Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.2013, Side 2

Víkurfréttir - 28.11.2013, Side 2
fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR2 LJÓSIN TENDRUÐ Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi laugardaginn 30. nóvember kl. 16:00 Dagskrá: Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kór Holtaskóla. Sendiherra Noregs á Íslandi Dag Wernø Holter aendir jólatréð. Tendrun: Agnes Hermannsdó­ir nemandi úr Háaleitisskóla. Ávarp: Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar. Jólahljómsveit TR flytur jólalög og stjórnar dansi í kringum jólatréð. Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum. Hei­ kakó og piparkökur. HEIMIR STÍGSSON Á BREIÐTJALDI Um helgina verða 500 ljósmyndir úr safni Heimis Stígssonar sýndar á breiðtjaldi í Bíósal Duushúsa. Myndirnar eru hluti af yfirstandandi sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar um Heimi Stígsson, ljósmyndara. Opið 13.00 – 17.00, aðgangur ókeypis. Lítið við, tyllið ykkur og njótið. SUÐURNESJAMÓT Í BOCCIA Suðurnesjamót í Boccia eldri borgara verður haldið föstudaginn 13. desember kl. 09.00. Keppt verður í liðakeppni, 3 saman í liði. Skráning er á forvarnir@reykjanesbaer.is - ekkert þá­tökugjald. Nánari upplýsingar eru vei­ar í síma 898-1394. ÍT svið í samstarfi við Samsuð -fréttir pósturu vf@vf.is n Eldvarnaátak á landsvísu hófst í Reykjanesbæ: Ráðherra slökkti elda froða! Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra klæddist búningi slökkvi-liðsmanns og réðst gegn eldi á skólalóðinni. Slökkviliðsmenn um allt land taka þátt í Eldvarna-átaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS) í aðdraganda hátíðanna. Þeir hvetja almenning til að efla eldvarnir á heimilum en kannanir hafa sýnt að eldvarnir eru ófullnægjandi á mörgum heimilum og íbúarnir því berskjaldaðir fyrir eldsvoðum. Ungt fólk og leigjendur eru þar í mestri hættu samkvæmt könnunum sem Capacent Gallup hefur gert fyrir LSS og Eldvarnabandalagið. Allt of mörg heimili hafa engan eða of fáa reykskynj- ara. Þau fengju því litla eða enga viðvörun ef eldur yrði laus að næturlagi. Innan við helmingur heimila er með eldvarnabúnað sem slökkviliðsmenn telja lág- marksbúnað, það er reykskynjara, slökkvitæki og eld- varnateppi. Nú fer í hönd tími þegar eldhætta eykst á heimilum. Slökkviliðsmenn hvetja fólk því til að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana. Lágmarkseldvarnir á heimilum eru: - Reykskynjarar, tveir eða fleiri. - Slökkvitæki við helstu flóttaleið. - Eldvarnateppi á sýnilegum stað nálægt eldavél. Mjög vantar á að þessi lágmarksbúnaður sé almennt á heimilum landsmanna. LSS efnir því til átaks um að fræða fólk um eldvarnir og mikilvægi þeirra dagana 21.-29. nóvember. Þá heimsækja slökkviliðsmenn um allt land á fimmta þúsund átta ára börn í grunnskólum til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Þeir birta einnig auglýsingar í fjölmiðlum til að minna fólk á mikilvægi reykskynjara. Átakið hófst í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í síðutsu viku. Þar fræddu starfsmenn Brunavarna Suðurnesja börn um eldvarnir með aðstoð Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Í kjölfarið fá allir grunnskólar í landinu heimsókn frá slökkvi- liðinu sínu. Slökkviálfarnir Logi og Glóð aðstoða við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af hetjulegri baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf. Í sögunni er eldvarnagetraun og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda LSS réttar lausnir. Krakkarnir fá einnig handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimila með sér heim. Helstu styrktaraðilar Eldvarnaátaksins eru Mann- virkjastofnun, 112, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, TM og slökkviliðin í landinu. Hafnargötu 29, 230 Reykjanesbær - Sími 421 8585 ÖLL HELSTU SKÓMERKIN ERU HJÁ OKKUR Six mix - Ecco - Tamaris - Vagabond, Skechers - Studio London ofl.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.