo verulega hefur
verið skorið niður í lögregluliði
í umdæmi lögreglustjórans á
Suðurlandi að öryggi borgaranna
er stefnt í hættu.
Athyglisvert er að skoða niður-
skurðinn í sögulegu samhengi. Árið
2001 gagnrýndi Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra niðurskurð
í lögregluliði Reykjavíkurborgar
og kallaði forsætisráðherra hann
“alvarlega ógn við umferðaröryggi,
sem eykur verulega slysahættu”.
(1) Í gagnrýni sinni notaði for-
Kvenfélag Keflavíkur heldur sína árlegu aðventuhá-
tíð aldraðra, sunnudaginn 2.
desember kl. 15.00 í Kirkjulundi,
samkomusal Keflavíkurkirkju.
Ásamt aðventuhlaðborðinu verður
ýmislegt til skemmtunar sem vekur
gleði hjartans. Fjölmennið og hafið
gaman.
Styrktaraðilar að hátíðinni eru eftir-
taldir: Íslandsbanki hf., HS Veitur,
HS Orka, Starfsmannafélag Suður-
nesja, Verslunarmannafélag Suður-
nesja, Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis, Samkaup
hf., Reykjanesbær, Toyota í Reykja-
nesbæ, Kirkjulundur og Lands-
banki Íslands.
n magnús jÓhannesson skrifar:
Niðurskurður í grunnþjónustunni
kominn að hættumörkum
sætisráðherra ákveðinn
mælikvarða, fjölda íbúa
á hvern lögreglumann,
sem kominn var upp í 490
íbúa.
Undanfarin ár hefur
þessum sama niður-
skurðarhníf verið beitt
af ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra. Samkvæmt ársskýrslum
Ríkislögreglustjóra hefur fjöldi lög-
reglumanna á Suðurlandi frá 2005
til 2011 minnkað um 24% eða um
fjórðung.
Til að setja niðurskurðinn í sam-
hengi við áhyggjur forsætisráðherra
frá árinu 2001 þá var fjöldi íbúa á
hvern lögreglumann á Suðurlandi
kominn í 497 íbúa árið 2011, sem
er örlítið hærri tala en forsætis-
ráðherra gagnrýndi harðlega árið
2001.
Nú er nóg komið. Niðurskurðar-
hnífurinn er kominn inn að beini
og svo komið að lögreglumenn eru
hættir að geta sinnt þjónustuút-
köllum íbúa. (2).
Niðurskurður í grunnþjónustunni
er kominn að hættumörkum.
Miðað við gagnrýni forsætisráð-
herra frá 2001 ætti hún að hafa
skilning á að núverandi ástand er
ekki ásættanlegt og stofnar borg-
urum svæðisins í hættu. Breyta
þarf forgangsröðun ríkissjóðs og
fjölga lögreglumönnum á Suður-
landi umtalsvert og það strax til að
tryggja öryggi borgaranna.
Magnús Jóhannesson
Höfundur gefur kost á sér í
þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi sem
haldið verður þann 26. janúar
næstkomandi. mbj.blog.is
(1) http://www.mbl.is/greina-
safn/grein/629136/
(2) http://dfs.is/frettir/2620-loegreglumenn-
haettir-ae-geta-sinnt-tjonustuutkoellum-
vie-ibua-vegna-nieurskurear
Aðventuhátíð aldraðra
á sunnudaginn
Jólamarkaður Kompunnar verður haldinn fimmtudaginn
29. nóvember nk. við Smiðjuvelli í
Reykjanesbæ. Dagskrá verður frá
kl. 17:30 til 18:30, en markaður-
inn sjálfur verður opinn frá kl.
13:00 til 19:00. Boðið verður upp
á kakó og piparkökur og lifandi
tónlist auk þess sem hið árlega
uppboð Kompunnar á ýmsum
merkilegum hlutum fer fram.
Það hafa ýmiskonar jólamunir
safnast upp hjá Kompunni yfir
árið og á fimmtudaginn verða þeir
teknir fram og settir á sölu. Það
er aldrei að vita nema jólaskrautið
sem vantar í safnið sé einmitt að
finna í Kompunni. Að sjálfsögðu
verða hefðbundnar vörur Komp-
unnar einnig til sölu á jólamarkað-
inum, s.s. gömul húsgögn, bækur,
hljómplötur, ýmsar nytjavörur og
margt fleira.
Kompan er nytjamarkaður sem er
rekinn af Fjölsmiðjunni á Suður-
nesjum og er opinn alla virka daga.
Hægt er að fá nánari upplýsingar
með því að hringja í Kompuna í
síma 421-1111 eða bara kíkja við á
Smiðjuvöllum.
Jólamarkaður Kompunnar
Jólabingó Virkjunar verður haldið þann 6. desember
kl. 19:00-22:00. Allur ágóði af
Jólabingóinu mun renna til Fjöl-
skylduhjálpar Suðurnesja. Vinn-
ingar eru fjölbreyttir og skemmti-
legir og eru í boði fyrirtækja og
einstaklinga á Suðurnesjum.
Spjaldið kostar 500 kr. Þrjú spjöld
saman verða seld á 1000 kr. Húsið
opnar kl. 18:00. Allir velkomnir!
Virkjun vill hvetja fólk til að
koma og taka þátt í skemmtilegri
skemmtun sem jafnframt er til
góðs fyrir þá sem minna mega sín
í samfélaginu okkar. Jafnframt vill
Virkjun koma á framfæri þökkum
til allra þeirra sem hafa styrkt við-
burði Virkjunar á árinu 2012.
Með kærri kveðju frá Virkjun, með
von um að sjá ykkur sem flest þann
6. desember!
Jólabingó Virkjunar
MANNLÍFIÐ
Þrjú blöð til jóla!